Morgunblaðið - 29.06.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.06.2016, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016 Elsku Halla mín, ég á bágt með að trúa að þú sért ekki lengur á meðal okk- ar, að þessi illvígi sjúkdómur hafi loks haft betur. Mín helst ósk var að Diljá Halla fengi að njóta samvista við ömmu sína og myndi hana og syrgi ég þær stundir sem þið munuð ekki eiga. En elsku Halla mín, ég mun vanda mig við að halda minningu þinni á lofti og sjá til þess að Diljá okkar fái að kynnast því hvernig kona þú varst og hvernig þú lifðir lífinu. Fyrir mér varstu fyrir- mynd og ég er svo þakklát og glöð að dóttir mín fái að hafa svona sterka, vitra, hlýja og umfram allt yndislega konu sem leiðarljós inn í framtíðina. Að draumar og vonir Halla Þorbjörnsdóttir ✝ Halla Þor-björnsdóttir fæddist 30. október 1929. Hún lést 21. júní 2016. Útför Höllu fór fram 28. júní 2016. séu til að elta, að setja sér markmið og lifa og læra alla ævi. Stundirnar sem við sátum saman í eldhúsinu í Úthlíð- inni og drukkum in- stant-kaffi og rædd- um málin, þú barst velferð mína ávallt fyrir brjósti og gafst mér ráð í samræmi við það. Hvernig þú straukst mér um vangann og sagðir vinan mín eða elskan. Þegar ég gekk með dóttur mína sýndir þú mér mikla umhyggju og ástúð og ég fann hversu spennt þú varst yfir fæð- ingu hennar, hún snuðaði þig þó um sameiginlegan afmælisdag en þú varst sátt, sagðir hana augljós- lega vera ákveðna unga stúlku sem þyrfti sitt pláss. Minningarn- ar eru margar og vildi ég óska að við hefðum haft tækifæri til að skapa fleiri. Þú varst ávallt hrein og bein og sagðir hlutina eins og þeir voru, þér t.d. fannst ég ekki nógu nýtin og áttir oftar en ekki erfitt með að horfa á mig henda fullkomlega nýtilegum hlut en að sama skapi vissi ég að þú elskaðir mig og að þú varst ánægð og stolt af litlu fjölskyldunni okkar og því sem við vorum að gera fyrir norð- an. Síðustu mánuðir voru erfiðir og það veitir huggun að vita að þú sért komin með hvíldina sem þú varst farin að óska þér, en sökn- uðurinn er mikill og skarðið sem þú skilur eftir stórt. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. ( Ingibjörg Sigurðardóttir) Ást að eilífu. Þín tengdadóttir, Linda Björk. Eftir langa og farsæla sam- vinnu við það merka verkefni að koma börnum og fjölskyldum þeirra í samt lag eftir sársauka- fullt uppnám, sem rak þau til að sækja hjálp á Barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans þar sem við Halla unnum saman í tæpan aldarfjórðung, kveðjumst við nú. Höllu bar öðruvísi að en suma aðra sérfræðinga þar sem hún hafði langa reynslu, bæði í meina- fræði á Keldum og síðan sérnám í barnalækningum við Barnaspítala Hringsins á Landspítala. Smám saman festi hún sig í okkar sam- eiginlegu sérgrein, barna- og ung- lingageðlækningum, frá 1973 til starfsloka. Í þessari margslungnu sérgrein, sem lengi framan af átti ekki margar leiðir til að hjálpa skjólstæðingum okkar, en með tímanum breyttist úrvalið af hjálp- artækjum, ekki síst í formi nýrra lyfja, þótt enn væru fjölskyldu- og einstaklingsmeðferð helstu