Morgunblaðið - 08.07.2016, Side 18

Morgunblaðið - 08.07.2016, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Bandarískaalríkis-lögreglan FBI hefur gefið frá sér sérstaka yf- irlýsingu um lyktir tölvupóstsmálsins svonefnda, þar sem kannað var hvort Hillary Clinton, forseta- frambjóðandi Demókrata- flokksins, hefði brotið lög um meðferð trúnaðargagna með því að setja upp sinn eigin tölvupóstsþjón þegar hún var utanríkisráðherra. Kom þar fram að alríkislögreglan mælti ekki með því að Clinton yrði ákærð fyrir málið, en James Comey, yfirmaður FBI, sagði að hegðun Clinton hefði verið „ákaflega kæruleysisleg,“ auk ýmissa annarra áfellisdóma. Þrátt fyrir þetta sagði Comey að enginn „raunsær saksóknari“ myndi höfða mál á hendur Clinton, jafnvel þó að sannanir væru fyrir „hugsan- legum brotum“ við meðferð trúnaðarmála. Þá væri mögu- legt að „óvinveittir aðilar“ hefðu haft aðgang að persónu- legum tölvupóstum utanríkis- ráðherrans. Allt væri þetta vítavert en ekki í þeim mæli að kallaði á ákæru. Dómsmálaráðherrann, sem fer með ákæruvaldið í málinu, brást skjótt við og lýsti því yfir að ekki yrði ákært. Sú ákvörð- un leit ekki betur út eftir ný- legan og óvæntan og umdeild- an fund Bills Clinton með dómsmálaráðherranum og er augljóst að margir telja ákvörðunina pólitíska. Í herbúðum Clintons var litið á niðurstöðuna sem mikinn sig- ur, þar sem tölvupóstsmálið hefur valdið henni miklum óþægindum í meira en ár. Hefði alríkislögreglan mælt með ákæru hefði það líklega markað endalok forseta- framboðs hennar. Engu að síður kemur Clinton löskuð undan hinni hörðu gagnrýni alríkislögreglunnar þrátt fyrir ályktunina sem dregin var af rannsókninni og margir hafa efast um. Einn þeirra er Rudy Giuliani, fyrrverandi borg- arstjóri New York og einn þekktasti fyrrverandi sak- sóknari Bandaríkjanna, sem lýst hefur mikilli furðu yfir nið- urstöðunni. Hann segir, þvert á það sem James Comey hélt fram, að enginn „raunsær sak- sóknari“ geti komist að þeirri niðurstöðu að ákæra ekki. Sekt Hillary Clinton sé ótvíræð og lögbrotið svo augljóst að málið hefði örugglega unnist. Repúblíkanar í þinginu eru ekki heldur sáttir við niður- stöðu málsins og gengu hart að Comey, sem sat fyrir svörum í þinginu í gær. Hann var til dæmis spurður hvort meðferð á borð við þá sem Clinton við- hafði á trúnaðarupplýsingum hefði kostað starfsmann FBI vinnuna. Svar Comeys við því var játandi, sem er ekki heppi- legt fyrir forsetaframbjóðand- ann. Óhætt er að fullyrða að þó að Clinton hafi sloppið naumlega við ákæru er málinu hvergi lok- ið, eins og demókratar voru að vonast eftir. Til þess var niður- staða rannsóknarinnar of mik- ill áfellisdómur. Undir venjulegum kringum- stæðum þýddi niðurstaða rann- sóknar FBI, sem staðfestir öll þau mistök forsetaframbjóð- andans sem raun ber vitni, að frambjóðandinn ætti enga möguleika. Kringumstæður eru hins vegar ekki venjulegar og þess vegna er allt of snemmt að afskrifa Clinton. Mótframbjóðandinn er Donald Trump, sem margir geta alls ekki hugsað sér að hleypa í Hvíta húsið og eru tilbúnir að fyrirgefa Clinton flest til að forða því. Engu að síður mun tölvupóstsmálið áfram þvælast fyrir Clinton og gera henni erfiðara fyrir