Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 32

Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 32
so EINN HELSINGI ALL hin himinhrópandi rang- hverfa árekstrar og öfug- streymi í lífi mannanna og sam- búð, sem gert hefur sögu okkar óslitinn harmleik frá öndverðu og jörðina samfelldan blóðvöll, — á allar sinar orsakir í því, að þroski og þróun einstaklingsins helzt ekki í hendur við þróun samfélagsskipu- lagsins sem hann lifir í. Og því hefir þessi hrunadans vitfirringarinnar orðið óskaplegri og óviðráðanlegri með hverri öld og hverjum áratug, meðan hin hraðstígandi þróun skipulagning- anna óx út yfir heiminn. Það ætti ekki að vera erfitt fyrir ótruflaða skynsemi að gera sér grein fyrir því, að nú þegar öll hin ytri skipulagning þjóðfélaganna færist í sócialistiska átt — þeirrar skipulagstilraunar mannanna, sem á breiðustum grundvelli hefur byggt — og tekur meira og meira upp hið hagræna kerfi hennar, þá verðuur óumflýjanlega afleiðingin sú, að aldrei hefur þvílik vá staðið fyrir dyrum mannkynsins. Því undir sócialistisku eða hálf- sócialistisku skipulagi, nær ein- staklingurinn sem n.úgmenni svo mikilli þjálfaðn starfshæfni í efnis- legri tækni, en jafnframt aðeins starblinda og innilokaða sérþekk- ingu og yfirsýn alla sviðbundna, að þeir verði á skömmum tíma aðeins hlutur í vélrænum dauðkerfum, ægilegri og voldugri í meðferð hinna efnislegu orkulinda, en nokk- 'irn hefur dreymt. Svo hlýtur að fara ef persónu- legum vaxtarþroska þeirra verður ekki gefinn öll skilyrði að sama skapi, sem skipulagsþróun vex. Og hin óumflýjanlega afleiðing slíkrar efnislegra dauðkerfa þróun- ar með blinduðum vélmennum yrði tortýming og aleyðing mann- kynsins ótrúlega miklu fyrr en okkur varir. * Allar vorar yfirsjónir, breysk- leikar og afbrot eru eingöngu metnar, mældar og vegnar eftir því, hvað aðrir einstaklingar tapa, eða telja sig geta tapað á slíkum gjörðum hinna einstöku. Hvert eitt afbrot, hver vor mis- gjörð, verður stór eða smá, verður aðeins til sem veruleiki samkvæmt því mati, samkvæmt þeim eina mælikvarða, þeirri einu vog, því, hve hið fjárhafeslega tap annarra, beint eða óbeint, kann að geta orð- ið fyrir þá sök. Ef afbrotið hefir ekki í för með sér nein töp á veraldlegum verð- mætum fyrir aðra, eða skapar

x

Einn Helsingi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.