Fréttablaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 28
Litríkar myndir úr íslenskum barnabókum sem gefnar voru út á síðasta ári prýða nú neðri hæð Gerðubergs í Breiðholti þar sem sýningin Þetta vilja börnin sjá! verður opnuð á morgun. Þetta er fimmtánda árið sem sýningin er haldin en í ár sýna 24 myndskreyt- ar verk sín úr 33 barnabókum. Inga María Leifsdóttir, verkefna- stjóri viðburða í Gerðubergi, segir þarfir barna sérstaklega hafðar í huga við uppsetningu sýningarinn- ar enda ljóst að viðfangsefni hennar sé ætlað börnum frá byrjun. „Mynd- ir sýnenda eru eins fjölbreyttar og þær eru margar og getur að líta verk bæði gamalreyndra teiknara sem fyrir löngu eru vel þekktir í heimi íslenskra barnabókmennta, sem og glæný verk myndhöfunda sem nú sýna í fyrsta sinn. Myndirn- ar eru hengdar frekar lágt á vegg- ina og hver bók hangir í bandi við myndirnar svo auðvelt er fyrir litlar hendur að skoða myndir og bækur upp á eigin spýtur.“ Fjölbreytt úrval Úrvalið af myndskreytingum á sýningunni er mikið að sögn Ingu Maríu enda ólíkur hópur sem kemur að sýningunni. Bæði er stíll viðkomandi myndlistarmanna og viðfangsefni þeirra margbreytilegt, sumt er litríkt og annað lágstemmt, sumt er um kónga og prinsessur og annað um dýr, fantasíu eða feimna krakka. „Hér getur til dæmis að líta myndir úr nýjustu Kuggs-bók- unum hennar Sigrúnar Eldjárn, sem í áratugi hafa verið fastagest- ir í bókahillum íslenskra barna. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, sem skemmtir landsmönnum reglulega með snjöll- um teikningum sínum, hefur verið að teikna Snuðru og Tuðru eftir Ið- unni Steinsdóttur upp á nýtt síðustu ár og á sýningunni eru myndir úr tveimur bókum um þær. Við sýnum líka myndir úr tveimur bókum sem eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmennabóka, Doddi: bók sannleikans, sem er mynd- skreytt af Elínu Elísabetu Einars- dóttur og Íslandsbók barnanna, sem er myndskreytt af Lindu Ólafsdótt- ur, sem hlaut Barnabókaverðlaunin í fyrra. En svo erum við líka með myndir eftir myndlistarmenn sem eru að myndskreyta sína fyrstu bók og hafa aldrei sýnt hjá okkur áður svo þarna má sjá allan skalann í ís- lenskum, myndskreyttum barna- bókum, bæði kunnugleg andlit og glæný.“ Mikill Metnaður Myndskreyttar íslenskar barna- bækur eru ótrúlega fjölbreyttar að sögn Ingu Maríu og mikill metnaður lagður í gerð þeirra. „Það er ómet- anlegt fyrir íslensk börn og íslenska menningu að út séu gefnar vandað- ar bækur sem eru myndskreyttar af íslenskum myndlistarmönnum. Þær gefa innsýn í heim sem talar til barna hérlendis og er þeim kunnug- legur. Í bókunum er oft verið að vísa í íslensk dýr og jurtir, siði og menn- ingu, og þó viðfangsefnið geti alveg verið alþjóðlegt eða framúrstefnu- legt leynast þar oftar en ekki stef og vísanir sem endurspegla reynslu- heim íslenskra barna.“ Sýningin verður opnuð kl. 14 á morgun en er að öðru leyti opin gestum og gangandi á opnunartíma Gerðubergs, virka daga frá kl. 8-18 og um helgar frá kl. 13-16. Henni lýkur 5. mars og heldur þá í ferðalag um landið. Nánari upplýsingar um sýninguna og sýnendur má finna á www.borgarbokasafn.is. Myndir sýnenda eru eins fjöl- breyttar og þær eru margar. Starri Freyr Jónsson starri@365.is „Það er ómetanlegt fyrir íslensk börn og íslenska menningu að út séu gefnar vandaðar bækur sem eru myndskreyttar af íslenskum myndlistarmönnum,“ segir Inga María Leifsdóttir, verkefnastjóri viðburða Borgarbókasafns. MYNDIR/ERNIR Stíll og viðfangsefni myndskreytanna er margbreytilegt eins og sjá má. Sterkir litir einkenna margar mynd- irnar á sýningunni. ÓMetanlegar Myndskreytingar Myndir í íslenskum barnabókum gefa innsýn í heim sem talar til barna hérlendis og er þeim kunnuglegur. Á morgun hefst sýning í Gerðubergi í Breiðholti þar sem 24 myndskreytar sýna verk úr 33 barnabókum. ÚTSALA Út Janúar HAMLAR KVÍÐI ÞÉR Í DAGLEGA LÍFINU? Ef svarið er „já“ gæti þriggja kvölda fræðsla Geðhjálpar um kvíða hjálpað þér að byrja að takast á við vandann. Fræðslan skiptist í þrennt: • Eðli, ástæður og afleiðingar kvíða Hugræn atferðlismeðferð Hjálplegt lesefni • Hvað heldur vítahring kvíða gangandi? • Hvaða leiðir eru færar til að leysa upp vítahringinn? Fræðslan fer fram í húsakynnum Geðhjálpar við Borgartún 30, 2. hæð, 8.,15. og 22. febrúar kl. 19.30 til 21.30. Skráning fer fram í gegnum verkefnisstjori@gedhjalp.is fyrir 1. febrúar. 2 1 . j a n ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r2 F ó L k ∙ k y n n i n G a r b L a ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G a r b L a ð ∙ h e L G i n 2 1 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 9 6 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 0 3 -4 2 B C 1 C 0 3 -4 1 8 0 1 C 0 3 -4 0 4 4 1 C 0 3 -3 F 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.