að nota þá rök- semd gegn Trump að hann skorti trúverðugleika í emb- ættið. Formleg lok tölvu- póstsmálsins þýða ekki endalok máls- ins fyrir Clinton} Áfellisdómur án ákæru Vigdís Hauks-dóttir, þing- maður Framsóknar- flokksins, er einn þeirra þingmanna sem hafa lýst því yfir að þeir verði ekki í kjöri í komandi kosningum. Vigdís er ein þeirra fáu á þingi sem eru til- tölulega óhrædd að segja skoð- un sína og hefur að auki iðu- lega haft lög að mæla um umdeild mál þó að stóryrtir gagnrýnendur hennar hafi ekki dregið af sér. Þegar hún rakti ástæður þess að hún hygð- ist ekki sækjast eftir lengri þing- setu vakti eitt sér- staklega athygli og veldur um leið áhyggjum. Hún sagði að ekkert hefði gengið við að skera niður í ríkisrekstri, en þau mál þekk- ir hún vel eftir formennsku í fjárlaganefnd. Það boðar ekki gott fyrir skattgreiðendur ef þeir sem helst vilja gæta að- halds í rekstri ríkisins ákveða að hætta á þingi, meðal annars af þeirri ástæðu að viðleitni til aðhalds sé árangurslaus. Vigdís Hauksdóttir kvartar undan skorti á aðhaldi hjá ríkinu} Áhyggjuefni H vað sem líður óþoli okkar lands- manna í garð portúgalska lands- liðsfyrirliðans, Cristianos Ronal- dos, eftir lágkúruleg ummæli hans í garð íslenska landsliðsins og Íslendinga, eftir jafnteflið okkar fræga á EM, Portúgal-Ísland, 1-1, þá verður það ekki frá fyrirliðanum tekið, að hann átti stórleik í fyrra- kvöld gegn Wales, þegar Portúgalar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum á sunnudag – hann átti stórkostlegt skallamark og síðan stoðsend- inguna sem skilaði Portúgal 2-0 sigri. Flest héld- um við ugglaust með Wales, en það dugði ekki til, því eini maðurinn þeirra megin á vellinum sem stóð undir nafni, var hinn baráttuglaði Bale. Það eru margar gleðilegar hliðar á frábærri frammistöðu karlalandsliðs okkar í fótbolta á EM í Frakklandi. Flestum þeim gleðilegu hlið- um hafa verið gerð góð og ítarleg skil í fjölmiðlum hér á landi og víðar, undanfarna daga. Ein hinna jákvæðu hliða er tvímælalaust hinar háu greiðslur sem koma í hlut KSÍ við það að liðið náði alla leið í 8 liða úrslitin. Knattspyrnusamband Íslands fékk sex milljónir evra, eða um átta hundruð milljónir íslenskra króna, fyrir árang- urinn á EM en áður hafði sambandið fengið 1.100 milljónir króna fyrir að komast á mótið. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur réttilega sagt þetta vera mikla innspýtingu í ís- lenska knattspyrnuhreyfingu. Vissulega er heilmikill kostnaður á móti þessum miklu tekjum, sem KSÍ hefur þurft að greiða eða mun þurfa að greiða, og ekkert nema allt gott um það að segja. En það liggur fyrir að nokkur hundruð milljónir króna verða eftir í kassanum hjá KSÍ og nú þurfa forsvarsmenn KSÍ að vanda sig svo um munar, þegar ákveðið verður hvernig þessum fjármunum verður varið. Það liggur í augum uppi að knattspyrnufélög í landinu, sem eru félagar í KSÍ, sem eru sam- kvæmt heimasíðu KSÍ alls 154 talsins, munu að einhverju leyti njóta góðs af. Ekki kann ég regl- urnar um hversu há prósenta á að koma í hlut úrvalsdeildarliða, fyrstu deildar liða og svo framvegis, en það hljóta að vera skýrar reglur þar um. En mig langar að beina því til forystu KSÍ og