Morgunblaðið - 29.06.2016, Síða 36
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 181. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Dorrit hoppaði í fangið á Hannesi
2. „Lélegasta lið sem ég hef …“
3. Tólfan ekki á Frakkaleiknum …
4. „Við töpuðum stórfé á …“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Kvartett víbrafónleikarans Reynis
Sigurðssonar leikur á tónleikum
Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum
í Hörpu í kvöld kl. 21. Auk Reynis
skipa kvartettinn Guðmundur Pét-
ursson sem leikur á gítar, bassaleik-
arinn Gunnar Hrafnsson og Einar
Scheving sem leikur á trommur.
Kvartettinn mun leika ameríska og
brasilíska standarda þar sem bíbopp
og sömbur svífa yfir vötnum auk þess
sem frumsamin tónlist verður leikin.
Sjö tónleikar eru á sumardagskrá
Jazzklúbbsins Múlans og eru þeir
haldnir á miðvikudagskvöldum á
Björtuloftum til og með 27. júlí.
Bíbopp, sömbur og
frumsamið efni
Fín sýning, sýning á málverkum
myndlistarmannsins Sævars Karls,
verður opnuð í dag kl. 17 í anddyri
Norræna hússins. Sýningin er liður í
nýju verkefni Norræna hússins, Lista-
maður í anddyrinu, sem hefur það að
markmiði að kynna norræna og balt-
neska myndlist og er sýning Sævars
sú fyrsta í því verkefni.
Sævar Karl stýrði sýningasal í fata-
verslun sinni á árunum 1989-2007 og
á að baki myndlistarnám bæði hér á
landi og erlendis. Hann hefur haldið
einkasýningar og tekið þátt í sam-
sýningum hér á landi, í Danmörku,
Ítalíu, Austurríki og Þýskalandi. Sæv-
ar málar í expressjónískum stíl og
gjarnan á stóra fleti og eru verkin á
sýningunni abstraktmálverk af stærri
gerðinni. Voru
nokkur þeirra
sýnd í Feneyjum
í maí og júní í
fyrra í tengslum
við Feneyjatvíær-
inginn en önnur
málaði hann á
þessu ári.
Sævar Karl opnar
Fína sýningu
Á fimmtudag Norðaustan 5-10. Rigning austanlands en skúrir
vestantil. Hiti 10 til 15 stig, en svalara austanlands.
Á föstudag Hiti allt að 18 stigum sunnan heiða.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 5-10 m/s. Rigning
eða súld á Austfjörðum, annars skúrir, einkum síðdegis. Hiti 10 til
15 stig, en svalara austast.
VEÐUR
Fylkismenn fögnuðu lang-
þráðum sigri í gærkvöld
þegar þeir lögðu Víking R.
að velli, 1:0, í 9. umferð
Pepsi-deildar karla í knatt-
spyrnu. Þetta var fyrsti sig-
ur lærisveina Hermanns
Hreiðarssonar á tímabilinu.
Í Ólafsvík komust Þróttarar
í 2:0 strax í upphafi leiks en
það voru að lokum heima-
menn sem fögnuðu sigri,
3:2, eftir dramatíska end-
urkomu. »2 og 3
Fyrsti sigur Fylkis
og gleði í Ólafsvík
Byrjunarlið Íslands á Evrópumeist-
aramóti karla í knattspyrnu var metið
á átta sinnum lægri upphæð en byrj-
unarlið Englands
í leik liðanna í
16 liða úrslit-
um, áður en
mótið í
Frakklandi
hófst. Hver
byrjunarliðs-
maður Eng-
lands er
metinn á
hærri
upphæð
en dýrasti
maður Ís-
lands. »3
Átta sinnum ódýrara
byrjunarlið en Englands
Berglind Hrund Jónasdóttir, mark-
vörður Stjörnunnar, hefur komið eins
og stormsveipur inn í Pepsi-deild
kvenna í fótbolta á þessari leiktíð.
