Morgunblaðið - 08.07.2016, Síða 16

Morgunblaðið - 08.07.2016, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016 PERFECTING CREAM MEÐ BÓNDARÓSARSEYÐI FLAUELSMJÚKT BLÓM SEM FEGRAR HÚÐINA Bóndarósin sem vex á Drôme svæðinu í Frakklandi er dáð fyrir þokka sinn og fegurð en hún býr yfir einstökum eiginleikum: fullkomnun. Rannsóknarteymi L’OCCITANE afhjúpar eiginleika hennar með kremi sem gefur húðinni fullkomna áferð. Kremið gefur hámarks raka fyrir allar húðgerðir og umbreytir yfirborðsáferð húðarinnar um leið og það eykur ljóma. Húðin verður flauelsmjúk og ljómar af fullkomnun. L’OCCITANE, sönn saga. Kringlan 4-12 | s. 577-7040 L’Occitane en Provence - Ísland 8. júlí 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.72 123.3 123.01 Sterlingspund 159.2 159.98 159.59 Kanadadalur 94.32 94.88 94.6 Dönsk króna 18.251 18.357 18.304 Norsk króna 14.519 14.605 14.562 Sænsk króna 14.353 14.437 14.395 Svissn. franki 125.46 126.16 125.81 Japanskt jen 1.2226 1.2298 1.2262 SDR 170.84 171.86 171.35 Evra 135.82 136.58 136.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.5611 Hrávöruverð Gull 1367.1 ($/únsa) Ál 1623.5 ($/tonn) LME Hráolía 48.06 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Alþjóðlega fjár- málatímaritið Euromoney hefur útnefnt Íslands- banka sem besta bankann á Íslandi. Er þetta fjórða árið í röð sem bankanum hlotn- ast þessi útnefn- ing. Í tilkynningu segir að dóm- nefnd hafi horft til árangurs í rekstri. Þá hafi einnig verið litið til þeirrar framtíðarsýnar Íslandsbanka að veita bestu bankaþjónustu á Íslandi og ný- sköpun sem miðar að einföldun bankaviðskipta. Auk þessa hafi bank- inn hlotið hæstu einkunn banka í Ís- lensku ánægjuvoginni undanfarin þrjú ár. Euromoney útnefnir árlega bestu bankana í tæplega 100 löndum og veitir þeim viðurkenninguna Awards for Excellence. Íslandsbanki útnefndur bestur í fjórða sinn Útnefndur Bestur í fjórða sinn. STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fjárfestingasjóðurinn Horn III á í viðræðum við eiganda eignarhalds- félagsins Basko um mögulega fjár- festingu sjóðsins í því. Eignar- haldsfélagið á að fullu smásölu- verslanirnar 10-11, Iceland, innflutnings- og vöruhúsið Intex og fjóra veitingastaði sem reknir eru undir merkjum ameríska kaffi- og kleinuhringjaframleiðandans Dunkin’ Donuts. Horn III er framtakssjóður sem rekinn er af sjóðastýringarfyrir- tækinu Landsbréfum, dótturfélagi Landsbankans. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins eru viðræð- urnar á viðkvæmu stigi en talið er að niðurstaða fáist í viðræðum að- ila á næstu tveimur til fjórum vik- um. Mikill vöxtur síðustu ár Eigandi Basko er Árni Pétur Jónsson athafnamaður en hann starfaði á árum áður meðal annars fyrir smásölurisann Baug og sem framkvæmdastjóri Aðfanga, inn- flutningsfyrirtækis undir þeim hatti. Hann keypti 10-11 verslan- irnar af Eignabjargi, dótturfélagi Arion banka, um mitt ár 2011 og þá keypti hann meirihluta í verslun- unum Iceland í ársbyrjun 2013 af Jóhannesi Jónssyni. Viðmælendur sem þekkja til við- ræðnanna segja að fleiri fjárfest- ingasjóðir hafi á síðastliðnum tólf mánuðum átt í viðræðum við Árna Pétur um mögulega aðkomu að Basko en í engu tilviki hafi þær komist á jafn mikinn rekspöl og þær sem nú eiga sér stað milli Horns og forsvarsmanna félags- ins. Áfram við stjórnvölinn Ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu stóran hlut for- svarsmenn Horns hyggjast kaupa í Basko en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun Árni Pétur ekki hafa í hyggju að sleppa al- gjörlega tökum á félaginu. Félagið hefur vaxið mikið á und- anförnum árum. Samanlögð velta dótturfélaga þess nam ríflega 3,5 milljörðum árið 2011 en nú slagar veltan í 10 milljarða króna. 