Morgunblaðið - 29.06.2016, Side 14

Morgunblaðið - 29.06.2016, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Nei. Okkur skildist að allir hafi verið svo þreyttir eftir leikinn að þeir hafi farið beint að sofa,“ segir Pétur Björnsson lögreglumaður, spurður hvort lögreglan hafi sinnt eftirlits- störfum á Landsmótinu á mánudags- kvöld eftir sigur íslenska karlalands- liðsins í knattspyrnu á Englend- ingum. Sýnt var frá leiknum í tveimur reið- höllum á stórum skjám á mótssvæð- inu og var stemningin vægast sagt svakalega góð eins og alls staðar á landinu. Löggæsla á Landsmótum er mik- ilvægur þáttur á jafn fjölmennu mannamóti og Landsmótið er en bú- ist er við að um tíu þúsund manns muni leggja leið sína í Hjaltadalinn. Pétur og Kjartan Jón Bjarnason lögreglumenn sinna löggæslu á mótinu ásamt fleirum. „Við erum að koma okkur upp aðstöðu, lögreglu- stöð eins og er í öðrum þéttbýlis- kjörnum. Við erum að sníða af agnúa eins og innakstur á svæðinu svo þetta gangi allt smurt þegar allir eru komn- ir á svæðið,“ segir Pétur. Hann sinnti einnig löggæslu á síðasta Landsmóti sem haldið var í Skagafirðinum, nán- ar tiltekið á Vindheimamelum árið 2011. Honum líst vel á mótið, sérstak- lega svæðið allt sem hann segir vera til fyrirmyndar. „Það eru allir svo ánægðir með svæðið að þetta verður bara gleði.“ Kjartan Jón tekur í sama streng en þetta er fyrsta sumarið hans í lögregl- unni og líkar vel. „Þetta er víðfeðmara en ég hélt. Það er miklu meira sem þarf að hugsa út í og taka á en ég hafði gert mér grein fyrir,“ segir Kjartan Jón, spurður hvort eitthvað komi hon- um á óvart í starfi lögreglumannsins. Góð tilfinning að standa efst Hrannar frá Flugumýri II stendur efstur eftir forkeppni í A-flokki með einkunnina 9,04. Knapi hans er Ey- rún Ýr Pálsdóttir. A-flokkurinn var mjög sterkur í ár en til að komast í milliriðla þarf einkunnina 8,54. „Til- finningin er góð. Vonandi gengur jafn vel á morgun (í dag) en ég er full til- hlökkunar,“ segir Eyrún Ýr Pálsdótt- ir knapi Hrannars. Eyrún Ýr og Hrannar eru engir nýgræðingar en þau eru Íslandsmeistarar í fimm- gangi. „Þetta er ofboðslega þægur, yfir- vegaður og jákvæður hestur. Hann er alltaf til í að gera það sem hann er beðinn um. Frábær hestur,“ segir Eyrún Ýr. Hesturinn er úr ræktun og í eigu fjölskyldunnar á Flugumýri. Hann er undan Krafti frá Bringu og Hendingu frá Flugumýri. Milliriðlar í A-flokki eru í dag. Blautur dagur Þegar leið á gærdaginn fór að rigna en áhorfendur létu það ekki á sig fá heldur klæddu sig í pollagalla og horfðu stíft á gæðingana. Eftir forkeppni í unglingaflokki standa Villimey frá Hafnarfirði og Hafþór Hreiðar Birgisson með 8,62 í einkunn. Milliriðlar eru á morgun. Eftir keppni í milliriðlum í B-flokk stendur Loki frá Selfossi með 8,85 í einkunn og efstur inn í A-úrslit. Knapi hans er Árni Björn Pálsson. Morgunblaðið/Þórunn Keppendur Eyrún Ýr Pálsdóttir og Hrannar frá Flugumýri II, Íslandsmeistarar í fimmgangi. Hestamenn spakir eftir EM-leikinn  „Tilfinningin er góð,“ segir Eyrún með efsta hestinn í A-flokki Gæsla Pétur Björnsson og Kjartan Jón Bjarnason sinna löggæslu á mótinu. Það eru ekki horfur á veðurblíðu það sem eftir er vikunnar. „Næstu daga gæti veðrið verið með þeim hætti að lægðasvæði verði fyrir sunnan og austan landið. Það þýðir að það verð- ur ríkjandi norðaustlæg vindátt sem hefur í för með sér að flesta dagana verður dumbungur og frekar svalt í veðri norðan- og austanlands, bjart- ara syðra og hiti nálægt eða undir meðallagi fyrir þennan árstíma,“ seg- ir Einar Sveinbjörnsson veðurfræð- ingur. Einar segir veðráttuna á sumrin oft skiptast í tímabil, þannig geti sama veður verið ríkjandi í fimm til fimmtán daga