Morgunblaðið - 29.06.2016, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016
29. júní 2016
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 123.7 124.3 124.0
Sterlingspund 164.91 165.71 165.31
Kanadadalur 95.03 95.59 95.31
Dönsk króna 18.433 18.541 18.487
Norsk króna 14.612 14.698 14.655
Sænsk króna 14.529 14.615 14.572
Svissn. franki 126.47 127.17 126.82
Japanskt jen 1.2083 1.2153 1.2118
SDR 172.52 173.54 173.03
Evra 137.14 137.9 137.52
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 171.5874
Hrávöruverð
Gull 1312.0 ($/únsa)
Ál 1592.0 ($/tonn) LME
Hráolía 48.43 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Vísitala neyslu-
verðs miðuð við
verðlag í júní 2016
er 436,3 stig og
hækkaði um
0,18% frá fyrri
mánuði, sam-
kvæmt nýrri mæl-
ingu Hagstofunnar.
Er þetta veru-
lega minni hækkun
en greiningar-
deildir bankanna höfðu spáð, en þær
spáðu 0,4%-0,5% hækkun vísitölunnar.
Mælist verðbólga síðastliðna 12 mánuði
1,6%, sem er hjöðnun frá fyrri mánuði
þegar hún mældist 1,7%.
Sá flokkur í mælingu Hagstofunnar
sem vó þyngst til hækkunar vísitöl-
unnar var flugfargjöld til útlanda. Er það
í samræmi við spár greiningaraðila, þó
að hækkunin hafi verið minni en þeir al-
mennt gerðu ráð fyrir. Einnig hækkaði
reiknuð húsaleiga og eldsneyti í kjölfar
nokkurrar hækkunar á heimsmarkaðs-
verði olíu.
Hins vegar hafði lækkun á póst- og
símaþjónustu áhrif til lækkunar á vísi-
tölunni. Er það einkum að rekja til lækk-
unar á farsímaþjónustu, sem lækkaði
um 6,9% milli mánaða, og internet-
þjónustu, sem lækkaði um 3,5%. Þá
lækkaði matur og drykkur, svo sem
heitir drykkir, sælgæti og grænmeti,
milli mánaða. Mjólk og egg hækkuðu
hins vegar.
Verðbólgan mun minni
en búist hafði verið við
Matvara Verðbólg-
an mælist nú 1,6%.
STUTT
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Umfang íslenska sparisjóðakerfis-
ins skrapp gríðarlega saman á liðnu
ári þegar þrír stærstu sparisjóð-
irnir voru sameinaðir Landsbank-
anum og Arion banka í kjölfar þess
að í ljós kom að lánasöfn þeirra
voru mun verðminni en talið hafði
verið. Þetta má lesa úr nýútkominni
skýrslu Fjármálaeftirlitsins um árs-
reikninga fjármálafyrirtækja.
Þannig varð alvarleg staða Spari-
sjóðs Vestmannaeyja opinberlega
kunn í lok mars í fyrra. Í kjölfarið
var hann sameinaður Landsbank-
anum. Í júní var ljóst að AFL
sparisjóður ætti ekki framtíð fyrir
sér í óbreyttri mynd og úr varð að
hann var sameinaður Arion banka.
Síðar í sama mánuði var Sparisjóð-
ur Norðurlands svo sameinaður
Landsbankanum.
Þannig voru sjö sparisjóðir starf-
ræktir í landinu í upphafi árs 2015.
Þegar árið var úti stóðu fjórir eftir.
Samanlagðar eignir sjóðanna fjög-
urra námu 19,8 milljörðum króna
um síðustu áramót en eignir sjóð-
anna sjö höfðu í árslok 2014 numið
56,4 milljörðum króna. Þannig
höfðu eignir sparisjóðakerfisins
skroppið saman um 65% milli ára.