10-11 rekur í dag 35 verslanir í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Reykjanesbæ, Akureyri og á Akranesi. Verslanir Iceland eru þrjár, tvær í Reykjavík og ein í Kópavogi. Dunkin’ Donuts-staðirn- ir, sem reknir eru í dótturfélagi 10- 11 undir heitinu Drangasker, hafa verið þrír, tveir í Reykjavík og einn í Kópavogi en fjórði staðurinn verður opnaður í Reykjanesbæ innan skamms. Stefnt mun að opn- un mun fleiri staða á næstu árum. Rekstrarfélag 10-11-verslananna á einnig og rekur tvær verslanir undir merkjum Háskólabúðarinn- ar, verslun Inspired by Iceland við Bankastræti og veitingastaðinn Bad Boys burgers & Grill Fjárfestingasjóðurinn Horn vill inn á smásölumarkað Morgunblaðið/Þorkell Í samstarfi við Skeljung Í september árið 2014 var gengið frá samstarfssamningi milli 10-11 og Skeljungs um opnun verslana við flestar eldsneytisstöðvar síðarnefnda félagsins og eru verslanirnar nú orðnar tólf talsins. Horn III » Framtakssjóður stofnaður af Landsbréfum. » Lokað var fyrir áskrift að hlutafé á fyrri hluta þessa árs. » Hluthafar eru rúmlega 30 talsins, lífeyrissjóðir, fjármála- fyrirtæki og fagfjárfestar. » Áætlað fjárfestingatímabil Horns III er til loka árs 2019. » Líftími sjóðsins áætlaður til ársloka 2025.  Sjóðurinn í viðræðum við eigendur 10-11, Dunkin’ Donuts og Iceland-verslananna Búnaður íslenska fyrirtækisins Trackwell hefur nú verið tekinn til notkunar við stjórnun fiskveiði- eftirlits á 100 milljón ferkílómetra hafsvæði Kyrrahafsins. Trackwell mun sjá um rekstur á kerfinu í sam- vinnu við skýjaþjónustu Amazon í Ástralíu. Alls varðar eftirlitið 40 ríki sem eiga lögsögu á hafsvæðinu sem um ræðir. Búnaðurinn gerir notendum kleift að fylgjast þúsundum skipa í raun- tíma. Þannig geta ríki og stofnanir sinnt eftirliti með efnahagslögsögu sinni, ásamt veiðum á afmörkuðum svæðum. Kerfið skráir veiðar skipa og annast samskipti milli aðildar- þjóða vegna þeirra. Reynsla við íslenskar aðstæður Eftirlitskerfið sem um ræðir er byggt á kerfi sem þrautreynt er við strendur Íslands og nefnt er Fjareft- irlitskerfið, en það hefur verið í þró- un frá árinu 1996 í samstarfi við Landhelgisgæslu Íslands, Neyðar- línuna og Sjávarútvegsráðuneytið. Vaktstöð siglinga nýtir kerfið til tilkynningarskyldu, fiskveiðieftirlits og til miðlunar upplýsinga til fisk- veiðistofnana vegna eftirlits með veiðum í úthafi. Þær Kyrrahafsþjóðir sem nýta kerfið munu geta fylgst með ferðum skipa sinna, en einnig er hægt að veita öðrum aðildarríkjum aðgang að upplýsingum innan kerfisins og bæta þannig yfirsýn yfir hafsvæðið og þau skip sem þar stunda veiðar. Trackwell var stofnað 1996 og sér- hæfir sig í sig í hugbúnaðargerð með sérstakri áherslu á fjarskipti og staðsetningatækni. jonth@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Jón Ingi Björnsson og samstarfsfólk hjá Trackwell vakta nú Kyrrahafið. Fylgist með bát- um á Kyrrahafi  Íslenskur bún- aður vaktar um tvo þriðju yfirborðsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.