Morgunblaðið - 29.06.2016, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016
Við hittum hann
fyrst um Jóns-
messu 2005, þegar
hann var gestgjafi í
stórafmæli Svövu,
systur sinnar og stórvinkonu
okkar, á Þingeyri, en Svava bjó
þá erlendis.
Þetta voru dýrðardagar.
Dýrafjörðurinn skartaði sínu
fegursta, töfrar vestfirskrar
náttúru, höfðinglegar móttökur
gestgjafans og gleði gestanna,
sem flestir höfðu komið um lang-
an veg, gerðu þennan mannfagn-
að eftirminnilegan. Hvað okkur
hjónin varðaði urðu afleiðing-
arnar þær að við ákváðum að
fara hvergi, fyrr en útséð væri
um að við eignuðumst athvarf á
þessum stað, þar sem Þórhallur
taldi mannlíf vera fegurst á Ís-
landi.
Þegar við minnumst þessa
góða drengs koma nokkrir þætt-
ir margbrotins persónuleika
hans upp í hugann. Það er ást
hans á tónlist og matar-
gerðarlist, manngæska hans og
áhugi á samferðafólki og síðast
en ekki síst lifandi kímnigáfan.
Þórhallur var framúrskarandi
næmur flytjandi tónlistar, lék á
gítar af snilld og söng með sinni
fínu, lágstemmdu rödd svo unun
var á að hlýða. Það var alltaf
mikið gleðiefni þegar hann birt-
ist með gítarinn og það gerði
hann oft.
Þórhallur naut þess að gefa
vinum að borða og það var eft-
irsóknarvert að borða hjá hon-
um. Í hvert sinn sem við komum
til Þingeyrar var boðið beint í
mat og það voru þakklátir gestir
sem komu ökulúnir eftir fimm til
sjö tíma akstur frá höfuðborg-
inni – alltaf agndofa yfir fegurð
fjarða og fjalla. Ekkert var spar-
að til að gestum liði sem best.
Þórhallur elskaði börn og þau
löðuðust að honum. Góð vinátta
tókst með honum og barnabörn-
um okkar, sem hrifust af glað-
værð hans og uppátækjum.
Hann hvatti þau og eitt árið
unnu þau Melkorka okkar
Söngvakeppnina, sem árlega er
haldin á Þingeyri 17. júní.
Það voru ekki aðeins vinir og
börn þeirra sem nutu gestrisni
hans, heldur einnig ýmsir ferða-
langar, innlendir sem erlendir,
sem hann hitti, hýsti og nærði
Þórhallur Arason
✝ Þórhallur Ara-son fæddist 14.
janúar 1954. Hann
lést 19. júní 2016.
Þórhallur var
jarðsunginn 28.
júní 2016.
um lengri eða
skemmri tíma og
kynnti fyrir kostum
Dýrafjarðar.
Síðustu mánuðir
hafa verið Þórhalli
og ástvinum hans
erfiðir; líkamlegir
kraftar voru á þrot-
um en andinn flaug
hátt og toguðust á
lífslöngun og for-
vitni um hvað tæki
við.
Það er auðvelt að halda áfram
en við látum þetta duga að sinni
og þökkum góðum vin samfylgd-
ina, manni sem sannarlega hafði
veisluna í farangrinum.
Við sendum einkasyninum
Þráni, Klöru, Dalí litla og Svövu
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Svala og David Pitt.
Nú kveðjum við kæran félaga
okkar, Þórhall Arason.
Glaður og reifur
skyli gumna hver,
uns sinn bíður bana.
(Úr Hávamálum)
Þórhallur var einmitt alla
jafna glaður og reifur. Hann var
hugmyndaríkur og óhræddur að
takast á við vandasöm verkefni
og hrinda þeim í framkvæmd.
Gestrisni hans var viðbrugðið
og hvers manns hugljúfi var
hann. Hann skoðaði lífið frá sín-
um dálítið sérstaka sjónarhóli og
átti gjarnan til að koma fólki á
óvart með óvæntum spaugsyrð-
um.
Þórhallur glímdi af æðruleysi
við veikindi þau er hrjáðu hann
undanfarið og hvarf af vettvangi
sáttur við guð og menn.
Sendum vinum og ættingjum
hugheilar samúðarkveðjur.
Björn Hafberg,
Guðbjartur Finnbjörnsson,
Ingvi Þór Kormáksson.
