Morgunblaðið - 29.06.2016, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 29.06.2016, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016 Verulegar breytingar á al- mannatryggingakerfinu eru áformaðar eins og sjá má í drögum að frumvarpi sem birt hafa verið til umsagnar á vef velferðarráðuneytisins. Allt frá árinu 2005 hefur ver- ið unnið að heildarendurskoðun almannatryggingalöggjaf- arinnar og ófáar nefndir og verkefnahópar komið að þeirri vinnu. Haustið 2013 skipaði ég nefnd undir forystu þingmann- anna Péturs Blöndal heitins og Þorsteins Sæ- mundssonar og eru frumvarpsdrögin byggð á vinnu þeirrar nefndar. Helstu markmið fyrirhugaðra breytinga eru að einfalda og skýra almannatrygg- ingakerfið, bæta samspil þess við lífeyrissjóð- ina og auka stuðning við þann hóp aldraðra sem hefur lágar eða engar tekjur sér til framfærslu aðrar en bætur almannatrygg- inga. Horft er til þess að styðja aldraða til sjálfsbjargar og hvetja til atvinnuþátttöku. Aukinn sveigjanleiki við starfslok Markmiðið er einnig að bregðast við þeim áskorunum sem samfélagið stendur frammi fyrir vegna hækkandi hlutfalls eldri borgara af mannfjölda og lengingar meðalævinnar. Lagt er til að auka sveigjanleika við starfslok og upphaf lífeyristöku og skapa þannig hvata fyrir aldraða til áframhaldandi atvinnuþátt- töku eftir vilja og getu hvers og eins. Auk þessa verði lífeyristökualdur hækkaður í skrefum um þrjú ár á næstu 24 árum. Aukinn sveigjanleiki felur í sér tillögu um heimild fólks til að fresta lífeyristöku allt til áttræðs og möguleika á að flýta lífeyr- istöku hjá almannatryggingum til 65 ára aldurs. Miðað er við að líf- eyrisþegar fái hærri lífeyri ef líf- eyristöku er frestað, en lægri líf- eyri ef lífeyristöku er flýtt. Til lengri tíma er stefnt að því að líf- eyrisþegum verði gert kleift að taka hálfan ellilífeyri frá lífeyrissjóði en fresta töku hins helmingsins sem hækkar þá í samræmi við reglur sjóðsins. Samhliða geti fólk tekið hálfan ellilífeyri frá almannatrygg- ingum. Einfaldara kerfi og færri bótaflokkar Lagt er til að bótaflokkarnir grunnlífeyrir, tekjutrygging og sérstök uppbót til fram- færslu verði sameinaðir í einn bótaflokk; þ.e. ellilífeyri. Frítekjumörk verða afnumin og mun fjárhæð ellilífeyris almannatrygginga lækka um sama hlutfall, eða 45%, vegna tekna frá öðrum en almannatryggingum, en í dag er þetta hlutfall mismunandi eftir tegund tekna. Áfram er gert ráð fyrir að ákveðnar tegundir tekna, s.s. greiðslur úr séreignarlíf- eyrissparnaði og fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, verði undanskildar við útreikning á tekju- viðmiðinu. Jákvæð efnahagsleg áhrif Áætlað er að kostnaður þessara breytinga á almannatryggingakerfinu nemi 5,3 millj- örðum króna fyrsta árið. Greiningarfyr- irtækið Analytica lagði mat á efnahagsleg áhrif breytinganna. Niðurstaðan er sú að breytingarnar hafi á heildina litið jákvæð efnahagsleg áhrif. Gera megi ráð fyrir að hækkun á lífeyristökualdri leiði til fjölgunar fólks á vinnumarkaði og auki þannig með beinum hætti framleiðslu og auknar skatt- tekjur. Þá megi reikna með að sveigjanleg starfslok stuðli að hagkvæmara fyrirkomulagi framleiðslu sem geti aukið hana enn frekar. Sú kynslóð kvenna sem nú er á lífeyrisaldri hefur frekar en karlar gert hlé á atvinnuþátt- töku sinni á vinnualdri, t.d. vegna fjöl- skylduábyrgðar, á almennt minni réttindi í lífeyrissjóðum, hefur búið við kynbundinn launamun þorra starfsævinnar og treystir því frekar á almannatryggingakerfið sér til fram- færslu. Lagðar eru til breytingar í því skyni að auka réttindi allra þeirra sem hafa áunnið sér lítinn eða jafnvel engan rétt í lífeyris- sjóðakerfinu vegna lítillar atvinnuþátttöku, jafnt karla sem kvenna, en konur munu hagn- ast meira á því en karlar vegna lægri tekna. Gangi þessar breytingar eftir er áætlað að tæplega 68% aukinna útgjalda muni fara til kvenna en um 32% til karla. Samstarfsverkefni um starfsendurhæf- ingu og innleiðingu starfsgetumats Í niðurstöðu nefndarinnar um endurskoðun almannatrygginga var samstaða um breyt- ingar á bótakerfi aldraðra en ágreiningur um breytingar sem snúa að öryrkjum. Því er lagt til að komið verði á fót tilraunaverkefni um