og síðan verði um- skipti. Erfitt sé að sjá fyrir þessi um- skipti en ljóst að það verður engin sumarblíða á næstunni. „Það er ekkert sérstakt sum- arveður á landinu en heldur ekki al- slæmt. Við erum ekki að sjá daga framundan eins og við sáum í júní þegar það var gott veður um land allt,“ segir Einar. Gott í París, slæmt á Englandi Margir Íslendingar munu að öllum líkindum leggja leið sína til Parísar um næstu helgi. En hvernig verður veðrið þar? „Það ætti að verða fyr- irtaksveður í París á sunnudaginn, þar verður sól og sumarblíða,“ segir Einar. Bretar eiga hinsvegar ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en Einar segir veðrið þar vera hundfúlt og hvert úrkomusvæðið af öðru ganga þar yfir. elvar@mbl.is Dumbungslegt næstu daga  Lægð fyrir sunnan og austan landið Morgunblaðið/Eggert Dumbungur Það gæti orðið þung- skýjað yfir landinu næstu daga. Álagning opinberra gjalda einstak- linga vegna tekna á síðasta ári verð- ur lögð fram á morgun hjá ríkis- skattstjóra. Þá verða inn- eignir s.s. vaxta- bætur og barna- bætur og ofgreidd stað- greiðsla greiddar inn á bankareikn- inga á föstudag- inn 1. júlí. Sú breyting hefur verið gerð að gjalddagarnir til áramóta verða núna sex en ekki fimm eins og verið hefur samkvæmt upplýsingum rík- isskattstjóra. Mánuði fyrr á ferðinni Álagningin er núna fyrr á ferðinni en vant er eða mánuði fyrr en verið hefur á umliðnum árum og verður skattskráin formlega birt 30. júní eins og fyrr segir en Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri sagði að aðgangur að álagningunni á netinu væri nú þegar opinn á svæði hvers skattgreiðanda. Ekki er því útilokað að einstak- lingar geti strax í dag farið inn á sitt vefsvæði á skattur.is og skoðað álagningarseðlana. omfr@mbl.is Skattaálagning á einstak- linga lögð fram á morgun  Inneignir verða lagðar inn á bankareikninga 1. júlí Skúli Eggert Þórðarson Forvarnarverkefni, tengd erlend- um ferðamönnum, hafa gengið framar vonum, þrátt fyrir öra fjölg- un ferðamanna síðustu ár, að sögn Jónasar Guðmundssonar, verk- efnastjóra slysavarna hjá Lands- björg. Stór liður í forvörnum er að ferðamönnum gefist kostur á að senda inn ferðaáætlanir sínar. „Tölfræðin sýnir að þessi for- varnarverkefni sem eru í gangi hjá okkur og fleirum eru að skila ár- angri. Við erum að fá nokkur þús- und ferðaáætlanir á hverju ári í gegnum SafeTravel-vefinn okkar,“ segir hann. Þetta hafi í för með sér að síður þarf að hefja leitir að fólki, smærri leitarhópa þurfi í hvert skipti og björgunarsveitarfólk sé vel úthvílt fyrir stór verkefni. Einnig er boðið upp á vöktun, sem er einstök í heiminum. Sé ferðamaður ekki kominn heim úr ferðalagi á tilsettum tíma hefst eft- irgrennslan í samstarfi við lög- reglu. Aukinn þungi er síðan settur í leitina finnist viðkomandi ekki. Landsbjörg ráðleggur ferðalöng- um einnig að leigja ferðasenda seg- ir Jónas, nákvæm staðsetning berst þá innan þriggja mínútna og þá megi senda fámennari hóp leit- armanna á vettvang og auka líkur á að viðkomandi finnist fljótt og að hann sé í góðu ásigkomulagi. Forvarnaverkefni gefa góða raun  Fleiri senda inn ferðaáætlanir sínar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Leit Björgunarsveitarfólk í útkalli. Forvarnir minnka álagið til muna. Kæli- og frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 „Það eru alltaf fleiri og fleiri sem fara yfir í rafræn framtöl. Hefðbundin pappírsframtöl eru innan við 40 núna,“ segir Skúli Eggert Þórðarson. Kærufrestur vegna álagn- ingar hefur verið lengdur úr 30 dögum í 60 og er núna til mið- vikudagsins 31. ágúst. Færri en 40 HEFÐBUNDIN PAPPÍRS- FRAMTÖL SKATTSINS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.