Berglind leysti Söndru Sigurð-
ardóttur af hólmi þegar sú síð-
arnefnda gekk til liðs við Val í vetur,
og hélt hreinu í 3:0-sigri á Val í 5. um-
ferð. „Hún hefur alla möguleika á að
verða stjarna,“ segir liðsfélagi. »4
Hefur alla möguleika á
að verða stjarna
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Þýsku mæðgurnar Nicola og Jette Blümel eru
sannkallaðar ævintýrakonur. Þær komu til Ís-
lands í lok maí með Norrænu og hyggjast ekki
fara aftur heim til Þýskalands fyrr en í lok októ-
ber. Þær ferðast um landið á puttanum og segja
það góða leið til að kynnast landi og þjóð á fimm
mánuðum. Móðirin vinnur sem sjálfboðaliði á
Landsmótinu á Hólum og gista þær í tjaldi. Það
væsir ekki um þær enda eru þær með fyrirtaks
svefnpoka og tjald sem stenst veður og vind og var
keypt sérstaklega fyrir þessa Íslandsferð enda
bjuggust þær við mun verra veðri en verið hefur.
„Við leyfum hlutum að gerast og grípum tæki-
færin tveim höndum. Ég kynntist íslenskri hesta-
konu sem sagði mér frá Landsmótinu og ég ákvað
að sækja um sem sjálfboðaliði á mótinu. Við vild-
um endilega fá að taka þátt í svona stóru hesta-
móti. Þegar maður ferðast á puttanum kynnist
maður svo skemmtilegu fólki,“ segir Nicola sem
dásamar þennan ferðamáta og segir það lítið mál
að vera tvær á ferð.
Verkefni sjálfboðaliða á Landsmóti eru fjöl-
breytt, allt frá hliðvörslu inn á keppnisvöll eða
ruslatínslu í brekkunni. Í fyrradag var verkefni
hennar sem sjálfboðaliða að setja borða á hand-
legg keppenda í barnaflokki svo dómarar þekki þá
í sundur. „Það er svo gaman að komst í tæri við ís-
lenska hestinn og fólkið,“ segir hún. Hún stundar
sjálf hestamennsku en hún ólst upp á sveitabæ í
Norðaustur-Þýskalandi. Á heimili hennar voru
ekki íslenskir hestar heldur velskir smáhestar og
svokallaðir Shetlands-hestar. Nicola átti langt og
árangursríkt keppnistímabil fram til 21 árs aldurs
í hestafimleikum sem eru mikið stundaðir erlend-
is.
Dóttirin Jette sem er 12 ára æfir líka hestafim-
leika. Henni líkar dvölin á Íslandi vel og sér-
staklega frelsið hér á landi. Nicola hefur ekki
áhyggjur af því að dóttir hennar stundi ekki hefð-
bundna skólagöngu í þessa fimm mánuði. „Lífið
kennir henni. Ég reyni að kenna henni líka en hún
hlustar ekki á mig því ég er móðir hennar,“ segir
hún og hlær. Jette, brosir líka prakkaralega og
segist njóta lífsins á Íslandi, sérstaklega þegar
hún fær að komast í tæri við íslensku hestana.
Markmið þeirra er að komast í sjálfboðaliða-
vinnu á sveitabæ. Nicola hefur starfað víða um
heim m.a. á Nýja-Sjálandi við að smala kindum.
Nicola er smiður að mennt og hefur einnig sigl-
ingaréttindi á kajak. Áður en leið þeirra mæðgna
lá að Hólum í Hjaltadal voru þær á Húsavík. Þar
starfaði Nicola í sjálfboðaliðavinnu, m.a. við að
laga trébáta. „Það var æðislegt og gátum við farið
í hvalasiglingu á hverjum degi því eigandinn á
hvalaskoðunarfyrirtæki,“ segir hún dreymin á
svip. Hún tekur fram að hennar bíði þar starf ef
hún kjósi en helst vilja þær komast á sveitabæ þar
sem hestar eru. Þær eru komnar til landsins til að
upplifa margt og kynnast nýju fólki. Þær segja Ís-
lendinga einstaklega opna og skemmtilega. Í því
samhengi nefnir hún hversu auðvelt það sé að
starfa sem sjálfboðaliði hér, ólíkt heimalandinu
þar sem skrifræðið stendur slíkri vinnu fyrir þrif-
um. Það er ekki hægt að sleppa þeim án þess að
spyrja um landsleik Íslands og Bretlands sem þær
horfðu á á mótsvæðinu. „Þetta var æðislegt. Við
vonum bara að Þýskaland þurfi ekki að mæta Ís-
lendingum.“
Kynnast þjóðinni á puttanum
Þýskar mæðgur
ferðast um landið í fimm
mánuði á puttanum
Morgunblaðið/Þórunn
Mægur Nicola og Jette Blümel eru heillaðar af íslenska hestinum.