starfsendurhæfingu og innleiðingu starfsget- umats í samstarfi ríkis, sveitarfélaga, sam- taka aðila vinnumarkaðarins og helstu hags- munasamtaka fólks með skerta starfsgetu í þeim tilgangi að efla atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu. Afnám vasapeningakerfis á öldrunarheimilum Í frumvarpsdrögunum er lögð til sérstök heimild til að hefja tilraunaverkefni um breytt fyrirkomulag greiðsluþátttöku íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum um afnám gild- andi vasapeningakerfis. Þetta hefur lengi ver- ið baráttumál samtaka aldraðra, en með því myndu íbúar á þessum heimilum halda lífeyr- isgreiðslum sínum og greiða milliliðalaust fyr- ir veru sína á heimilunum að undanskildum kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Ég hvet fólk til að kynna sér efni frum- varpsins sem er aðgengilegt á vefnum www.vel.is og koma athugasemdum á fram- færi, en umsagnarfrestur er til 31. júlí næst- komandi. Eftir Eygló Harðardóttur » Gangi þessar breytingar eftir er áætlað að tæplega 68% aukinna útgjalda muni fara til kvenna en um 32% til karla. Eygló Harðardóttir Mikilvæg endurskoðun á almanna- tryggingalöggjöfinni kynnt Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra. Svo lengi sem al- menningur tekur ákvarðanir sem eru embættismönnum og stjórnmálamönnum að skapi þá virkar lýðræð- ið. Taki kjósendur „rangar ákvarðanir“ skal annaðhvort kosið aftur eða fundin er leið til að fara í kringum nið- urstöðu kosninga. Þeg- ar elítan – embættismenn, stjórn- málamenn, sérfræðingar og hinir menntuðu háskólamenn – kemst að niðurstöðu um hvað öllum sé fyrir bestu, er henni fylgt eftir enda talið nauðsynlegt að hafa vit fyrir illa upp- lýstum almúganum. Þannig er viðhorf elítunnar sem á hátíðarstundum berst fyrir lýðræði og rétti almennings til að ráða örlög- um sínum. Sá réttur takmarkast við að kjósendur taki „réttar ákvarðanir“ í kosningum og aðeins elítan hefur burði og þekkingu til að ákveða rétt og rangt. Síðastliðinn fimmudag samþykkti meirihluti breskra kjósenda að Bret- land segi skilið við Evrópusambandið. Viðbrögðin við niðurstöðu þjóð- aratkvæðagreiðslunnar (Brexit) eru með ólíkindum. Þar birtist hrokinn gagnvart almenningi grímulaus. Rétt að hunsa meirihlutann Þingmaður breska Verkamanna- flokksins kallar eftir því að þingið hunsi vilja meirihluta kjósenda. „Við getum stöðvað þetta brjálæði og bundið enda á þessa martröð með at- kvæðagreiðslu í þinginu,“ voru skila- boð sem David Lammy, þingmaður sendi á Twitter-síðu sinni. Hann held- ur því fram að þjóðaratkvæða- greiðslan hafi aðeins verið ráðgefandi og því séu stjórnvöld óbundin af nið- urstöðu hennar. Í huga þingmannsins er ekkert athugavert eða siðferðilega rangt við að þjóðþing virði vilja meiri- hluta kjósenda að vettugi. Skoðanir þingmannsins eru í sam- ræmi við rótgróna hugmyndafræði sem hefur náð að festa rætur í Bruss- el. Lýðræðið er af hinu góða, svo lengi sem almenningur fylgir leiðsögn þeirra sem best eru til þess fallnir að taka mikilvægar ákvarðanir. Viðbrögðin meðal ESB-sinna á Íslandi eru litlu betri. Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylking- arinnar, heldur því fram að þjóðaratkvæða- greiðslur geti verið „nauðsynlegar stund- um, en þær brjóta niður þetta net lýðræðisins sem við höfum byggt upp í Vestur-Evrópu, þar sem fjölbreyttir hagsmunir vegast á og fólk ræðir sig að niðurstöðu“. Sem sagt: Þjóðaratkvæðagreiðslur eru „stundum“ nauðsynlegar en ekki þeg- ar kjósendur komast að „rangri nið- urstöðu“. Innantóm loforð Skrif Árna Páls á fésbók varpa skýru ljósi á þau viðhorf sem réðu ferðinni í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna á síðasta kjörtímabili. Þá lögðust allir þingmenn Samfylk- ingarinnar og meirihluti þingmanna Vinstri grænna gegn því að kjósendur fengju að ákveða hvort Ísland óskaði eftir aðild að Evrópusambandinu eða ekki. Tvisvar var reynt að koma í veg fyrir að landsmenn gætu sagt sitt um Icesave-samninga sem hefðu lagt þungar byrðar á komandi kynslóðir. Þannig reyndust öll loforðin og há- stemmdu yfirlýsingarnar um aukið lýðræði og gegnsæi, aðeins innihalds- laus orð. Í stefnuyfirlýsingu sem sam- þykkt var á stofnfundi Samfylking- arinnar í maí 2000 sagði meðal annars: „Við viljum víðtækt lýðræði. Fulltrúar almennings taki ákvarðanir um sameiginleg málefni fyrir opnum tjöldum. Sem flestar ákvarðanir verði teknar beint af þeim hópum fólks sem þær varða. Einstaklingar, samtök á vinnumarkaði og frjáls félagasamtök hafi sem mestan sjálfsákvörð- unarrétt.