Mig langar að minnast í fáum
orðum mikils öðlings sem fallinn
er frá allt of fljótt. Ég man fyrst
eftir Þórhalli þegar hann kom
sem uppátækjasamt barn með
foreldrum sínum, brottfluttum
Dýrfirðingum, til Þingeyrar á
sumrin. Þótti okkur sveitapilt-
unum þetta forframaða borgar-
barn mjög spennandi. Mikil vin-
átta var milli foreldra okkar, og
algengt að við færum í matarboð
í Skipasundið þegar við vorum í
heimsókn í höfuðstaðnum. Ófáar
ferðir keyrði ég föður minn út á
Granda til að hitta Ara föður
Þórhalls sem þar rak fyrirtæki,
en þeir voru báðir fyrrverandi
skipstjórar og höfðu um margt
að spjalla.
Samskipti okkar Þórhalls
urðu ekki mikil næstu áratugina
fyrr en hann, þreyttur á soll-
inum í stórborginni, flutti vestur
á Þingeyri, um miðjan aldur, þar
sem hann byrjaði að vinna og
hóf síðar eigin atvinnurekstur.
Þórhallur féll algerlega fyrir
þessum fallega firði forfeðranna.
Hann keypti æskuheimili mitt,
„Þorbergshús“, og bjó þar í
nokkur ár en keypti síðan annað
hús og rak þá gamla húsið sem
gistihús. Við fjölskyldan gistum
þar nokkrum sinnum og fengum
hann loks til að selja okkur hús-
ið. Í þessum ferðum okkur vest-
ur höfðum við mikil samskipti
við Þórhall, fengum hjá honum
ófáa kaffisopa og margar mat-
arveislur, enda hafði hann mikla
ástríðu fyrir matargerð og að
bjóða fólki að njóta með sér.
Gestrisni og höfðingsskapur
Þórhalls var með eindæmum, og
yfirleitt var margt um manninn í
húsinu fallega á Nesinu. Meiri
Dýrfirðing var vart hægt að
hugsa sér, ást hans á firðinum
og fólkinu þar var ósvikin. Það
var mikill happafengur fyrir
þessa litlu byggð, sem á í vök að
verjast, að fá þennan drífandi
hugmyndaríka mann á staðinn,
ekki síður en þegar forfeður
hans, Propparnir, komu í fjörð-
inn þrem kynslóðum áður. Þór-
hallur kom að mörgum fram-
faraverkum í þorpinu og var
potturinn og pannan í mörgu í
félagslífinu þar. Því miður
komst ég aldrei í hinar víðfrægu
skötuveislur sem hann hélt fyrir
jólin. Þórhallur var með miklar
hugmyndir að nýjungum í at-
vinnulífinu, sérstaklega hvað
varðaði ferðaþjónustu og veit-
ingarekstur. Hann sýndi okkur
t.d. teikningar af lúxusveitinga-
stað sem hann ætlaði að gera í
húsinu sínu, með fallega útsýn-
inu við fjörðinn, fyrst og fremst
til að geta fengið útrás fyrir
matargerðarástríðuna. Missir
fólksins fyrir vestan er mikill en
mestur er þó missir fjölskyld-
unnar og litla afabarnsins sem
Þórhallur dáði jafnvel meira en
fjörðinn sinn fagra.
Þorbergur Steinn Leifsson.
Ferðahópurinn, eða Milljóna-
félagið, er vinahópur sem hefur
ýmislegt brallað í gegnum tíð-
ina. Við kynntumst Hóa þegar
nóttin var ung og menn væru-
kærir þegar þeir gengu um gleð-
innar dyr. Upp úr því fæddist
ferðahópur sem hittist einnig við
aðra viðburði sem Hói lét helst
ekki framhjá sér fara.
Við fórum á Snæfellsnesið um
verslunarmannahelgar þar sem
við byggðum okkur vistarverur
og nutum samverunnar við bál-
köst, hittumst í stórveislum um
áramótin en fasti punkturinn í
tilveru hópsins er haustlitaferð í
Bása sem hefur verið tilhlökk-
unarefni okkar allra – og það
fjölgar stöðugt í hópnum, nýjar
kynslóðir bætast við.
Hlutverk Hóa í hópnum var á
tónlistarsviðinu og að lauma frá
sér óborganlegum gullkornum
sem komu öllum í gott skap.
Alltaf var gítarinn innan seiling-
ar og Hói fékk alla með í söng,
litlu börnin gripu tennisspaða til
að spila á og pottar og pönnur
voru slegin í takt.
Upp úr stendur hvað Hói var
mikill vinur barnanna. Hann gat
leikið við þau heilu dagana og
náði einstaklega vel til þeirra,
enda elska þau hann öll. Hann
spilaði og söng fyrir okkur bæði
frumsamin eðallög og „öll góðu
lögin okkar“. Einnig gaf hann
sér tíma til að kenna þeim, sem
höfðu áhuga á að nema, af ótrú-
legri natni.