að- ferðirnar. Þá kom það sér vel að Halla hafði marga innbyggða kosti, sem gerði vegina færari. Halla var ljúfur persónuleiki og gat gripið til ýmissa aðferða sem voru innbyggðar í persónuleika hennar. Það reyndist mikið lán að fá að starfa með henni, bæði að meðferð og vinnu í félagsmálum. Það er líka minnisstætt hversu fjölbreytt viðfangsefni Halla fékkst við, ekki síst hvernig hún leysti það að vera bæði annríkur læknir og sýslumannsfrú í Vík í Mýrdal. Hún sinnti þar einnig móðurhlutverki og hvers konar skyldum við ótal hross sem fjöl- skyldan átti. En nú er komið að leiðarlokum. Ég þakka Höllu hjartanlega fyrir ljúfa samleið um leið og ég sam- hryggist fjölskyldunni. Páll Ásgeirsson. Mig langar hér að minnast Kristjóns Jónssonar, góðs vin- ar sem nú er fallinn frá eftir erfið veik- indi. Kynni okkar Kristjóns hófust haustið 1992 þegar við byrjuðum í nýliðaþjálfun hjá Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Slíkri þjálfun fylgja ótal námskeið og ferðalög, oft við krefjandi aðstæður sem reyna verulega á. Nýliðahópurinn kynntist því afar fljótt og vel og þar mynduðust strax sterk vin- áttubönd sem varað hafa æ síðan. Þannig var það einmitt með Krist- jón, Valgeir Ægi Ingólfsson og mig, við þrjú urðum strax góðir vinir. Við fórum í ótal skemmti- legar ferðir saman vítt og breitt um landið, á öllum árstímum, gangandi, klifrandi, á skíðum, hjólandi, siglandi á kajökum, ak- andi á torfærumótorhjólum, jepp- um og snjósleðum. Við höfðum til dæmis fyrir venju í nokkur ár að fara í ísklifur á jóladag eða annan í Kristjón Jónsson ✝ Kristjón Jóns-son fæddist 13. október 1966. Hann lést 16. júní 2016. Útför Kristjóns fór fram 28. júní 2016. jólum og eru þær ferðir mér einkar minnisstæðar. Krist- jón, eða Stjóni eins og hann er kallaður í okkar hópi, var afar góður vinur og ferðafélagi, traustari mann er ekki hægt að finna. Hann bauð af sér góðan þokka, var fremur hæglátur og hafði góða nær- veru. Hann hafði líka góðan húm- or og það var gaman að hlæja með honum því hann hló oft svo inni- lega. Hann var einnig afar úr- ræðagóður og með eindæmum laghentur. Eftir því sem árin liðu og við stofnuðum okkar fjölskyldur fækkaði eðlilega samverustund- unum og ferðum okkar saman. Síðasta ferðalagið sem við fórum saman í var fyrir nokkrum árum síðan, þá tókum við að okkur að keyra snjótroðara sveitarinnar yf- ir Vatnajökul. Ferðin var frábær þrátt fyrir að veðrið væri ekki gott, þoka svo þykk að ekki sást fram fyrir tönnina alla leiðina, en það gerði ekkert til því fé- lagsskapurinn var frábær. Þarna gafst okkur góður tími til að rifja upp gamla tíma, spjalla saman og þegja saman. Nú hefur Kristjón lagt í sína hinstu ferð, ég votta Steinvöru, dætrunum og fjöl- skyldu hans mína dýpstu samúð. Góða ferð, kæri vinur. Hildur Nielsen. Tindfjöll. Það er strekkings- vindur, smá ofankoma en aðallega snjófjúk. Snjór sem er að dansa og þeytast um í rokinu, staldrar við í nokkra stund í einhverjum skafli en er svo rokinn áfram út í busk- ann. Í tjaldi fyrir utan efsta skála sofa tveir menn. Þeir hrjóta og láta það ekki trufla sig frekar en