Morgunblaðið - 29.06.2016, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 9. J Ú N Í 2 0 1 6
Stofnað 1913 150. tölublað 104. árgangur
EYRÚN ÝR OG
HRANNAR EFST
EFTIR FORKEPPNI
NÝ TÓNLEIKARÖÐ
BÍÓMYNDIR
OG STJÖRNUR
Í FÓTBOLTA
REYKJAVÍK CLASSICS 30 AF KVIKMYNDUM 33LANDSMÓTIÐ Á HÓLUM 14
Umfang spari-
sjóðakerfisins
hér á landi
minnkaði mikið á
liðnu ári þegar
þrír stærstu
sparisjóðirnir
voru sameinaðir
Landsbankanum
og Arion banka
eftir að í ljós kom
að lánasöfn
þeirra voru mun
verðminni en áður hafði verið talið.
Sjö sparisjóðir voru starfræktir á
Íslandi í upphafi ársins 2015. Í lok
ársins voru fjórir eftir, en sam-
anlagðar eignir sjóðanna fjögurra
námu 19,8 milljörðum króna um
síðustu áramót. Áramótin þar áður
námu eignir sjóðanna 56,4 millj-
örðum króna. Þannig höfðu eignir
sparisjóðakerfisins dregist saman
um 65% á milli ára. Sparisjóðirnir
skiluðu samanlagt 81 milljón í
hagnað á síðasta ári. »17
Lánasöfnin verð-
minni en talið var
Sparisjóðir Um-
fang lánasafna
minnkaði um 71%.
Álagning op-
inberra gjalda
einstaklinga
vegna tekna á
síðasta ári er um
mánuði fyrr á
ferðinni í ár en
vant er og verður
skattskráin
formlega birt á
morgun.
Skúli Eggert
Þórðarson ríkisskattstjóri segir að
aðgangur að álagningunni á netinu
sé nú þegar opinn á svæði hvers
skattgreiðanda. Einstaklingar geta
því strax í dag farið inn á sitt vef-
svæði á skattur.is og skoðað álagn-
ingarseðlana.
Inneign einstaklinga, s.s. vaxta-
bætur, barnabætur og ofgreidd
staðgreiðsla, verður greidd inn á
bankareikninga á föstudaginn, 1.
júlí nk. Kærufrestur vegna álagn-
ingar hefur verið lengdur og stend-
ur hann nú til 31. ágúst nk. »14
Opnað fyrir aðgang
að álagningu skatts
Skúli Eggert
Þórðarson
Sveitarstjórn
Rangárþings
ytra hefur
ákveðið að
stofna nýtt fyr-
irtæki, Rang-
árljós, til að
leggja ljósleið-
ara um dreifbýli
sveitarfélagsins.
Sveitarfélagið
hafði leitað til
fjarskiptafyrirtækja á landinu en
þau höfðu ekki áhuga á verkefn-
inu. Því gripu heimamenn til þess
ráðs að stofna sitt eigið félag sem
verður að fullu í eigu sveitarfé-
lagsins.
Verkefnið fékk styrk frá ríkinu í
gegnum átaksverkefnið Ísland
ljóstengt og vonast er til þess að
fyrstu bæirnir geti tengst því nú í
haust. »10
Rangárþing ytra
verður ljósvætt
Ljós Þykkvibær í
Rangárþingi ytra.
Velgengni Íslands á Evrópumótinu í
knattspyrnu eykur hamingju, sam-
kennd og samheldni í samfélaginu í
heild. Þetta segir Óttar Guðmunds-
son, einn reyndasti geðlæknir
landsins. Hann segir að velgengnin
sé jákvæð fyrir þjóðarsálina og
jafnvel þeir sem séu utanveltu í
samfélaginu upplifi sig sem hluta af
hóp því allir geti talað um fótbolta.
„Velgengnin eykur samkennd og
eyðir daglegum ágreiningi,“ segir
Óttar, sem telur að áhrifanna muni
gæta lengi því fótboltinn sé þannig.
„Danir til dæmis lifa enn á því að
hafa orðið Evrópumeistarar 1992.
Það er stærsta augnablik í þeirra
fótboltasögu og þeir tala enn um
það afrek.“
Hamingjusamir stuðningsmenn
Miklar annir hafa fylgt hinum
mikla fjölda áhangenda íslenska
landsliðsins í Frakklandi. Sendiráð
Íslands í París heldur uppi mikilli
þjónustu við íslenska stuðnings-
menn, en áfallalaust hefur gengið að
sinna Íslendingunum. Hafa þeir
sýnt af sér staka prúðmennsku, að
sögn sendiherra Íslands í Frakk-
landi, Berglindar Ásgeirsdóttur. Ís-
lendingar flykkjast nú næst til Par-
ísar, þar sem átta liða úrslit fara
fram, en Ísland leikur við gestgjaf-
ana, Frakka, og segist Berglind
spennt að taka á móti hópnum í höf-
uðborginni.
