Fréttablaðið - 21.01.2017, Page 43

Fréttablaðið - 21.01.2017, Page 43
Ert þú til í eitthvað alveg nýtt? Brennandi áhugi á fólki Hæfileikar: Færni í samskiptum Löngun til að miðla og læra Ástríða fyrir þjónustu Við leitum að leiðtoga á þjónustusvæði okkar í Kringlunni sem mun móta okkar bankaþjónustu til framtíðar Bankaþjónusta snýst um samskipti. Hæfileikann til að setja sig í spor viðskipta- vinarins, mæta honum þar sem hann er staddur og leiðbeina honum um hvernig best er að leysa viðfangsefni hans, stór og smá. Hlutverk stjórnandans er að leiða teymi starfsmanna og bera ábyrgð á þjálfun þeirra, eiga jákvæð samskipti við viðskiptavini, leiðbeina þeim til farsællar framtíðar og halda utan um viðburði og tengsl. Viðkomandi þarf að hafa menntun eða reynslu til að takast á við þessa áskorun, hafa frumkvæði, sjálfstæði og leiðtogahæfni. Nánari upplýsingar um starfið veita Ásgerður H. Sveinsdóttir sviðsstjóri, sími 580 9602, netfang asgerdur.sveinsdottir@arionbanki.is og Hildur Sigurðardóttir mannauðsstjóri, sími 444 6364, netfang hildur.sigurdardottir@arionbanki.is. Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar. Sótt er um á arionbanki.is. Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Arion banki er líflegur og spennandi vinnustaður. Við vinnum með viðskiptavinum okkar að því að búa í haginn fyrir framtíðina. Við ræktum jákvæðan starfsanda og leggjum áherslu á að starfsfólk okkar þroskist og þróist í starfi með markvissri fræðslu og þjálfun. Straumlínustjórnun er hluti af daglegri menningu með stöðugum umbótum og samvinnu allra starfsmanna. Jafn réttur kvenna og karla til starfa er okkur hjartans mál og árið 2015 hlutum við Jafnlaunavottun VR. Saman látum við góða hluti gerast. Tekur breytingum og nýjum áskorunum fagnandi 2 1 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 9 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 0 3 -7 D F C 1 C 0 3 -7 C C 0 1 C 0 3 -7 B 8 4 1 C 0 3 -7 A 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.