Fréttablaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 2
Kvenþjálfarar mættust í körfubolta Breiðablik vann góðan sigur á KR í fyrstu deildinni í körfubolta kvenna í gær. Blikar skoruðu sextíu stig gegn 55 stigum KR-inga. Þjálfararnir, Heið- rún Kristmundsdóttir og Hildur Sigurðardóttir, horfa hér einbeittir á leikinn en þrjár konur þjálfa lið í deildinni . Fréttablaðið/anton brink Veður Snýst í suðvestanátt með skúrum en á fjallvegum má búast við slydduéljum eða krapa. Á N- og A-landi er þó úrkomu- lítið og ætti að sjást vel til sólar. Það kólnar lítið eitt þegar líður á daginn, og hiti víða 0 til 5 stig. sjá síðu 44 Umhverfis jörðina Sigling frá Hawaii til Ástralíu | 30.sept. – 23. okt Verð frá: 809.900 kr. VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS og 12.500 Vildarpunktar. Á mann m.v. 2 í ytri klefa með svölum með Celebrity Solstice. Verð án Vildarpunkta: 819.900 kr. Fararstjóri er Þóra Valsteinsdóttir. Vill kaupa hlut í virkjuninni Reykjavík Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í velferðarráði Reykja- víkurborgar leggja til að dregin verði til baka sú ákvörðun að starfs- fólk Reykjavíkurborgar fái aðgang í sund sér að kostnaðarlausu. Tillagan er rökstudd með því að flestir starfs- menn borgarinnar séu langt yfir lág- markslaunum og hafi ekki þörf fyrir niðurgreiddar sundferðir. Tillagan var lögð fram í framhaldi af því að tillaga var samþykkt í velferðarráði um að sundferðir og bókasafnsskír- teini verði gjaldfrjáls fyrir atvinnu- lausa Reykvíkinga og einstaklinga með fjárhagsaðstoð frá borginni. Áslaug Friðriksdóttir, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, segir í sam- tali við Fréttablaðið að sér finnist rétt að ræða hvort þessi styrkur sé sjálfsagður. „Og ef þetta er líkams- ræktarstyrkur eins og mörg fyrir- tæki greiða að þá hlýtur það að vera launakostnaður. Mér finnst eðlilegt að þetta sé gegnsærra og það er það sem ég er að fara með þessu.“ Áslaug segir að tillögunni hafi verið frestað í velferðarráði í gær og býst við því að hún verði rædd í borgarráði. „Mér finnst allt í lagi að leggja þetta til. Ef það koma einhver rök fyrir því að þetta eigi að vera, að þetta sé sjálfsagt og allt fært rétt, þá bara skoðum við það,“ segir Áslaug. Magnús Már Guðmundsson segir að starfsfólki hafi staðið til boða sundferðir sér að kostnaðarlausu í langan tíma. „Þetta átti um tíma einnig við um söfn og Fjölskyldu- og húsdýragarðinn en var tekið af. En sundið er ennþá inni og það er bara liður í því að gera vel við starfsfólk og heilsuefling í leiðinni,“ segir Magnús Már. Hann tekur fram að ekkert af þessu eigi við um kjörna fulltrúa. Ókeypis sundferðir heyri sögunni til Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur til að starfsmenn borgarinnar fái ekki ókeypis í sund. Vill umræðu um málið í borgarstjórn. Borgarfulltrúi Samfylk- ingar telur mikilvægt að gera vel við starfsfólk og efla heilsu. nokkrir gestir voru á leið í laugardalslaugina í gær. Stök sundferð kostar 950 krónur. Magnús Már segir það lið í heilsueflingu að gefa starfsmönnum ókeypis aðgang. Fréttablaðið/Ernir Starfsmenn sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu fá ólík boð eftir því hvar