Fréttablaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 12
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Logi Bergmann Móðir Birnu, Sigurlaug Hreinsdóttir, lét hafa eftir sér að lög- reglan og björgunar- sveitirnar væru með hjartað í leitinni að dóttur sinni. Er hægt að fá fallegri eða betri með- mæli?" KOMDU Í – dásamleg deild samfélagsins OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17 Fá mál hafa rist jafn djúpt í sál okkar litlu þjóðar og hvarf Birnu Brjánsdóttur. Ung, góðleg og efnileg kona með allt lífið fram undan hverfur sporlaust, og ýmislegt bendir til þess að hvarf hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Allir, ungir sem aldnir, finna til samkenndar vegna málsins. Þeir sem yngri eru hugsa til þess að heimur- inn sé ekki jafn saklaus og hann á það til að virðast í æskuljómanum. Eldri kynslóðir hugsa til eigin barna eða ættingja sem svo auðveldlega hefðu getað verið í sporum Birnu. Hún var einfaldlega á röngum stað á röngum tíma. Hvarf Birnu hefur hrist okkur saman. Samkennd þjóðarinnar hefur verið nánast áþreifanleg, og gott af því að vita að við stöndum saman sem einn maður þegar bjátar á. Þjóðin er stolt af lögreglu og björgunarsveitum. Framganga lögreglu hefur verið aðdáunarverð undir styrkri stjórn lögreglustjórans Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur og Gríms Grímssonar, yfirmanns rannsóknarinnar. Fumlaus og vel máli farinn hefur hann staðið upplýsingavaktina gagnvart þjóðinni í gegnum fjölmiðla dag og nótt. Nærgætnin við fjöl- skyldu og vini Birnu hefur skinið í gegn. Móðir Birnu, Sigurlaug Hreinsdóttir, lét hafa eftir sér að lögreglan og björgunarsveitirnar væru með hjartað í leitinni að dóttur sinni. Er hægt að fá fallegri eða betri meðmæli? Hlutverk fjölmiðla er að upplýsa almenning. Sú skylda er tekin alvarlega um leið og reynt er að sýna nærgætni og ábyrgð. Oft svíður undan staðreynd- unum sem greint er frá. Það er óhjákvæmilegt. En leiðarljósið er að gæta sannleikans og fara einungis fram með sannar og áreiðanlegar fréttir. Í máli eins og þessu reynir á samspil við lögreglu því ekki má spilla rannsóknarvinnunni. Það er vandratað einstigi í hraðri atburðarás – enn frekar með tilkomu sam- félagsmiðla, sem flest fólk fylgist með. Vonandi hefur okkur tekist bærilega til – við höfum að minnsta kosti vandað okkur eftir megni. Margir hafa komið að atburðarásinni síðustu daga. Hver á sinn hátt. Lögreglan hefur stýrt rannsókninni af festu, björg- unarsveitirnar bregðast aldrei, almenningur hefur staðið vaktina, meðal annars á samfélagsmiðlum, með þeim hætti að umhyggja og fallegar hugsanir hafa skinið í gegn. Ekki er svo hægt að fyllast öðru en aðdáun þegar fylgst er með fjölskyldu og vinum Birnu sem hafa staðið sig eins og hetjur allt frá því að móðir hennar steig fram og kallaði eftir aukinni aðstoð vegna hvarfsins. Tilfinningin er sú að allir hafi gert sitt besta. Allt þar til upplýst verður hvað varð um Birnu Brjánsdóttur bíðum við frétta í ofvæni og höldum í vonina í lengstu lög. Samstaða þjóðar Sameinuð í sorg Mér finnst eins og ég hafi lært eitthvað um íslensku þjóðina síðustu daga. Þjóðin hefur í sameiningu upplifað kvíða, ótta, vantrú, reiði en fyrst og fremst sorg. Þannig hefur hún sameinast í viðbrögð- um sínum við hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Sjaldan höfum við fengið að sjá jafn mikla samkennd og náungakærleik. Á þessum erfiðu dögum er huggun í að sjá hve mikla hluttekn- ingu fólk sýnir. Ég veit um marga sem hafa ekki fest svefn af áhyggjum. Aðrir hafa farið út að leita og reynt að leggja sitt af mörkum. Öll á sama stað Manni finnst eins og öll þjóðin hafi verið á sama stað. Andvaka af áhyggjum af ungri stúlku, vonandi það besta en óttast það versta. Vaknandi á hverjum morgni með von um góðar fréttir sem ekki hafa komið. Hvarf Birnu hefur kallað fram önnur og meiri viðbrögð en ég man eftir. Meiri tilfinn- ingu og umhyggju en við eigum að venjast. Ótrúlega margir hafa deilt tilfinningum sínum á einlægari hátt en við sjáum dags daglega. En þessar miklu tilfinningar hafa líka aðrar hliðar, sem eru ekki jafn fallegar. Það ætti ekki að koma á óvart. Það er aldrei hægt að gera ráð fyrir að allir bregðist við á sama hátt. Reiðin hefur brotist út og fundið sér farveg. Sumir beindu henni að lögreglunni, aðrir að fjölmiðlum og nú síðast að Grænlendingum. Reiði er eðlilegur hluti áfalls og ætti ekki að koma óvart. Vissulega er tilefni til að reiðast yfir fólskuverki sem þessu. En við verðum að reyna að halda aftur af okkur. Að sama skapi er ekki hægt að búast við því að allt sem birtist á netinu sé okkur til sóma. Margt af því sem þangað hefur ratað átti ekkert erindi við neinn. En þar, og miklu víðar, á það við að yfirleitt er betra að hugsa aðeins áður en maður lætur eitthvað frá sér. Það er tilgangslaust að velta sér upp úr því en sjálfsagt að reyna að læra af því. Erfiðir tímar Við höfum líka átt erfið samtöl við börnin okkar. Reynt að útskýra fyrir þeim hvað sé að gerast og svarað spurningum sem við eigum ekkert sérstaklega góð svör við. Ég hef faðmað þau fastar en venjulega þessa síðustu daga. Við höfum sameinast í hugsunum okkar um Birnu. Um fjölskyldu hennar og vini. Okkur hefur liðið eins og við þekktum öll þessa tvítugu, glaðlegu stelpu sem fór út að skemmta sér með vinkonum á föstudagskvöldi. En það er ekki svo. Þó að við munum aldr- ei gleyma henni og þessum dögum, þar sem við höfum beðið milli vonar og ótta, þá munum við ekki upplifa lamandi sorg fjölskyldu hennar og vina. Það er engin leið fyrir okkur hin að gera okkur í hugarlund hvernig þeim líður. Megi fjölskylda og vinir Birnu finna styrk á þessum erfiða tíma. En þar, og miklu víðar, á það við að yfirleitt er betra að hugsa aðeins áður en maður lætur eitthvað frá sér. 2 1 . j a n ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r12 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð SKOÐUN 2 1 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 9 6 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 0 3 -3 8 D C 1 C 0 3 -3 7 A 0 1 C 0 3 -3 6 6 4 1 C 0 3 -3 5 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.