“ Í stjórnmálaályktun landsfundar Samfylkingarinnar fyrir kosning- arnar 2009 var rætt um „rétt almenn- ings til þjóðaratkvæðagreiðslna“. Þetta var í takt við það sem fyrri landsfundir höfðu ályktað en fyrir þingkosningar sagði meðal annars í stjórnmálaályktun: „Samfylkingin leggur höfuðáherslu á lýðræðismál með auknu íbúa- lýðræði og réttur almennings til þjóð- aratkvæðagreiðslna verði tryggður í stjórnarskrá.“ Veit ekki sitt rjúkandi ráð Nú segir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar að lýðræði snúist „ekki um að ná einu sinni meira en helmingi kjósenda, á óljósum for- sendum. Þvert á móti er lýðræð- iskerfi okkar og friður og velsæld Vesturlanda byggt á skuldbindingu um sameiginleg örlög og að lönd deili byrðum með þeim hætti að sum leggja stundum miklum mun meira af mörkum en önnur.“ Þessi skilgreining á lýðræðishug- sjón samfylkinga kemur líklega ein- hverjum kjósendum á óvart. Þó er hún í ágætu samræmi við skoðanir forvera Árna Páls og fyrrverandi for- sætisráðherra, Jóhönnu Sigurð- ardóttur um tvær þjóðaratkvæða- greiðslur um Icesave. Föstudaginn 5. mars 2010 – daginn fyrir fyrri þjóð- aratkvæðagreiðsluna – lýsti Jóhanna því yfir í viðtali við Fréttablaðið að hún ætlaði ekki að taka þátt í at- kvæðagreiðslunni um lög sem hún bar ábyrgð á. Hún taldi atkvæða- greiðsluna „markleysu“. Elítan í Evrópu veit ekki sitt rjúk- andi ráð. Hún neitar að horfast í augu við dóm kjósenda í Bretlandi. Þrátt fyrir hræðsluáróðurinn – í ætt við það sem við Íslendingar fengum að kynn- ast í aðdraganda Icesave-kosning- anna – lét meirihluti breskra kjós- enda ekki segjast. Tók sjálfstæða ákvörðun, þvert á það sem elítan vildi. Talsmaður hrokans Og þegar óbreyttur almúginn gengur gegn vilja elítunnar er nauð- synlegt að finna einfaldar skýringar. Egill Helgason hefur tekið að sér vera talsmaður elítunnar. Daginn eft- ir þjóðaratkvæðagreiðsluna er talað niður til almennings. Talsmaðurinn hélt því fram að „gamla fólkið“ hefði ákveðið framtíðina fyrir þá yngri og þar með var gefið í skyn að miðaldra fólk og eldra ætti minni rétt en þeir sem yngri eru. Á bloggsíðu sinni seg- ir Egill síðan: „Sjötíu prósent þeirra sem eru með háskólapróf vilja vera áfram í ESB, en fólk með litla menntun vill fara út.“ Talsmaður elítunnar – álitsgjafinn – er skýr í afstöðu sinni og viðhorfum. Þar er hann í félagi við einn af forvíg- ismönnum sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar – Guðmund Örn Jó- hannsson, sem af yfirlæti gagnvart breskum almenningi skrifaði: „Bretar eru íhaldssamir, gam- aldags og staðnaðir. Úrsögn úr ESB mun enn auka þessi einkenni þeirra og þeir munu halda áfram að dragast aftur úr öðrum iðnríkjum Evrópu.“ Úrsögn Bretlands úr Evrópusam- bandinu er söguleg og hefur gríð- arleg áhrif – efnahagsleg og pólitísk. Vonir um að embættismenn og Evr- ópu-elítan bæru gæfu til að draga réttan lærdóm af skilaboðum meiri- hluta breskra kjósenda, virðast því miður ekki ætla að rætast. Valda- stéttin í Evrópu er ekki fær um að hlusta. Þegar almenningur segir hingað og ekki lengra; við sættum okkur ekki hrokann frá valdhöfum, við erum á móti aukinni miðstýringu, við viljum fá að ráða meiru um eigin örlög, við viljum endurheimta full- veldi okkar frá embættismönnum í Brussel sem enginn hefur kosið, hristir elítan hausinn. Vísað er til fá- vísi og menntunarleysis almúgans sem elítan er sannfærð um að geti ekki tekið skynsamlega ákvörðun um framtíðina. Eftir Óla Björn Kárason »Elítan veit ekki sitt rjúkandi ráð og neitar að horfast í augu við dóm kjósenda í Bretlandi sem lét ekki segjast þrátt fyrir hræðsluáróðurinn. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Almenningur vs. elítan AFP Sigur Nigel Farage, formaður breska sjálfstæðisflokksins, UKIP, fagnar sigri í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Óli Björn Kárason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.