Með tilfærslu sparisjóðanna þriggja
inn í viðskiptabankana dróst útlána-
safn sparisjóðakerfisins saman um
heil 71%. Þannig voru útlán spari-
sjóðanna 36,4 milljarðar í árslok
2014 en stóðu í 10,6 milljörðum um
síðustu áramót. Þrátt fyrir það juk-
ust útlán allra sjóðanna sem enn
starfa milli ára. Mest varð hlutfalls-
leg aukning í Sparisjóði Höfðhverf-
inga og jukust þau um tæp 18%. Þá
jukust útlán Sparisjóðs Suður-Þing-
eyinga um tæp 12%. Um 9% aukn-
ing varð hjá Sparisjóði Austurlands
og tæplega 1,7% aukning hjá Spari-
sjóði Strandamanna. Þótt hlutfalls-
leg aukning hafi orðið töluverð í til-
felli þriggja sjóða af fjórum, nam
heildarútlánaaukningin hjá sjóðun-
um fjórum aðeins ríflega milljarði
króna. Til samanburðar námu
heildarútlán viðskiptabankanna
þriggja ríflega 2.150 milljörðum um
áramót.
Innlánasafn sparisjóðakerfisins
dróst saman um 63% milli ára.
Þannig fóru heildarinnlán kerfisins
úr ríflega 48 milljörðum í árslok
2014 í tæpa 17,7 milljarða um síð-
ustu áramót. Líkt og í tilfelli útlán-
anna jukust innlán allra sparisjóð-
anna sem eftir standa. Mest varð
aukningin hjá Sparisjóði Stranda-
manna og nam hún 15,5%. Ríflega
13% aukning varð á innlánum í
Sparisjóði Höfðhverfinga og 10%
aukning hjá Sparisjóði Austurlands.
Aðeins varð 0,4% aukning innlána
hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga.
Minni samdráttur eiginfjár
Þó að eigið fé á vettvangi spari-
sjóðakerfisins hafi dregist verulega
saman þegar þrír stærstu sjóðir
landsins misstu fótanna, varð sam-
drátturinn hlutfallslega minni en
þegar litið er til eigna sjóðanna og
inn- og útlána. Þannig skrapp eigið
fé sjóðanna saman um 39% milli
ára. Stóð það í tæpum 1.760 millj-
ónum í árslok 2015 samanborið við
ríflega 2.870 milljónir ári fyrr.
Eignir sparisjóða skruppu
saman um 65% milli ára
Sjóðir Miklar breytingar hafa orðið á sparisjóðakerfinu á síðustu árum.
Útlán í sparisjóðakerfinu drógust saman um 71% við fall þriggja sjóða í fyrra
Hagnaður
» Sparisjóðirnir skiluðu sam-
anlagt 81 milljón í hagnað á
síðasta ári.
» Það fól í sér umskipti frá
fyrra ári þegar kerfið skilaði
ríflega 1.700 milljóna tapi.
» Sjóðirnir sem eftir standa
skiluðu bæði hagnaði 2014 og
2015. Tapið 2014 átti einkum
rætur að rekja til sjóða sem
síðan féllu.
Jón Þórisson
jonth@mbl.is
Fjármálaráðuneytið hefur sent kjara-
ráði bréf þar sem upplýst er um að Ís-
landsbanki og Lyfja séu komin í
meirihlutaeigu ríkisins og laun stjórn-
enda þeirra lúti þar með ákvæðum
laga um kjararáð. Bréfið, sem Morg-
unblaðið hefur undir höndum, er ritað
síðastliðinn föstudag.
Eins og greint var frá í blaðinu á
þriðjudaginn í síðustu viku hafði kjar-
aráði þá ekki borist erindi um að taka
laun bankastjóra Íslandsbanka og
forstjóra Lyfju til úrskurðar eins og
lög mæla fyrir um þegar hlutafélag er
í meirihlutaeigu ríkisins.
Í 1. grein laga um kjararáð segir að
verkefni þess sé að ákveða laun og
starfskjör æðstu embættismanna rík-
isins, en einnig forstöðumanna ríkis-
stofnana og framkvæmdastjóra
hlutafélaga og annars konar félaga,
einkaréttareðlis, sem eru að meiri
hluta í eigu ríkisins. Þá segir einnig að
ráðið skuli ákvarða laun fram-
kvæmdastjóra félaga sem eru að
meiri hluta í eigu félaga sem undir
lagagreinina falla.
Miklu munar á kjörum
Eins og fram kom í frétt Morgun-
blaðsins í síðustu viku voru laun
bankastjóra Íslandsbanka að meðal-
tali rúmlega 4.240 þúsund á mánuði á
síðasta ári. Mánaðarlaun bankastjóra
Landsbankans voru hins vegar 1.950
þúsund samkvæmt úrskurði kjarar-
áðs.
Í 8. grein laga um kjararáð segir að
við úrlausn mála skuli ráðið gæta inn-
byrðis samræmis í starfskjörum sem
það ákveður.
Jónas Þór Guðmundsson, formað-
ur kjararáðs, staðfesti í samtali við
Morgunblaðið að ráðið hefði móttekið
bréf fjármálaráðuneytis. Ekki liggur
fyrir hvenær ráðið hittist til að ræða
erindið. Um það hvort kjararáð muni,
samkvæmt ofangreindu ákvæði lag-
anna, einnig úrskurða um laun stjórn-
enda dótturfélaga Íslandsbanka vildi
hann ekki tjá sig að svo komnu máli.
Meðal dótturfélaga Íslandsbanka
er Borgun hf., en eignarhlutur bank-
ans er liðlega 63% í fyrirtækinu. Mán-
aðartekjur Hauks Oddssonar, for-
stjóra Borgunar, voru um 2.620
þúsund á árinu 2014, samkvæmt
tekjublaði Frjálsar verslunar.
Lyfja seld síðar á árinu
Í bréfinu er jafnframt vakin athygli
kjararáðs á að Lindarhvoll ehf. hafi
verið stofnað nýlega til að halda utan
um eignir sem runnu til ríkissjóðs á
grundvelli stöðugleikaframlaga sli-
tabúanna og að stjórn Lindarhvols
hafi ekki enn ráðið sér framkvæmda-
stjóra.
Kemur fram að samkvæmt starfs-
áætlun Lindarhvols sé gert ráð fyrir
að félagið selji hlut sinn í Lyfju síðari
hluta þessa árs. Gera má ráð fyrir að
félagið fari þá úr ríkiseigu og upp frá
því heyri það ekki lengur undir lög
um kjararáð.
Morgunblaðið/Ómar
Íslandsbanki Kjararáði hefur nú borist erindi fjármálaráðuneytis þar sem
bent er á að úrskurða þurfi um laun stjórnenda Íslandsbanka og Lyfju.
Úrskurði um laun stjórn-
enda Íslandsbanka og Lyfju
Kjararáði ber að
gæta samræmis í
starfskjörum
● Nokkur hækkun varð í Kauphöll
Íslands í gær eftir lækkunarhrinu und-
angenginna daga, m.a. í framhaldi af
niðurstöðu þjóðaratkvæðis í Bretlandi
um útgöngu úr Evrópusambandinu.
Hækkaði Úrvalsvísitalan um 2,61%.
Heildarviðskipti með hlutabréf námu
1.435 milljónum.
Af félögum á aðallista hækkaði gengi
hlutabréfa í Icelandair Group mest um
3,85% í 21 viðskiptum að fjárhæð 293
milljónir, sem var mesta velta einstaks
félags. Þau hlutabréf sem voru næst-
veltumest voru bréf Marel þar sem við-
skiptin námu 226 milljónum og hækk-
uðu þau um 3,25%. Hækkuðu öll hluta-
bréf á aðalmarkaði í gær nema bréf
Sjóvár og Össurar, sem stóðu í stað, og
bréf HB Granda sem lækkuðu lítillega.
Hlutabréfaverð hækkar
á ný í Kauphöllinni
Hlökkum til að heyra frá ykkur!
Nolta
Okkar megin áherslur eru:
◆ Liðsheildarþjálfun ◆ Leiðtogahæfni ◆ Stefnumótun og umbótastarf
Sigurjón
Þórðarson
Sími: 893 1808 •
sigurjon.thordarson@nolta.is
Friðfinnur
Hermannsson
Sími: 860 1045 •
fridfinnur.hermannsson@nolta.is
Ráðgjöf og þjálfun nolta.is
Vinnustofur sem styrkja og hreyfa við fólki
Frekari upplýsingar á nolta.is
Nolta er á Facebook
Leiðtoginn á réttum kúrs
Self - Navigation er skemmtileg tveggja daga vinnustofa
þar sem leiðtoginn stillir af hvert hann stefnir og kemur
skipulagi á sín helstu verkefni.
Árni
Sverrisson
Sími: 898 5891 •
arni.sverrisson@nolta.is