Fréttablaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 22
eitthvað í þjóðarvitund okkar sem gerir það að verkum að við erum einhvern veginn ekki tilbúin að fylgja reglum nema þær séu skyn- samlegar, og okkur sé sýnt ákveðið traust.“ Reglur virka ekki einar og sér „Ég hef t.d. fengið foreldra barna til mín sem kvarta yfir því að barnið eða unglingurinn sé alltaf á netinu. Þau hafa spurt hvort eigi að setja reglur um einhverja X notkun á dag. Ég segi nei. Reynið frekar að fá barnið til að gera eitthvað annað, með þér; fara út að ganga eða gera eitthvað saman. En svo veit ég að það er til app sem er handhægt og snið- ugt þar sem foreldri getur lokað fyrir tölvunotkun á heimilinu í ákveðinn tíma. Og það er gott og blessað. En það verður að gerast í sátt við barnið. Samtalið þarf að hafa átt sér stað. Reglur eru fínar en þær virka ekki einar og sér. Svo eru börn auðvitað ólík. Ein af stærstu áskorununum í mínu lífi var að eignast tvíbura, sem eru fæddar með mínútu millibili, og eru eins ólíkar og hægt er. Eins og dagur og nótt. Ég sem félagsfræð- ingur sem stúdera áhrif umhverfis á okkur og hegðun okkar og líðan – þar lærði ég í eitt skipti fyrir öll hvað genetísk áhrif skipta miklu máli,“ segir Inga Dóra og hlær. Hverfið skiptir mestu Inga Dóra segir rannsóknir sýna að samfélag og hverfi til að mynda hafi áhrif umfram aðstæður heima fyrir. „Þannig að í skólum þar sem net foreldra er þétt gengur öllum börn- unum betur, óháð því hvort barnið eigi foreldra í þessu neti eða ekki. Við sjáum að það eru minni líkur á að það neyti vímuefna, svo dæmi sé tekið. Íþróttaiðkun dregur úr líkum á þunglyndi hjá öllum, en hefur meiri áhrif meðal þeirra ungmenna sem búa við erfiðar aðstæður. Það segir manni að það er hægt að koma inn og ná til þeirra krakka sem búa við erfiðar aðstæður eða líður ekki vel, með umhverfisþáttum. Við höfum líka séð að í hverfum, þar sem fjölskylduátök eru mikil, eru öll börn líklegri til að vera í sjálfsvígshættu, óháð því hvort fjölskylduátök eigi sér stað heima hjá þeim eða ekki. Klisjan um að það þurfi þorp til að ala upp barn, hún á nefnilega við.“ Hún rifjar upp að þegar farið var af stað í átak gegn vímuefnaneyslu fyrir mörgum árum voru settar útivistarreglur sem giltu fyrir alla krakka alls staðar. „Þetta er enn á ísskápnum heima hjá mér. Þetta eina, litla atriði hafði veruleg áhrif í þessu forvarnarstarfi. Með sama hætti gætum við búið til fleiri sátt- mála, þannig að hvert og eitt heimili þurfi ekki að setja reglur fyrir sig. Kannski gætum við sagt að það að vera heima þýðir að þú ert ekki í tölvunni, því ef þú ert bara á netinu þá ertu ekki heima, þú ert í raun- inni annars staðar. Foreldrar geta líka verið góðar fyrirmyndir í því og lagt sjálfir símann frá sér,“ segir Inga Dóra og hlær. Smáragötubörnin Inga Dóra er gift Símoni Sigvalda- syni, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þau eiga saman þrjár dætur og einn son – sem reyndar kom ekki til þeirra fyrr en í nóv- ember síðastliðnum. Hann flúði frá Kúrd istan, með viðkomu í átta löndum – Ísland er það níunda. Lífið er litríkt á heimili þeirra hjóna á Smáragötu í Reykjavík og Inga Dóra segir að um sé að ræða eins konar félagsmiðstöð. Raunar segir hún að það sé lágmark fyrir öll börn að eiga að minnsta kosti tvær mæður og er náin vinum barna sinna. Hún segir marga líta á Smáragötuna sem sitt annað heimili og finnst gott af því að vita. „En Danyal er eins og hann hafi alltaf verið hjá okkur. Hann er yndislegur. Eins og mamma hefði sagt, þessum dreng er ekki fisjað saman. Hann hefur gengið í gegn- um ótrúlega erfiða hluti, en tekst á við lífið með svo fallegum hætti. Doktorinn í mér fylgist auðvitað vel með honum, venjum, svefni og samskiptum – og hann er algjörlega einstakur. Hann er „survivor“. Hann er sautján ára gamall. Við erum að veita honum skjól og stuðning og okkur þykir rosalega vænt um hann, eins og börnin okkar, en hann á auðvitað blóðfjölskyldu og það besta væri ef þau næðu saman