Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 16

Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 16
14 EINN HELSINGI ég leitaði ekki persónulega til eins eða neins um neins konar aðstoð, er gæti orkað á áskriftaaukningu, — nei, og ekki svo mikið sem að reyna að fiska mér sjálfum nokkur hughreystandi, hliðholl ummæli; ekkert óviðkomandi réttlætishrópi einstaklingsins til sam- félagsins mátti komast þar að, engin utanaðkomandi áhrif. Öll mín eigin hugró var líka undir þvi komin, og allt mitt vald á brest- andi taugakerfi var því háð, að engar efasemdir um þær kenndir og hugsan- ir, sem á bak við svörin lægju, gætu slæðzt að. Slíkar efasemdir hefðu þá jafnóðum gert að engu þann styrk og hugfrið, sem ég leitaði eftir. En það var einmitt það sem þau tryggðu mér, nöfnin, sem bárust með hinum fyrstu svörum — nöfnin bak við hinar fyrstu pantanir þessa rits, að svo færi ekki. Þau, og jafnframt all- mörg einkabréf frá þjóðkunnum gáfu- og ágætismönnum, sem bárust mér um þcssar mundir, sýndu mér og sönnuðu alveg ótvírætt, að á bak við þau og pantanirnar á riti hins ákallandi, lá fyrst og fremst hinn samfélagslegi skilningsvilji — sá skilningsvilji, er skapast af meðfæddri félagshyggju og réttlætiskennd, — þeir aðalþættirnir, sem fyrst og fremst skilja á milli manns og dýrs. •Það var fólkið með hina lifandi og leitandi hugsun, sem svaraði. Það voru hinir sjáandi, sem viðurkenna gildi þcss smáa víðar en á pappírnum og í ræðustólnum. Það var fólkið, sem ekki cr svo fjötrað í skoðanakerfum eða trúandi óskeikulleik á eitt eða annað, að það gleymi frumskyldu mannsins gagnvart samfélagi sínu og samfélags- ins gagnvart þvi. Ef þrautreynd vinátta eða með- aumkun hlýbrjósta málkunningja hefði að mcstu leyti búið að baki þeirra svara, sem fyrst bárust við ákalli mínu, — ef þær góðu og fögru kennd- ir hefðu skapað fyrstu blaðsíðuna i nafnaskrá frjálsrar og fordómalausrar hugsunar á íslandi 1944, þá hefðn vonir minar lamazt svo, að ég veit ekki hvort ég hefði borið barr hugsanalífs mins heilt úr þessum leik. Nei, en því fór fjarri, að svörin bær- ist mér á vængjum góðrar viðkynning- ar og vinarþels, þegár fáeinum meðal þeirra allra fyrstu sleppir. — Eg varð og hefi orðið, þvert á móti, fyrir mörig- um vonbrigðum persónulega, mjög mörgum. Tilfinningar mínar hafa fttndið margar sárar stungur í bak^og brjóst og kippzt við. En slikt liður frá eftir stundar umhugsun og rólega at- hugun. Og i staðinn hefur mér hlotnazt það, sem mest er um vert fyrir sér- hvcrn. Sá friður hugsanalífsins, sem skynjandi mannveru er óumflýjanleg nauðsyn og sú öryggiskennd, sem gerir unnt að skynja mannlegt samfélag og viðhalda þeirri einu trú, sem er nauð- synleg — trúnni á óbrjálað mannvít, mannréttindi og mannlega eiginleika, tilveru manneðlisins í stuttu máli. Og þó eitthvað hafi glatazt af per- sónulegu trausti mínu á vináttu ein- staklinga, þá hefi eg í þess stað eign- azt meiri almenna mannstrú — lífstrú. Svo víða veit eg nú að finnast hlust- andi vökumenn fyrir samfélag mann- anna. Og þessa haustdaga 1944, meðan jörðin seig, jafnt og þétt, lengra og dýpra inn í myrkur hinna löngu geim- nótta, þá birtust mér dag frá degi leit- andi mannshugir, einn af öðrum. Og það var þá, sem eg sá þá raða sér og þéttast og móta drættina í mynd hins íslenzka hugarfars á þessu örlagaríka ári i þjóðarsögunni. Fáa en fastmcitlaða og óafmáanlega drætti í hina ófölsuðu mynd af sam- félagslegum frjálshuga hennar for-

x

Einn Helsingi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.