þeir eru. Samkvæmt upplýs- ingum frá Kópavogi fá starfsmenn bæjarins hvorki ókeypis á bókasafn né í sund en í Mosfellsbæ fá starfs- menn árskort í sund sér að kostnað- arlausu. „Það var gert á vegum þess að við erum heilsueflandi samfélag og viljum hvetja fólk til hreyfingar,“ segir Aldís Stefánsdóttir, forstöðu- maður þjónustu og samskipta, hjá Mosfellsbæ. jonhakon@frettabladid.is viðskipti Borgarbyggð hefur borist tilboð í 0,93 prósenta eignarhlut sveit- arfélagsins í Hellisheiðarvirkjun frá einkahlutafélaginu MJDB. Byggðarráð hefur falið sveitarstjóranum Gunn- laugi A. Júlíussyni að ræða við með- eigendur Borgarbyggðar í eigninni, Reykjavíkurborg og Akraneskaupstað. Þetta kemur fram í fundargerð byggðarráðsins vegna fundar þess síðasta fimmtudag. Hellisheiðar- virkjun er í eigu Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Eins og Fréttablaðið greindi frá hafnaði stjórn OR tilboði sem barst 2. desember í virkjunina. Kom þá fram að engin ákvörðun hefði verið tekin um sölu virkjanasamstæðu OR og að slíkt væri ekki á færi stjórnar heldur eigenda fyrirtækisins. Farið var með tilboðið sem trúnaðarmál og ekki greint frá því hver lagði það fram eða upphæð þess. Reykjavíkurborg á 93,54 prósenta hlut í OR og Akraneskaup- staður 5,53 prósent. – hg samfélag Kvikmyndastjarnan Jackie Chan, lék í eigin áhættuat- riðum á Íslandi fyrir myndina Kung Fu Yoga. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart enda hefur hann aldrei notað tvífara til að sjá um sín áhættuatriði. En Chan, sem er orðinn 62 ára, fór í aðgerð í London aðeins nokkrum dögum fyrr og átti því erfitt með að beita sér af fullum krafti. Chan var í Singapore í gær að kynna myndina þar sem hann sagðist hafa þurft að leita til læknis vegna verkjar í fætinum en eftir skoðun var ákveðið að senda hann í aðgerð. Hann flaug svo til Íslands skömmu síðar. „Ég hefði geta stöðv- að framleiðsluna til að jafna mig. En eftir að hafa ferðast til Íslands ákvað ég að gera þetta sjálfur. Þetta var svo stór mynd að ég gat ekki látið allt fólkið bíða bara eftir mér,“ sagði Chan á blaðamannafundi. Tökur á myndinni fóru meðal annars fram í Skaftafelli og við Svínafellsjökul og þurfti Chan að leika í ísköldu vatni samkvæmt frá- sögn hans. „Ég þurfti að stinga mér ofan í ískalt vatn í tíu stiga frosti,“ sagði hasarhetjan. Í myndinni leikur hann kínverskan fornleifafræðing að nafni Jack sem reynir að finna týndan fjársjóð Magadha-veldisins ásamt indverska prófessornum Ashmita og aðstoðarmanninum Kyra. Amyra Dastur og Disha Pat- ani leika aðalhlutverkin. Myndin verður frumsýnd um helgina í Singapore. – bb Lét Ísland ekki stoppa sig Hasarhetjan Jackie Chan er enn í fullu fjöri. nordiCpHotoS/GEtty Ef þetta er líkams- ræktarstyrkur eins og mörg fyrirtæki greiða að þá hlýtur það að vera launa- kostnaður. Mér finnst eðlilegt að þetta sé gegnsærra. Áslaug Friðriksdóttir 2 1 . j a n ú a R 2 0 1 7 l a u g a R D a g u R2 f R é t t i R ∙ f R é t t a B l a ð i ð 2 1 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 9 6 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 0 3 -1 6 4 C 1 C 0 3 -1 5 1 0 1 C 0 3 -1 3 D 4 1 C 0 3 -1 2 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.