lætin í veðrinu. Þeim líður vel. Þeir eru á fjöllum. Emstrur. Sumarsólin brosir, jöklarnir státa sínum hvítu kollum. Nokkrir félagar hendast áfram á fjallahjólum eftir að hafa klöngr- ast með þau yfir brú á Emstruá. Mennirnir hjóla þegjandi, náttúr- an hefur orðið og hefur frá nógu að segja. Ströndin við Bakka. Þetta er um sumarsólstöður, komið vel fram á nótt, bjart og lyngt. Úthafs- aldan kemur hægt upp að landi og brotnar á grynningunum. Hópur kajakræðara er rétt búinn að finna sér leið út úr brimsköflunum og er á leið til Eyja. Á svona stundu er allt svo rólegt, hver og einn nýtur stundarinnar. Þeir einu sem eru að flýta sér eru bjargfuglar sem þurfa að fæða sísvanga unga sína. Svona minningarbrot koma upp í huga minn þegar ég hugsa um Stjóna. Við kynntumst í Hjálp- arsveit skáta í Reykjavík. Við störfuðum þar saman í fjölmörg- um verkefnum sem sveitin þurfti að kljást við. Því fylgdi alls kyns útivistarbrölt. Óbyggðirnar voru heimavöllur Stjóna, og var hann algjör alæta hvað útivist snerti. Jeppaferðir, mótorhjólaferðir, fjallahjólaferðir, kajakferðir, gönguferðir, gönguskíðaferðir, veiðiferðir, ísklifur, fjallaklifur og án efa fleira sem ég kann ekki að nefna. Stjóni var góður ferðafélagi, öruggur og útsjónarsamur. Hann hafði sérstakt lag á að redda hlut- um eins og í einni gönguskíðaferð upp á miðjum Kili þegar göngu- skíðafesting lét sig og við vorum þrír sem bara klóruðum okkur í hausnum, Stjóni aftur á móti skannaði umhverfið, kom auga á vírstubb sem stóð upp af staur rétt upp úr snjónum, við hinir sáum bara snjóinn. Vopnaður Leathermann gat okkar maður galdrað vírinn í bindinguna og skömmu síðar var skíðað af stað. Aldrei neitt vesen á þeim bænum. Ekkert óþarfa mas en samt stutt í góðan húmor og hnyttnar tilvitn- anir. Innilegar samúðarkveðjur til Steinu og dætranna, Kristínar Jónu og Þórhildar. Einar Daníelsson. Elsku pabbi. Það byrjuðu að hrannast upp óveð- ursský í september á síðasta ári, nánar tiltekið á afmælisdegi Maríu Liv- ar hinn 17. september þegar þú greindist með krabbamein. Óveðrinu slotaði ekki fyrr en 7. júní pabbi, þegar þú kvaddir okk- ur með trega í hjarta og þannig var og er eins með okkur. Ég vil þakka þér, pabbi, fyrir styrk þinn í mínu hjartastússi og fyrir að líta aldrei á mig sem sjúkling heldur manneskju með sjúkdóm. Líf þitt snérist svo mik- ið um okkur, þitt nánasta fólk. Þú Snorri Hlöðversson ✝ Snorri Hlöð-versson fædd- ist 13. maí 1944. Hann lést 7. júní 2016. Útför Snorra fór fram í kyrrþey. barst hag okkar alltaf fyrir brjósti. Ég man ekki hversu oft ég þurfti að leita til þín með alls kon- ar rafmagnstæki sem eru notuð í eld- húsi og svo blessað- ar þvottavélarnar sem þú gast legið í og það kom sér vel fyrir marga fleiri en mig. Þú áttir það nú til, pabbi, að gera úlfalda úr mý- flugu, en þegar ég varð svo ólétt að þeim tveim, taka eitt og taka tvö, börnunum mínum eftir stutt og engin kynni við hitt kynið, þá heyrðist ekki múkk í mínum. Ég fékk klapp á öxlina og var spurð: Elskan, hvernig hefur þú það? og mundu að þú hefur dýrmætan farm. En sem betur fer höndlaði ég ástina og