Morgunblaðið - 29.06.2016, Side 18

Morgunblaðið - 29.06.2016, Side 18
FRÉTTASKÝRING Þorsteinn F. Halldórsson tfh@mbl.is Ónægar fjárveitingar í fjölda ára hafa orðið til þess að ástand malarvega á Íslandi er óviðunandi og til að mæta uppsafnaðri þörf hefur Vegagerðin ýmist þurft að hætta við framkvæmdir eða færa fjármagn frá öðrum aðkallandi aðgerðum. Í tilkynningu á heima- síðu Vegagerðarinnar er fullyrt að núverandi fjárveitingar séu að- eins helmingur af lágmarksþörf. Bundið slitlag gengur fyrir Vegagerðin sinnir bæði vetr- ar- og sumarþjónustu á mal- arvegum. Í sumarþjónustunni felst heflun og rykbinding en vetrarþjónustan snýst um hálkuv- arnir og snjómokstur. Vegagerðin hefur metið það svo að viðhald á bundnu slitlagi gangi fyrir vegna þess að ef grotnun á þeim vegum nær ákveðnu marki þá verður kostnaður við endurbyggingu margfaldur á við það sem þarf til viðhalds. Það hefur bitnað veru- lega á viðhaldi malarvega síðustu ár. „Ástandið er nokkuð jafnt yf- ir landið. Þetta gildir ekki um alla vegi en meirihluti þeirra er ekki í góðu ástandi og sumir í mjög slæmu. Það fé sem er fyrir hendi er notað til að bera ofan í malarvegina svo að hægt sé að hefla. Það hefur ekki verið hægt að endurnýja malarslitlagið á sumum vegum í mörg ár þannig að undirlagið er bara grjót og þá er hvorki hægt að hefla né ryk- binda,“ segir Hreinn Haraldsson, forstjóri Vegagerðarinnar. Aðeins helmingur af lág- marki Viðhald malarveganna verður erfiðara með hverju ári eftir því sem þetta ástand varir lengur. Í ár gerði Vegagerðin áætlun um malarburð, heflun og rykbindingu vega á norðursvæði og hljóðaði heildaráætlun upp á 600 milljónir króna. Þegar fjárheimildir til þjónustu og viðhalds birtust í vor var áætlunin endurskoðuð og í ljós kom að þær dugðu aðeins til að sinna helmingnum af þeim 1.750 kílómetrum malar sem liggja á norðursvæðinu. Það þýðir að þar sem þyrfti til dæmis að minnsta kosti að hefla einu sinni í sumar verður það ekki hægt, þar sem þörf er á að hefla 2-3 sinnum á sumri vegna umferðar verður kannski hægt að hefla einu sinni. Að sögn Hreins gildir sú vöntun einnig í öðrum landshlutum. Til að brúa bilið hefur þurft að færa fé milli flokka og kemur það ýmist niður á nýjum framkvæmdum eða annars konar viðhaldi og þjónustu. „Vetrarþjónustan hefur verið mjög erfið síðastliðin þrjú ár og þá höfum við þurft að flytja fjármagn úr sumarviðhaldinu yfir í vetr- arþjónustuna. Það er þjónusta sem þarf nauðsynlega að sinna og í sumum tilfellum hefur það bitnað á nýjum framkvæmdum.“ Umferð eykst óðum Í frétt Morgunblaðsins í byrj- un júní var greint frá því að um- ferðarþungi hefði aldrei verið jafn- mikill frá upphafi mælinga. Þá hafði aukning umferðar milli maí- mánaðar árin 2015 og 2016 numið um 15% sem er einsdæmi. Að hluta til má rekja aukninguna til gífurlegs vaxtar í ferðamannainn- streymi frá hruni. Aukinn umferð- arþungi bitnar ekki aðeins á veg- um með bundnu slitlagi heldur gætir áhrifanna í síauknum mæli á malarvegum. Á malarvegum, sem áður voru notaðir sjaldan og að- eins af heimamönnum, aka nú tug- ir ef ekki hundruð ferðamanna í viku. Ástand malarvega bágt víða um land Verðlag janúar 2016 – rautt eru millifærslur fjáraukalaga 2013-2014 og/eða fjáraukalög 2012 og 2015 – fjárlög fyrir árið 2016 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 20 15 20 16 6 0 1 2 3 4 5 Heimild: Vegagerðin Framlög til þjónustu 18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Við erumenn aðvelta okk- ur upp úr sætum sigri á Englend- ingum í Nice. Við höllum okkur á bakið og teygjum síðan værðarlega úr skrokknum og drekkum í okkur sól- skinið eins og það tilheyri okkur og engum nema okk- ur. Og það skrítna er að þessi lýsing bendir ekki endilega til þess að við séum í oflætiskasti sem geti haft alvarleg eftirköst, gangi það örlítið lengra. Skýr- ingin er sú að vellíðunin og sigursælan eru næsta ein- stök. Jafnvel í fagnaðaræðinu miðju vitum við innra með okkur að hún er ekki líkleg til að banka oft upp á hjá okkur. Þess vegna er sjálf- sagt að njóta hennar í botn. Þótt í framhaldinu sé seilst nokkuð inn á sérsvið íþróttadeildar Morgun- blaðsins í næstu fullyrðingu skal því slegið fram að „fót- boltalega séð“ hafi landslið Íslands átt fyllilega skilið að vinna leikinn á mánudags- kvöld. Í okkar hópi getum við viðurkennt að það hefði ekki verið yfir sig ósanngjarnt þótt Ísland hefði tapað fyrir Austurríki og jafnvel einnig fyrir Ronaldo Íslandsvini og félögum. En Ísland var einfaldlega betra liðið gegn Englend- ingum. Það er ekki inni- stæðulaust grobb. Enskir fjölmiðlar viðurkenna þetta flestir. Þeir taka svo sannarlega ekki með silki- hönskum á sínum mönnum eftir tapið gegn Íslandi. Fyrirsagnirnar á þeim bæj- um eru í hálfgerðum heims- styrjaldarstíl. En í gegnum hrópin skín í það viðhorf að Englendingum bar ekki að vinna leikinn af því að þeir hefðu spilað betur en and- stæðingarnir. Ekki heldur af því að dómarinn hefði dregið taum Íslendinga (ef eitthvað var gerði hann það gagnstæða). Hinir tilfinningaríku gagnrýnendur benda flestir á að íslenska landsliðið komi úr rétt rúmlega 300.000 manna þjóðarúrtaki. Enski landsliðsþjálfarinn hafi hins vegar getað valið úr úrvali þúsunda atvinnu- manna sem spila með ríkustu fót- boltafélögum heims, þar sem aðbúnaður sé með allra besta móti. Fyrirsagnir blaðanna, eink- um íþróttakálfa þeirra, eru með líflegasta móti þessa dagana og er stjórnmálum dagsins óspart blandað við niðurstöðuna í Nice. Þeir tala um tvöfalt „Brexit“. Bæði úr Evrópusamband- inu og Evrópu- meistarakeppninni. Bætt er við að forsætisráðherra Stóra-Bretlands hafi fokið eftir fyrri ósigurinn og landsliðsþjálfarinn strax eftir þann síðari og að leið- togi Verkamannaflokksins hangi nú á bláþræði. Ef sama fyrirsagnafjörið tíðkaðist á Íslandi og á Bretlandi, og tenging íþrótta og stjórnmála í sama mæli þegar tilefni gefast til, hefði fyrirsögn Morg- unblaðsins í gærmorgun geta verið HRYÐJU- VERKALISTANUM SKILAÐ eða KLIPPT UNDAN ÞEIM EINS OG LANDHELGISBRJÓTUM FORÐUM. En aðdáendur íslenska landsliðsins eru ekki á þess- um buxunum. Ef öðruvísi hefði staðið á er líklegt að margir íslenskir knatt- spyrnuáhugamenn hefðu helst getað hugsað sér að Englendingar sigldu góðan byr í keppninni. Kappleik- urinn við Englendinga var því eiginlega grannaslagur. Þegar hann fer fram er allt sett í baráttuna. Ef grann- inn er hins vegar einn eftir í baráttunni er hann studdur og góðar óskir hvergi spar- aðar. Það er ekki algjörlega úti- lokað að við getum staðið í frábæru liði Frakka á heimavelli þeirra í höfuð- borginni. En stillum samt væntingum landans í hóf og munum að við komum frá þessu sögulega móti sem sigurvegarar með stóru S-i. Þannig byggjum við undir tilhlökkun okkar fyrir næsta leik landsliðsins og verðum í viðbragðsstöðu til að fagna sigri í leikslok, hvaða tölur sem birtast á markaskiltunum þegar flautað verður af. Annar eins fótboltafiðringur hefur ekki farið um landann áður} Sigur er þegar skrifaður í skýin Þ ar sem ég sat í Víðistaðakirkju í jarðarför fyrir stuttu varð mér starsýnt á þann hluta freskumynd- ar Baltasars Sampers sem er fyrir miðjum kórnum. Nú hef ég oft komið í þá kirkju, í jarðarfarir, brúðkaup og á tónleika, og jafnan dáðst að myndum Baltasars sem eru merkilegt listaverk, en að þessu sinni tók ég eftir miðmyndinni sem aldrei fyrr, mynd af Jesú Jósepssyni sem stendur þar glaðbeittur í hópi fólks og lítur góðlega til áhorfandans, kirkjugestsins. Ég á góðan vin sem stundaði það á ferðalög- um að leita uppi myndir af ljótu Jesúbarni í kirkjum, og af þeim er nóg sagði hann mér. Ekki var það þó það sem mér fannst merkilegt, Víðistaðakirkjujesú er ekki ófríður, öðru nær, hann er svipfagurt glæsimenni, heldur fór ég að hugleiða það hve hann væri vestrænn í útliti, ljós á hör- und með skolleitt hár og skegg, næstum eins og náunginn sem kallaði sig Jesú í Kristjaníu þegar ég dvaldist þar á áttunda áratug síðustu aldar. Í sjónvarpsumræðum skömmu fyrir jólin 2013 þar sem jólasveinninn kom til tals sagði hin þekkta sjónvarpskona Megyn Kelly: „Jesús var líka hvítur maður. Það er eins og við höfum... hann er söguleg persóna sem er staðreynd, og jólasveinninn líka.“ „Þig langar ekki að spássera’ og spjalla um Jesú / þig langar bara að sjá framan í hann“ söng Mick Jagger á meistarastykki Rollinganna Exile on Main Street. (Í öðru meistarastykki, Somebody Blew Up America orti Amiri Baraka: „Hvern þekkir þú / sem séð hefur Guð? // En allir hafa séð / djöfulinn.“) Líkt og Megan Kelly höfum við öll séð fram- an í Jesú og vitum nákvæmlega hvernig hann lítur út: hvítur, ljóshærður og bláeygur, já og með vel snyrt skegg. Fyrir vikið erum við líka alltaf að sjá Jesú – hann birtist okkur í vatns- skemmdum og flagnaðri málningu á írskum bar, á ristuðu brauði, á kartöfluflögum, í steik- arfeiti, á kartöfluböku, Kit Kat-kexi, flatböku með auka osti, pönnuköku, appelsínu, banana og í rjómaís með jarðarberja- og pist- asíubragði. Já, og sem kudzu-vafningsviður á ljósastaur og í norðurljósum yfir Akranesi. Myndin sem við höfum af Jesú er nefnilega söguleg staðreynd, það er að segja sú mynd sem við skreytum kirkjur með og bækur og altari og heimahús og sem við flúrum á bakið á okkur og hand- og fótleggi. Hana getum við rakið til austrómverska keisaradæmisins þar sem menn máluðu myndir af Jesú ekki eins og hann hefði getað litið út heldur sem tákn- mynd, sem stílfærða mynd af keisara á hásæti sínu. Í elstu myndum sem til eru af Jesú, myndum frá upphafi fjórðu aldar, er hann þó alla jafna dekkri yfirlitum, líkari því fólki sem bjó á uppeldis- og heimaslóðum hans, og skegglaus. Reyndar ekki ósvipaður útlits og Írakarnir sem dregnir voru útúr Laugarneskirkju á þriðjudagsmorguninn og reknir úr landi. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Myndin af Jesú STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen „Í vor var lögð fram sam- gönguáætlun fyrir Alþingi til fjögurra ára, 2015 til 2018. Það er ekki búið að afgreiða hana en ef hún verður sam- þykkt og fjárveitingar í sam- ræmi við það þá kemur batn- andi tíð. Bæði er bætt við í framkvæmdum og viðhaldi og þó að það séu ekki stórkost- legar tölur þá munar um margt,“ segir Hreinn Haralds- son. Samgönguáætlunin er lögð fram af Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra. Í áætl- uninni er kveðið á um að fjár- veiting til Vegagerðarinnar aukist um tæpa fjóra millj- arða á fjórum árum. Tals- verður hluti framlaganna fer til jarðgangagerðar í Dýra- firði, Norðfirði, Seyðisfirði og Húsavík. Ný sam- gönguáætlun BJARTSÝNI Á FJÁRLÖG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.