aftur einhvern tíma. En það er alltaf gott að eiga eina aukamömmu. Öll börn ættu að eiga að minnsta kosti tvær,“ segir hún hlæjandi. Ein vika í einu „Við tökum bara einn dag í einu og eina viku í einu og þetta gengur vel. Honum virðist líða ágætlega. Hann er eina barnið mitt sem segir mér reglulega: „I’m so happy“. En svo er hann auðvitað bara eins og við öll hin; á sína daga þar sem hann er lítill í sér, líður ekki vel og saknar fjölskyldu sinnar í Kúrdistan. En í síðustu viku byrjaði hann í Tækni- skólanum að læra íslensku og það gengur vel. Ég vil honum bara allt það besta og ég er svo glöð að hann hafi sóst eftir betra lífi, með því að koma alla þessa leið. Ég held að við myndum öll reyna það í hans sporum.“ Inga Dóra verður ögn alvarlegri þegar hún ræðir um mál innflytj- enda og flóttamanna á Íslandi. „Við eigum öll að taka vel á móti þeim. Það er ekkert sem segir að fjölmenningarsamfélag geti ekki verið jafn gott og önnur samfélög. Það er á okkar ábyrgð að koma þeim inn í samfélagið, veita þeim það sama og allt mannfólk þarf og mér verður svo tíðrætt um, stuðn- ing, traust og tilgang. Við verðum að læra af mistökum annarra landa í þessum efnum og gera betur. Það er á okkar ábyrgð hvernig kynslóðir innflytjenda munu hafa það á næstu árum og áratugum.“ Plastbarkamálið tafði Ingu Dóru er ekki fisjað saman, frekar en syni hennar Danyal. Nú rétt fyrir jól fékk hún þriðju stöðu sína sem rannsóknarprófessor við Karolinska Institutet í Stokk- hólmi, en sú staða bætist við stöðu hennar við Háskólann í Reykjavík og Columbia-háskóla í New York. Ferlið var langt og strangt, til þess að fá loksins stöðuna við Karolinska. „Þetta er sambærileg staða og Paulo Macchiarini, sem var viðriðinn plast- barkamálið svokallaða [innsk. blm. Þegar Macchiarini græddi plast- barka í Erítreumaninn Andemariam Beyene sem var búsettur á Íslandi. Hann dó tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina vegna þess að plastbark- inn virkaði aldrei sem skyldi. Talið er að margar af helstu reglum læknis- fræðinnar hafi verið brotnar í mál- inu.] hafði við skólann, þannig að þeir fara mjög ítarlega yfir feril þeirra sem þeir fá inn til sín þessi dægrin. Ég var alltaf alveg að fá stöðuna, en svo tafðist það alltaf út af einhverju. Þegar ég loksins fékk bréfið og stað- festingu á stöðunni nú fyrir jól sagði maðurinn minn að hann gæti ekki skálað við mig enn einu sinni út af þessu,“ segir Inga Dóra og skellir uppúr. Frá New York til Stokkhólms En er ekki nóg að hafa stöðu í New York og í Reykjavík, af hverju bætt- irðu Svíþjóð við? „Ég er þannig manneskja að ég nærist á umhverfi mínu. Ég gat til dæmis ekki verið á Íslandi í hruninu því að ég þrífst svo illa í neikvæðni. Þá færði ég mig til New York. Ég elska borgina og ver þar miklum tíma. En það má eiginlega segja að þegar Trump fór í sína kosningabaráttu, og vann síðan kosningarnar, þá hafi ákvörðunin verið tekin fyrir mig.“ Inga Dóra og börnin – Danyal lengst til vinstri, Alanta og Sonja, en á myndina vantar Erlu, tvíburasystur Sonju. Við erum að Veita honum skjól og stuðning og okkur þykir rosalega Vænt um hann, eins og börnin okkar. en hann á auðVitað blóðfjöl- skyldu og það besta Væri ef þau næðu saman aftur einhVern tíma. en það er alltaf gott að eiga eina auka- mömmu. öll börn ættu að eiga að minnsta kosti tVær. HVERNIG KEMUR ÞÚ UNDAN SÓLINNI! AF HVERJU AÐ SÆTTA SIG VIÐ SÓLAR SKEMMDIR OG ÓTÍMABÆRAR LITABREYTINGAR VIÐ GETUM LAGAÐ ÁSTAND HÚÐARINNAR Fyrir Eftir PANTAÐU FRÍAN TÍMA Í SKOÐUN STRAX Í SÍMA 893-0098 Hraunbæ 102 • Reykjavík • S. 893 0098 • snyrtistofanhafblik@gmail.com Snyrtistofan Hafblik 2 1 . j a n ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r22 h e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 2 1 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 9 6 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 0 3 -4 7 A C 1 C 0 3 -4 6 7 0 1 C 0 3 -4 5 3 4 1 C 0 3 -4 3 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.