Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 8

Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 8
6 EINN HELSINGI handa þjóðfélaginu einum og ein- um þeirra einstaklinga, sem hlotið hefðu ríkmannlegt pund í vega- nesti, en sem það sjálft vaeri svo á góðum vegi með að myrða og mylja sundur í helkvörn stein- runninna lögmála, — kæfi í gas- eitruðum grafhvelfingum rotnaðra erfðakenninga og lífsskoðana, — og sundurslíta ögn fyrir ögn í dauð- myrkvuðu helvíti vanþekkingar og múgsefjana með skipulagningar, vxtisvélinni — þessari him- inkljúfandi alætu, sem geysar í brennandi eldslogum tortímingar- innar út frá horfnum heimum yfir alla verandi mannlegra skynjana og inn í óséðar verðandir þeirra, — með alla hina vitóðu veröld á hælum sér æpandi: „Drepið ein- staklinginn, — lifi heildin!" — Þennan ógnum fyllta dauðadóm heildarinnar yfir sjálfri sér. Og hvflð okkur snertir, þessa fá- mennu fjölskylduþjóð, þá mun ekkert okkar, svona hvert fyrir sig, neita þeirri staðreynd, að það er ekki all-lítill hópur úr þeirri fjöl- skyldu, sem farið hefur „í hund- ana“ — í „óreglu og drykkjuskap", — góðra og glæsilegra mannsefna, — jafnvel afburðamanna, — svona ár frá ári. — Já, horfið oss fyrir fullt og allt, án þess að nokk- urs staðar sjáist spor eftir þá á jörðinni; — týnzt og fótumtroðist, án þess að við fengum að sjá eða njóta nokkurra ávaxta af pundi þeirra. Eða, þegar bezt hefur gegnt, aðeins fengið í arf eftir þá fáein og örsmá brot þess, sem þeir hefðu getað lagt fram til lífsins, af varan- legum verömætum, —;þeim einu varanlegu verðmætum, sem mað- urinn getur eignast: þekkingu og yfirsýn um hin ýmsu svið mann- legs lífs og þróunar. Flest okkar mun víst geta bent á eitt og jafnvel mörg slík dæmi frá eigin persónulegri reynslu eða viðkynningu, — og enn fleiri af o. ðspori. Og þeir sem nokkra yfir- g> ipsþekkingu ha'a á sögu þjóðar- innar, gætu svo haldið áfram að telja upp endalausar raðir af slík- um harmsagnahetjum og píslar- vottum þjóðfélagsins lengst aftur í aldir, — þó að þessi tortímandi bölsbylgja bryti ekki og flæddi yf- ir þjóðina í allri sinni ógn, fyrr en helstormur fordæmandi og vitóðr- ar banntrúar — og skynlaust vín- hatur ístöðulítilla smásálna, skall á og geysaði yfir landið, — kæf- andi hverja rödd mannlegrar skyn- semi með öskrum og æðisópum vanmáttarkenndarinnar. En fyrir tilverknað þess óveðurs mun nú heldur enginn neita því, að hann sé sér þess meðvitandi hvílík óhemjusóun hafi átt og eigi sér stað, á hæfileikum og vaxtar- skilyrðum þeirra og ómetanlegum, andlegum verðmætum. Enda er sá sónninn sunginn hátt af öllum hin- um bann- og bindindisóða trúboða- lýð og valdboðspostulum. — Þess- um vesalings fáráðlingum, sem svo heimta meira af lögmálsfjötrum, þrengri reglugerðakerfis og flóknari og stærri, — grundvallarlaus, skipulagsbákn, —- allt þetta sem er upphaf alls ills og hin eina og al- gjöra orsök meinsins, og næring þess. Þessa sívaxandi meins, sem

x

Einn Helsingi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.