Sigur íslenska landsliðsins á Eng-
lendingum í Nice á mánudag hefur
fallið Frökkum vel í geð. Þótt
franska liðið teljist fyrirfram sig-
urstranglegra í viðureigninni biðja
franskir fjölmiðlar landslið sitt að
gjalda varhuga við hinum bar-
áttuglöðu víkingum sem komnir séu
inn úr svalanum og hræðist engan
kappleik og hafi hættuleg vopn í
farteskinu. Ísland og Frakkland
hafa mæst ellefu sinnum. Frakkar
hafa unnið átta sinnum en jafnteflin
orðið þrjú. Ljóst er að með sigri Ís-
lands myndi liðið halda áfram að
feta nýja braut í knattspyrnusög-
unni.
M »4, 5, 6, 18 og Íþróttir
Jákvætt fyrir þjóðarsálina
Velgengni Íslands á EM eykur samkennd og eyðir ágreiningi Íslenskir stuðn-
ingsmenn til fyrirmyndar í Frakklandi Ísland hefur aldrei sigrað Frakkland
Erla María Markúsdóttir
erla@mbl.is
Óttast er að allt að 50 séu látnir og yf-
ir 60 slasaðir eftir að hryðjuverka-
menn sprengdu sig í loft upp á Atat-
urk-flugvellinum í Istanbúl í
Tyrklandi í gærkvöldi. Skothvellir
heyrðust á flugvellinum skömmu eft-
ir sprengingarnar. Flugvöllurinn er
þriðji fjölsóttasti flugvöllur í Evrópu
og var því fjölmargt fólk í flugstöð-
inni þegar árásin var gerð.
Árásin virðist hafa hafist með skot-
hríð að lögreglu og að lögreglan hafi
svarað í sömu mynt. Skotbardaginn
hafi svo endað með þeim hætti að þrír
hryðjuverkamenn sprengdu sig í loft
upp með fyrrgreindum afleiðingum.
Í tveimur flugstöðvum
Að sögn Bekir Bozdag, dómsmála-
ráðherra Tyrklands, voru ódæðis-
mennirnir í flugstöðinni þrír hið
minnsta. Létu þeir bæði til skarar
skríða í innanlandsflugstöðinni og í
alþjóðaflugstöðinni. „Samkvæmt
upplýsingum sem ég hef fengið hóf
einn hryðjuverkamaður skotárás
með Kalashnikov-riffli við brottfarar-
svæðið fyrir alþjóðaflug áður en hann
sprengdi sjálfan sig í loft upp,“ sagði
Bozdag í samtali við fjölmiðla.
Lögregluyfirvöld í Tyrklandi telja
að hryðjuverkasamtök sem kenna sig
við Ríki Íslams, ISIS, séu ábyrg fyrir
árásinni. Aðferðin sem beitt var við
árásina og sú staðreynd að ferða-
menn eru meðal skotmarka þykja
benda til þess. Frumrannsókn á árás-
inni bendir einnig til að Ríki Íslams
standi á bak við árásina. Samtökin
höfðu ekki lýst yfir ábyrgð sinni á
árásinni seint í gærkvöldi.
Forseti Tyrklands, Recep Tayyip
Erdogan, boðaði til neyðarfundar
ásamt forsætisráðherra landsins og
yfirmanni hermála, um tveimur tím-
um eftir að tilkynning barst um árás-
ina.
Sjálfsmorðssprengjuárásin er sú
fjórða í Tyrklandi á þessu ári. Búast
má við að fjöldi látinna og slasaðra
komi til með að hækka. Öllu flugi til
og frá vellinum var aflýst eftir að
árásin var gerð.
AFP
Hryðjuverk Þrír menn sprengdu sig í loft upp á Ataturk-flugvellinum í Istanbúl í gærkvöldi. Sjálfsmorðsárásin er sú fjórða í Tyrklandi á þessu ári.
Tugir látnir í Istanbúl
Sjálfsmorðssprenging á Ataturk-flugvelli í Tyrklandi í gærkvöldi Óttast að allt
að 50 séu látnir og um 60 særðir Tyrknesk yfirvöld telja ISIS standa að árásinni