Morgunblaðið - 29.06.2016, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016
EM Í FÓTBOLTA KARLA
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Sigur íslenska landsliðsins í knatt-
spyrnu á Englendingum í Nice í
fyrradag hefur fallið Frökkum vel í
geð, enda grunnt verið á því góða
á íþróttasviðinu allt frá því Vil-
hjálmur bastarður og jarl af Rúðu
lagði heri Haralds Guðnasonar
Englandskonungs að velli í Hast-
ings árið 1066. Hafa Frakkar og
Englendingar löngum hlakkað yfir
óförum hvorra annarra og er engin
undantekning þar á nú. Og þótt
franska liðið teljist fyrirfram sig-
urstranglegra í viðureigninni gegn
Íslendingum í fjórðungsúrslitum
EM í fótbolta næsta sunnudag
biðja franskir fjölmiðlar landslið
sitt að gjalda varhug við hinum
baráttuglöðu víkingum sem komnir
séu inn úr svalanum og hræðist
engan í kappleik og séu með
hættuleg vopn í farteskinu.
Aldrei tapað fyrir Íslandi
„Það kom á óvart að Íslendingar
skuli mæta Frökkum næsta sunnu-
dag í fjórðungsúrslitum EM.
Franska liðið taldi að mótherjarnir
yrðu Englendingar. Góða fréttin í
þessu er að Frakkar hafa aldrei
tapað fyrir Íslendingum. Ellefu
sinnum hafa landsliðin mæst og
Frakkar unnið átta sinnum en
jafnteflin orðið þrjú,“ sagði frétta-
maður sjónvarpsstöðvarinnar
France2 í beinni útsendingu frá
bækistöðvum franska liðsins utan
við París í dag.
„Les Bleus“ [þeir bláu, eins og
franska liðið er jafnan nefnt]
mæta því til leiks sem líklegir sig-
urvegarar en það er staða sem oft
þykir óþægileg. Þeir verða að
gæta sín á Íslendingunum sem
hafa staðið sig framar væntingum
og hafa því engu að tapa. Franska
liðið verður að taka þetta íslenska
lið mjög alvarlega,“ sagði frétta-
maðurinn sem hugðist fylgjast
með æfingu franska liðsins í gær,
en hún fór fram fyrir luktum dyr-
um og sjónvarpsvélar fengu ekki
að koma nærri, slík var leyndin
yfir undirbúningi liðsins fyrir leik-
inn gegn Íslendingum.
Fyrsta frétt aðal kvöldfrétta-
tíma stærstu sjónvarpsstöðvar
Frakklands, TF1, í gærkvöldi, var
helguð árangri Íslendinga á EM.
Hafði stöðin sent blaðamann til Ís-
lands þar sem hann tók viðtöl við
fólk á förnum vegi og heimsótti
fótboltaskóla í Fífunni þar sem
ungir krakkar voru á námskeiði.
Myndir voru birtar frá fagn-
aðarlátum á Arnarhóli í gær og
fjallað um hversu bergnumdir
landsmenn væru vegna afreka liðs-
ins. Hamrað var á fámenninu í
samanburði við allt annað. t.d. að
íslenskir atvinnumenn í fótbolta
rétt fylltu hundraðið og heildariðk-
endafjöldi á Íslandi væri ekki
nema fimmtungur þeirra sem æfðu
og spiluðu á Parísarsvæðinu einu.
Þeir hræðast engan
Franskir fjölmiðlar forðast allir
að vanmeta íslenska liðið í skrifum
sínum fyrir leikinn gegn Frökk-
um. „Þeir hræðast engan,“ segir
blaðið Le Monde og varar liðs-
menn franska liðsins við að falla í
gildru sjálfumgleði. „Les Bleus
hafa unnið góða sigra en leikmenn
vonast allir sem einn til að verða
ekki næstu fórnarlömb þessara
lygilega góðu fótboltamanna sem
komnir eru inn úr kuldanum,“
bætir blaðið við. Þjálfarinn Didier
Deschamps hafi án efa búist við
Englendingum sem mótherjum en
verði nú að búa liðið undir aðra
mótherja og megi ekki vanmeta
leikmenn litlu 330 þúsund manna
norrænu eyjunnar.
Íþróttadagblaðið L’Equipe hyllti
sigur Íslendinga og lagði forsíðu
sína undir hann, undir yfirskrift-
inni „Afburðasnilld“. „Hinir
dásamlegu Íslendingar slógu Eng-
lendinga úr leik og spila næst í
fjórðungsúrslitum gegn „þeim
bláu“ komandi sunnudag,“ sagði
blaðið.
Risastórt afrek
Á vefsvæði sínu leitast vikuritið
l’Express við að setja árangur Ís-
lands á EM í pólitískt samhengi til
marks um hversu risastórt afrek
sé um að ræða. Segir blaðið það
jafn stórt og ef Francois Hollande
forseti færi með sigur af hólmi í
frönsku forsetakosningunum að
ári. Um það eru allir stjórn-
málaskýrendur sammála að ekkert
sé fjarri lagi en að hann nái end-
urkjöri. Í því samhengi sé árangur
Íslendinga stærri en kraftaverk.
Segir l’Express Íslendinga vera
hetjur Evrópumótsins og rætt er
um þá sem hina þrælsterku syni
norræna þrumuguðsins Þórs.
Blaðið Le Parisien birtir stóra
mynd á forsíðu sinni af Aroni Ein-
ari Gunnarssyni undir fyrirsögn-
inni „Stórskelfirinn íslenski“. Seg-
ir blaðið að hríslandi skjálfti hafi
farið um margan Englendinginn
fyrir þórdunur Íslendinganna.
Þrælsterkir synir þrumuguðsins
Sigur Íslendinga á Englendingum féll Frökkum vel í geð Franska landsliðið varað við sjálfumgleði
Ísland á forsíðum Franskar blaðaforsíður voru helgaðar Íslandi í dag.
Ein helsta sundstjarna Frakka
um þessar mundir, Yannick Agn-
el, er undrandi á frammistöðu
Íslendinga á EM. Hrifningin fer
ekki á milli mála á twitter-síðu
hans. „Verði Íslendingar Evr-
ópumeistarar mun ég synda
hringinn í kringum Ísland,“ seg-
ir hann. Út frá þessu mætti ætla
að hann haldi Íslendinga verða
Frökkum auðveld bráð. Enda
eina leiðin til að losna undan
eigin áskorun og komast hjá
4.988 kílómetra sundi í sjó sem
í júlí verður vart heitari en 11°C
er að franska liðið leggi Íslend-
inga í París komandi sunnudag.
Undrandi á
Íslendingum
SUNDÁSKORUN