gifti mig honum Leifi Skagamanni árið 2008 án þess að segja neinum, í kyrrþey pabbi, ef hægt er að segja það. Og þér fannst það algerlega mið- ur að fá ekki að vera með og ég er ekki frá því að það hafi komið skeifa á minn. Betri tengdapabba hefur Leifur ekki getað hugsað sér. Þið sátuð löngum stundum og rædduð bílaviðgerðir sem og pólitík svo að sumir voru löngu farnir að leggja sig. Börnin mín eiga góðar minningar um afa sem hafði ákveðnar skoðanir á hinum ýmsu málum, og afa sem var höfðingi heim að sækja og trygg- ur vinur sem bar hag þeirra fyrir brjósti, afa sem var flottur í sportinu, badmintoninu, og á skíðunum en þau nutu góðs af þeim ferðum. Hjartans þakkir, pabbi minn, fyrir allt og allt, þær sætu og þær súru, við tvö áttum nokkrar þannig. Samt þykir mér svo skrýtið að þú sért farinn og eigir ekki aftir að kíkja í skúffukökuna á föstudögum, grillin sem voru ekki svo fá með einn á kantinum og svo barnabörnin á trampól- íninu. Spjallið með kaffibolla í hönd og barnabarn í fanginu. Við öll höfum misst góðan vin sem við söknum mikið. Ég vil enn og aftur þakka englahöndunum (eins og þú sagðir pabbi) á hjúkrunarheim- ilinu Dyngju hérna á Egilsstöð- um fyrir mikla og góða umönnun og svona englahendur ber að varðveita og standa vörð um. Við erum svo þakklát ykkur á allan hátt og maður sér alltaf betur og betur hve mikilvægt faglært og ófaglært fólk er, sem vinnur að umönnun sjúkra og aldraðra, styrkir og hlúir að lifendum og látnum. Vegni ykkur ávallt vel í ykkar mikilvægu störfum. Bænin mín: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Þú, pabbi, tókst veikindum þínum af miklu æðruleysi. Af hverju ekki ég eins og einhver annar … P.s. Pabbi vonandi ekki of væmið, þér féll það ekki vel. Þín elskandi dóttir og liðið á Hörgsásnum nr. 2, Ingibjörg, Leifur og afabörnin þín. ✝ Sigurður E.Þórarinsson fæddist á Akureyri 7. nóvember 1915. Hann fórst með flutningaskipinu Heklu 29. júní 1941. Foreldrar hans voru Sigrún Sig- urðardóttir hús- móðir, f. 14.6. 1887, d. 1.1. 1966, og (Benedikt) Þór- arinn Dúason, hafnarstjóri og skipstjóri á Siglufirði, f. 19.5. 1895, d. 19.8. 1976. Sigurður var giftur Huldu Long Gunnarsdóttur, f. 18.1. 1919, d. 7.10. 1980. Saman áttu þau eina dóttur, Guðbjörgu Bryndísi, f. 15.11. 1940. Guð- björg á fimm börn og barnabörn. Systkini Sigurðar samfeðra eru Aldís Dúa, f. 23.9. 1924, Ás- geir, f. 27.10. 1922, Brynja, f. 4.9. 1924 og Ása, f. 28.8. 1928. Sigurður hóf snemma að vinna fyrir sér eins og títt var á þessum árum. Hleypti heimdraganum og fékk fljótlega skipsrúm á flutn- ingaskipinu Heklu sem Kveldúlfur í Reykjavík gerði út. Átti sjómennskan vel við hann og sem slíkur sigldi hann bókstaflega um heimsins höf og hafði víða komið við þrátt fyrir ungan ald- ur. Um það minna m.a. póst- kortin og bréfin sem hann skrif- aði gjarnan móður sinni í höfnum víðs vegar um heim. Þegar Heklu var sökkt af þýsk- um kafbáti var skipið leigt Eim- skipafélagi Íslands. Fjórtán fór- ust en sjö komust á fleka. Sex þeirra lifðu af en eru nú allir látnir. Nú er minnst tveggja tíma- móta. Bæði fæðingarafmælis afa sem og þeirra dapurlegu örlaga þegar hann drukknaði. Þessi skrif eru því bæði minning um afa Sigurð sem og áhöfnina á Heklu. Atburðinn sem slíkan ætla ég ekki að fjalla um en vísa til greinar sem ég ritaði þegar 60 ár voru frá þessu voðaverki í sunnudagsblað Morgunblaðsins 23. september 2001 og er öllum aðgengileg í gegnum tímarit.is. Mamma var bara kornabarn þegar ósköpin dundu yfir. Hún kynntist því ekki föður sínum og það litla sem við vitum um hann varðveitum við í hjarta okkar. Það hlýtur alltaf að setja sitt mark þegar börn missa foreldra sína. Eflaust er það öðruvísi þeg- ar barnið er svo ungt en með tímanum sækja hugsanir á um pabba og hans líf. Eins hefur það gerst með mig að ég velti fyrir mér hvernig hefði verið að kynnast þessum afa. Það má því segja að þó að heil 75 ár séu síðan hann lést sé enn ákveðinn tregi og söknuður í fjölskyldunni. Hans er minnst sem hægláts og þægilegs manns sem sinnti sínu og var eins og aðrir á þessum tíma að koma undir sig fótunum fyrir sína litlu fjölskyldu. Fyrst um sinn eftir að skipinu var sökkt var ekkert vitað um þennan atburð eða örlög áhafnar vegna fjarskiptabanns. Samt komu einhverjum dögum síðar boð um að óttast væri um skipið. Prestar fóru í heimsóknir til fjöl- skyldna skipverja en gátu ekkert sagt nema að skipsins væri saknað. Nokkrum dögum eftir atburð- inn sigldi skip bandamanna fram á flekann. Þá varð ljóst hvað gerst hefði og nokkrir hefðu komist af, en vegna fjarskipta- bannsins var ekki vitað hverjir. Prestar fóru aðra ferð til fjöl- skyldna skipverja með tíðindin og vonir glæddust þótt kvíðinn nísti merg og bein. Seint um síðir komu loks fram upplýsingar um þá sem komust af og enn og aftur fóru prestar í húsvitjun til fjölskyldna skip- verjanna. Óhætt er að segja að ríkt hafi gríðarleg sorg enda höfðu fjórtán manns, allt fyrir- vinnur, farist í hafi. Amma var með ungbarnið og vissi ekkert á þeirri stundu hvað framtíðin bæri í skauti sér. Fyrir norðan syrgði Sigrún langamma einka- son sinn en gat þó glaðst yfir sonardóttur og síðar langömmu- börnum sem voru orðin þrjú þegar hún lést, undirritaður þeirra elstur. Það versta fyrir utan andlátið sjálft var auðvitað að geta ekki jarðað hina látnu ástvini. Það breyttist með minningaröldun- um við Fossvogskirkju og þar er skipverjanna minnst. Samt er sú kaldhæðni að þar sem ekki er um legstað að ræða eru nöfn hinna látnu ekki skráð í legstaðaskrá kirkjugarðanna þótt minningar- markið sé innan kirkjugarðsins. Ég mun ávallt minnast þessa afa míns enda er millinafn mitt hið sama og hann bar. Megi allir í áhöfn Heklu hvíla í friði um ókomna tíð, jafnt þeir sem hvíla í votri gröf sem og þeir sem björg- uðust og hafa nú fengið hvíld í vígðri mold. Bára blá að bjargi stígur og bjargi undir deyr. Bára blá! drynjandi að sér Dröfn þig sýgur, í djúpið væra brátt þú hnígur, í Drafnar skaut og deyr. Bára blá! þín andvörp undir andi tekur minn, Bára blá! allar þínar ævistundir eru þínar dauðastundir Við bjarg er bani þinn. (Magnús Grímsson) Rúnar Sigurður Birgisson. Sigurður E. Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.