Morgunblaðið - 29.06.2016, Page 33

Morgunblaðið - 29.06.2016, Page 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016 INDEPENDENCE DAY 2 5:30, 8, 10:30(P) LEITIN AÐ DÓRU ÍSL.TAL 3:30, 5:45 CENTRAL INTELLIGENCE 8, 10:25 WARCRAFT 8(2D), 10:30(3D) FLORENCE FOSTER JENKINS 5 ANGRY BIRDS ÍSL.TAL 3:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar POWERSÝNING KL. 22:30 Sambíóin og leik- arinn Ólafur Darri Ólafsson halda sérstaka frumsýningu á kvikmynd Ste- vens Spielbergs, The BFG, í kvöld kl. 18 í Sambíó- unum í Egilshöll. Ólafur Darri fer með hlutverk í myndinni sem byggð er á sam- nefndri barnabók Roalds Dahls frá árinu 1982. Almennar sýningar á myndinni hefjast á föstudaginn í Sambíóunum. The BFG frumsýnd í Egilshöll í kvöld Ólafur Darri Ólafsson AF KVIKMYNDUM Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Fótbolti breytir öllu.Í fyrsta skipti má allt íeinu setja íslenska fánann á bílinn sinn. Setja hönd á brjóst og kyrja þjóðsönginn, þennan ynd- islega sálm eftir Matthías Joch- umsson, fá gæsahúð og mega segja frá því. Það má dreifa íslenska fán- anum á milli barna án þess að fá á sig stimpilinn rasisti. Það má öskra Áfram Ísland án þess að fólk haldi að maður sé búinn að skrá sig í stjórnmálaflokkinn Þjóðfylk- inguna. Allir Íslendingar mega þetta, út af fótbolta. Það er margt sem leyfist í íþróttum sem annars er algjörlega bannað. Margir kvikmyndagerð- armenn hafa spilað inn á þessar margbrotnu tilfinningar mann- skepnunnar í listformi sínu. Það er við hæfi að Íslendingar búi sig undir leikinn gegn Frakk- landi með því að horfa á nokkrar þeirra. Þeirra frægust er líklegast „Victory“, stórmynd frá árinu 1981 þar sem leika menn einsog Michael Caine, Sylvester Stallone og sjálfur Pelé. Myndin fjallar um fótboltaleik milli breskra og bandarískra stríðs- fanga gegn þýskum sigurvegurum sínum á vígvellinum. En þegar á fótboltaleikvanginn er komið fara hlutirnir öðruvísi en á vígvellinum. „Bend It Like Beckham“ er önnur stórskemmtileg bíómynd, þar sem ung bresk stúlka af ind- versku ætterni þráir að spila fót- bolta og þessi litla sæta mynd um fegurð boltans er skemmtileg upp- rifjun fyrir landsleikinn á sunnu- daginn. „Goal! The Dream Begins“ er mynd sem leyfir leikurum með sjampóauglýsingaútlit, sem kunna ekki neitt í fótbolta, láta eins og þeir kunni eitthvað, og stilla sér upp fyrir framan myndavélarnar. Frekar slök mynd og arfaslakir leikarar, en er ekki aðeins með að- dáun á fallegu fólki heldur einnig á fótbolta og því er það fyrirtaks upp- hitun að horfa á þá mynd. „Fever Pitch“ er víst skemmti- leg mynd. Hef bara lesið bókina hans Nick Hornby sem myndin er gerð eftir og hún er algjör snilld og það fólk sem á einhverja lausa kvöldstund fyrir leikinn gegn Frökkum ætti að nýta kvöldið í að lesa þá frábæru fótboltabók. Mynd- in er víst líka skemmtileg, en passið ykkur á því að horfa ekki á banda- rísku útgáfuna því hún fjallar víst um hafnabolta. Þá fráleitu íþrótt sem enginn heilvita maður vill kannast við nú á dögum. Og enginn heilvita maður fattar hvernig hægt er að kalla það dútl íþrótt. Meistaraverkið í sögu fótbolta- mynda er að sjálfsögðu „The Damned United“. Það þarf ekki að hafa neinn knattspyrnuáhuga til að falla fyrir þeirri mynd. Myndin seg- ir frá ævi Brian Clough, sem var einn þekktasti þjálfari í ensku deildinni á áttunda og níunda ára- tug síðustu aldar en fjallar fyrst og fremst um breyska, komplexaða en jafnframt sigursæla manneskju. Kannski ekki peppmyndin sem við Íslendingar þurfum á að halda fyrir leikinn. Það væri ábyggilega hollara að rifja upp níðyrði Nelsons flotafor- ingja um Frakka á meðan hann var að brýna sína menn til orrustu. Eða Wellingtons, en þeir voru ekki aldir upp í pólitískum rétttrúnaði og létu þvílík fúkyrði falla um andstæðinga sína að ekki væri hægt að birta það á prenti. Við höldum okkur við fallegar bíómyndir, það er nóg til af þeim. Fótboltamyndir og stríð David Beckham Þessar stúlkur trúðu á mátt sinn og fótboltans. Stjarna Pelé, ein af goðsögnum knattspyrnunnar, lék smá hlutverk í bíómyndinni „Victory“ frá árinu 1981. Virðing Bíómyndin um Clough er um ýmiss konar klúður hans, vonlausar aðstæður, einlægan vinskap og mannlegan breyskleika en líka sigur. Morgunblaðið/Eggert Meiriháttar Magnað að hugsa til þess að þessi litla tuðra geti kallað fram slíkar tilfinningar í brjósti fólks að það gersamlega missi sig í dramakasti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.