Fréttablaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 4
panda VERÐ FRÁ 1.999.000 KR. panda 4x4 cross VERÐ FRÁ 3.150.000 KR. panda 4x4 VERÐ FRÁ 2.890.000 KR.  atisland.is ÍTALARNIR ERU MÆTTIR TIL LEIKS. PANDA MEÐ EÐA ÁN FJÓRHJÓLDRIFS! KOMDU OG REYNSLUAKTU NÝJUM FIAT. VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR, RJÚKANDI HEITT KAFFI Á KÖNNUNNI ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI ÞVERHOLT 6 · 270 MOSFELLSBÆR · SÍMI: 534 4433 · WWW.ISBAND.IS VERÐ FRÁ 1.999.000 KR. VERÐ FRÁ 3.150.000 KR. VERÐ FRÁ 2.890.000 KR.  atisland.is ÍTALARNIR ERU TTIR TIL LEIKS. PANDA EÐ EÐA ÁN FJÓRHJÓLDRIFS! KOMDU OG REYNSLUAKTU NÝJUM FIAT. VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR, RJÚKANDI HEITT KAFFI Á KÖNNUNNI ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI ÞVERHOLT 6 · 270 MOSFELLSB R · SÍMI: 534 4433 · WWW.ISBAND.IS LögregLumáL Lögreglan og leitar- fólk hefur keyrt um slóða og stíga í grennd við höfuðborgarsvæðið á Kia Rio bifreið til að fá úr því skorið hvar er fært fyrir slíka bif- reið. Vegurinn á Strandarheiði upp að Keili, þar sem björgunarsveitir stóðu fyrir mikilli leit síðustu þrjá daga, er malarvegur og frekar stór- grýttur. Hann reynist erfiður á köfl- um fyrir almenna fólksbíla. Margar ábendingar hafa borist lögreglu um mannaferðir á svæðinu um helgina. Lögreglan hefur lagt alla áherslu á að kortleggja ferðir rauða bílsins sem Birna Brjánsdóttir var að öllum líkindum farþegi í, að morgni laug- ardagsins 14. janúar. Fram hefur komið að um fjórir tímar eru óút- skýrðir af ferðalögum bílsins eftir að Birna Brjánsdóttir hvarf. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu, segir að vegna þessa rúma tíma- ramma komi stórt svæði til greina til leitar. „Eins og staðan er núna þá erum við að tala um stóran hluta af suðvesturhorninu sem við getum ekki útilokað. Við erum að tala um Borgarnes, Selfoss og allt Reykjanes- ið. Svo má bara draga hring á milli.“ Ásgeir segir að þegar svæðið sé afmarkað sé jafnframt tekið tillit til þess kílómetrafjölda sem ekinn var á tímabilinu sem skipverjarnir á Polar Nanoq höfðu bílinn til umráða. Bíllinn er bílaleigubíll og því er grannt fylgst með akstri bíls- ins hjá hverjum leigutaka fyrir sig. Þegar þetta er skrifað hafa alls 292 björgunarsveitarmenn tekið þátt í leitinni að Birnu Brjánsdótt- ur. Björgunarsveitirnar komu fyrst formlega að málinu á sunnudags- kvöld. Sporleitarhundurinn Perla var fengin til að rekja slóð Birnu frá skemmtistaðnum Húrra en slóðin kólnaði við Laugaveg 31. „Á mánudeginum var ákveðið að kalla út sérhæft leitarfólk og kanna mjög vel svæðið í 300 metra radíus frá þessum punkti þar sem slóðin hvarf. Það fólk fór inn í öll port, kjallara, ruslageymslur og rusla- fötur. Það velti við hverjum steini,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upp- lýsingafulltrúi Landsbjargar. Á mánudag var einnig leitað í Urriðaholti og í Flatahrauni þar sem farsími Birnu tengdist síma- mastri á gömlu slökkvistöðinni. „Á þeim tímapunkti höfðum við ekkert annað,“ segir Þorsteinn. Seint á mánudagskvöld fundust Dr. Martens skór Birnu við Hafnar- fjarðarhöfn. Þá fór mikið púður í að kemba höfnina. Átta kafarar frá ríkislögreglustjóra og Landhelgis- gæslunni leituðu hennar í höfninni. Þá var notaður ómannaður dverg- kafbátur sem ber nafnið Gavia og er íslenskt hugvit. „Þetta er frábært tæki til að geta nánast ljósmyndað fyrir okkur botninn,“ segir Ásgeir Þór. Í gær fór mesta púður björgunar- sveitanna og lögreglu í að skipu- leggja leit helgarinnar sem verður ein sú umfangsmesta sem ráðist hefur verið í. Björgunarsveitarfólk af Suðurlandi og Vesturlandi hefur verið kallað til leitarinnar og leitin hefur verið skipulögð í þaula. Hafa svæði verið útilokuð sem eru ófær bílum eins og Kia Rio sem notast var við. „Í þessu máli eru vísbendingar af gríðarlega skornum skammti svo það er ekkert sem segir okkur að við eigum að bera niður á einum stað frekar en öðrum,“ segir Þorsteinn. snaeros@frettabladid.is Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða bílsins sem skipverjarnir voru á og nær fullvíst er að Birna Brjánsdóttir hafi verið farþegi í. Um 300 manns hafa þegar tekið þátt en von er á að mun fleiri leiti um helgina. Hundarnir ótrúlega nákvæmir Lögregla og björgunarsveitir hafa nýtt sér leitarhunda við leitina að Birnu Brjánsdóttur. Sporleitar- hundurinn Perla fékk lyktarsýni af Birnu áður en leitin hófst og rakti svo ferðir hennar frá Húrra að Laugavegi 31. Perla var einnig fengin til að leita hennar í Flata- hrauni en án nokkurs árangurs. Annars staðar hefur snjóflóða- leitarhundum verið beitt við leit. Hundarnir eru þjálfaðir til að leita að fólki á víðavangi. „Þegar þeir merkja eitthvað þá er yfirleitt fótur fyrir því. Hvert einasta tilvik þar sem hundur gefur eitthvað til kynna er skoðað mjög gaum- gæfilega,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. MIðbær reyjkavíkur 300 metra radíus frá staðnum sem sem Birna hvarf við Laugarveg 31. urrIðaholt vísbending: Sími Birnu benti til þess að hann væri á leið hingað þegar slökkt var á honum. Flatahraun vísbendíng: Símamastur nam síma Birnu. haFnarFjarðarhöFn vísbending: Skór Birnu. hvaleyrarvatn Lögreglan fór í tvígang að Hvaleyrarvatni vegna orðróms um að þar væri eitthvað að finna. StrandarheIðI vísbending: Bílljós á veginum að morgni laugardags sáust frá Reykjanesbraut. Við erum að tala um Borgarnes, Selfoss og allt Reykja- nesið. Svo má bara draga hring á milli. Ásgeir Þór Ásgeirs- son, yfirlögreglu- þjónn ✿ Leit björgunarsveitanna að Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi beiðni á allar svæðisstjórnir björgunarsveita á landinu um að leggja til mannskap í umfangsmikla leit að Birnu Brjánsdóttur. Verður leitin ein sú viðamesta sem hefur farið fram hér á landi í áraráðir. Leitarsvæðið björgunarsveitir munu fínkemba suðvestur horn íslands. 2 1 . j a n ú a r 2 0 1 7 L a u g a r D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 2 1 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 9 6 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 0 3 -2 A 0 C 1 C 0 3 -2 8 D 0 1 C 0 3 -2 7 9 4 1 C 0 3 -2 6 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.