Ætlar Hói ekki að koma með?
var algeng spurning frá börn-
unum og ef hann kom ekki var
viðkvæðið: Æ, æ ef þeim var
sagt hann ætti ekki heiman-
gengt.
Síðan er það óborganlegur
húmorinn, sögurnar sem hann
var óspar á og allt það yndislega
mannlega sem hann var
óhræddur við að sýna og miðla.
Þannig setti hann mark sitt á
hópinn.
Í Þórsmörk vorum við stund-
um ein í heiminum, sem gerði
það að verkum að við gátum ver-
ið nokkuð heimarík. „Farið út af
lóðinni minn“ hrópaði Hói eitt
sinn í hálfkæringi á ferðamenn í
fjarska. Allt í góðu gríni sagt.
Nú á ljúfmennið Hói ekki
lengur heimangengt á lóðina
okkar. Lóðina sem hann fyllti af
glettni og gleði í hvert skipti
sem hann lét sjá sig. Eftir stönd-
um við full trega en minningin
um góðan dreng mun lifa áfram í
hjörtum okkar.
Menn kætast er þeir kynnast
og kröfur saman tvinnast
saman sigrar vinnast
svo ræktar hver sinn garð.
Er höfuðhárin þynnast
oft hugir aftur spinnast
og merkilegt að minnast
hve margt var gott sem varð.
(Þ.E.)
Innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldu Hóa, Þráins, Klöru,
Dalí og Svövu.
Ferðahópurinn Milljónafélag-
ið,
Rósa Marta, Sævar og Helga.
Með kærleik og virðingu
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Ellert Ingason
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti undir-
búnings og framkvæmd útfarar
ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og
umhyggju að leiðarljósi
og af faglegum metnaði.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR KRISTJÁNSSON
húsasmíðameistari,
Sléttuvegi 19, áður Teigagerði 6,
Reykjavík,
lést 21. júní.
Útförin fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 1. júlí klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á líknarstofnanir.
.
Guðrún Eiríksdóttir,
Þórunn Sigurðardóttir, Thor Klippen,
Birgir Sigurðsson, Sigrún Jóhannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og eiginkona,
INGIGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Brekkubraut 9, Keflavík,
lést þann 19. júní sl. Útför verður frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 29. júní
kl. 13.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
.
Friðrik Már Valgeirsson,
Ingi Garðar Friðriksson,
Magnea Friðriksdóttir,
Sandra Dögg Friðriksdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR BRAGI JÓNASSON
rafvirkjameistari,
Sléttuvegi 23, áður Árlandi 1,
Reykjavík,
lést 25. júní á Landspítalanum.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 8. júlí klukkan 13.
.
Fríða Ingvarsdóttir,
Jón Ingi Ólafsson, Jóna Bjarnadóttir,
Jónas Ólafsson, Valdís Ella Finnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
BIRGIR KRISTJÁNSSON
verslunarmaður,
sem lést 21. júní sl. á hjúkrunarheimilinu
Sóltúni, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju föstudaginn 1. júlí klukkan 13.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug.
.
Sigríður Birgisdóttir, Sigurður Hafsteinn Steinarsson,
Kristján Birgisson, Þórhildur Ásgeirsdóttir,
Björn Birgisson, Grace Lai,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRNI INGÓLFSSON
læknir,
lést 24. júní.
Útför hans fer fram frá Háteigskirkju
föstudaginn 1. júlí klukkan 13. Blóm og kransar afþökkuð.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Kristjáns
Eldjárns.
.
Margrét Þóra Jónsdóttir,
Ingólfur Árnason, Guðrún Agnes Sveinsdóttir,
Jón Árnason, Sigurveig Stefánsdóttir,
Marta Árnadóttir,
Helga Árnadóttir, Grímur Garðarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
MARÍA KRISTINSSON,
Sandvík á Melrakkasléttu,
lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á
Húsavík 27. júní.
Jarðarförin fer fram frá Snartarstaðakirkju
laugardaginn 9. júlí klukkan 14.
.
María Kristjánsdóttir,
Hans Alfreð Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Bróðir minn,
BJARNI ELLERT BJARNASON,
fyrrum bóndi, Litla-Ármóti,
lést í Sunnuhlíð 24. júní. Útförin fer fram frá
Hraungerðiskirkju laugardaginn 2. júlí
klukkan 14.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Sigríður Bjarnadóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar