Morgunblaðið - 29.06.2016, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 29.06.2016, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016 Katrín Ösp Magnúsdóttir, kennari í Grunnskóla Grindavíkur, erþrjátíu ára gömul í dag. Hún er einnig í meistaranámi íkennslufræði. „Ég er að kenna 2. bekk, en ég byrjaði að kenna 1. bekk síðasta vetur og fannst kennslan eiga mjög vel við mig. Ég kalla mig Suðurnesjamey, fædd og uppalin í Keflavík, við flutt- um síðan í Voga á Vatnsleysuströnd, en maðurinn minn er úr Grinda- vík og fjölskylda hans býr þar og við ákváðum að flytja hingað.“ Hvað um áhugamál? „Það er ýmislegt sem maður gerir, ég er í garðræktinni núna og les mér til dundurs og fer út með krakkana. Svo hef ég verið að æfa fitnessbox í svolítinn tíma. Munurinn á fitness- boxi og venjulegu boxi er sá að það er meira farið í styrktaræfingar og tæknina, en það er lítið farið í hringinn, í bardagann sjálfan.“ Katr- ín er ekki ókunnug bardagaíþróttum því hún æfði lengi júdó og þjálf- aði síðan. Varð m.a. í þriðja sæti á Norðurlandamóti árið 2004 og varð í öðru sæti á Opna sænska meistaramótinu og varð Íslandsmeistari í flokki 21 árs og yngri „Ég er í pásu frá júdóinu enda er nóg að gera í kennslunni og að vera með fjölskyldunni.“ Faðir Katrínar, Magnús Hersir Hauksson, var margfaldur Íslandsmeistari í júdói, en hann er núna yfirhúsvörður í Laugardalshöll, og móðir hennar, Anna Álfheiður Hlöðversdóttir, vinnur hjá Isavia við vopnaleit. Eiginmaður Katrínar er Einar Jón Sveinsson, vélstjóri hjá hvala- skoðunarfyrirtækinu Eldingu og margfaldur Íslandsmeistari í júdói. Hann á fyrir soninn Gabríel Ísar, f. 2001, en saman eiga þau Magnús Alexander, f. 2008, Ara, f. 2010, Arnar, f. 2012 og Hauk Hersi, f. 2014. „Þetta verður voða látlaust afmæli. Líklega verður grillað með fjölskyldunni. Á góðum sumardegi Ari, Katrín Ösp, Magnús Alexander, Arnar, Einar Jón og með húfuna er Haukur Hersir. Fjögurra barna móðir í fitnessboxi Katrín Ösp Magnúsdóttir er þrítug í dag B rynjar fæddist á Heiði í Biskupstungum 29.6. 1966, ólst þar upp við öll almenn og hefð- bundin sveitastörf þess tíma og hefur átt þar heima alla tíð. Hann lauk grunnskólaprófi frá Grunnskólanum í Reykholti. Brynjar var í fiskvinnslu og til sjós frá Þorlákshöfn í nokkrar ver- tíðir. Hann hóf sjálfur búskap á Heiði 1989 og hefur verið bóndi þar síðan: „Það kom nú eiginlega aldrei neitt annað til álita af minni hálfu en að verða bóndi. Maður er alinn upp við bústörfin, ég hef alltaf haft yndi af skepnum og búskap, er yngstur systkinanna og þegar ég komst á unglingsárin voru systkini mín að fara að heiman. Ég tók því við bú- skapnum og hef aldrei séð eftir því. Við erum með blandaðan búskap, Brynjar Sigurgeir Sigurðsson, bóndi á Heiði – 50 ára Heiðarfjölskyldan Frá vinstri: Ólöf Anna, Sigurgeir, Marta Sonja, Brynjar, Sigrún Ásta, Gísli Þór og Auður Hanna. Söngglaður bóndi í Biskupstungunum Rekstur Brynjar á leið yfir gömlu Tungufljótsbrúna sem var byggð 1929. Sigríður Hulda Ketils- dóttir, Akranesi, er 80 ára í dag, 29. júní. Hún ætlar að eyða deginum með fjölskyldunni. Árnað heilla 80 ára Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR SKODA • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.