þeirra sem munu ákveða ráðstöfun fjármun- anna, að gleyma ekki þýðingarmesta hópnum sem stundar knattspyrnu hér á landi: það eru auðvitað börnin og unglingarnir, strákar og stelpur. KSÍ á að nýta þetta stórkostlega tækifæri, til þess að stórauka framlög í barna- og unglingastarf knattpsyrnufélaganna. Þannig verða strákarnir okkar og stelpurnar okkar til framtíðar til. Þeim mun meiri sem vegur barna- og unglingastarfsins verður, hæfir þjálfarar ráðnir í auknum mæli til starfa, vell- ir og aðstaða bætt og félagslegur sjarmi þess að taka þátt, verður raunverulegt aðdráttarafl fyrir krakkana, þeim mun meiri von til árangurs til framtíðar. Við skulum ekki gleyma því að að málshátturinn Lengi býr að fyrstu gerð, er enn í fulu gildi. agnes@mbl.is Agnes Bragadóttir Pistill Lengi býr að fyrstu gerð STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Grænlendingar hafa fariðfram á aukna hlutdeild íloðnuveiðum við Ísland.Kröfu sína byggja þeir á þeirri staðreynd að loðnan hefur frá aldamótum leitað í auknum mæli í grænlenska lögsögu. Þessi sjónarmið Grænlendinga verða ásamt fleiru rædd á fundi Íslend- inga, Grænlendinga og Norðmanna í Nuuk í byrjun september. Loðnan hrygnir að stærstum hluta við suðvestan- og vestanvert Ísland í marsmánuði. Lirfur loðn- unnar berast síðan með straumum vestur, norður og austur fyrir land. Á síðari árum hafa loðnuseiði í auknum mæli borist með straumum til Austur-Grænlands en nákvæmar upplýsingar skortir um þau því að ekki hefur verið farið í sérstaka seiðaleiðangra síðustu tólf ár. Þeg- ar loðnan er orðin ársgömul er hlutfall hennar í grænlenskri lög- sögu orðið mun hærra en það var áður. Stóran hluta ævinnar í grænlenskri lögsögu Fyrirliggjandi upplýsingar benda til þess að loðnan sé þar að stærstum hluta þangað til kemur að síðustu mánuðum ævinnar, þ.e. frá október og fram í nóvember, og hrygning nálgast. Þá fer hún að síga yfir í íslenska lögsögu á nýjan leik þar sem hrygning á sér stað og meginhluti hrygningarloðnunnar, þriggja og fjögurra ára, drepst að henni lokinni. Áður var hegðun loðnunnar talsvert frábrugðin þegar lirfur, seiði og ungloðnu var meira og minna að finna frá austanverðu landinu, norður og vestur fyrir land. Þá fór lítilræði af seiðum til Grænlands að því að talið er. Full- orðin loðna í fæðuleit var þá að stórum hluta djúpt austan við Grænland, í íslenskri lögsögu og við Jan Mayen. Fyrst var samið um loðnuveið- ar við Ísland í byrjun níunda ára- tugarins og var nýr samningur á sama grunni gerður 2003. Sam- kvæmt núgildandi samningi er skipting á hlutdeild í loðnuveiðum þannig að 81% kemur í hlut Íslend- inga, 11% fara til Grænlendinga og 8% til Norðmanna. Auk þess sem loðnan er nú stóran hluta lífs- skeiðsins við Grænland hefur ekk- ert fundist af Íslandsloðnunni við Jan Mayen síðustu ár. Óbreytt fyrirkomulag á loðnuveiðum næsta vetur Gögn um þessa þróun, út- breiðslusvæði og lífsferil loðnunnar voru lögð fram á fundi í Álasundi í Noregi í síðasta mánuði og verður breytt staða rædd á fundi í Græn- landi í september að beiðni Græn- lendinga. Á fundinum í Noregi náðist samkomulag um að fyrirkomulag loðnuveiða við Ísland næsta vetur yrði óbreytt frá því sem var í vetur. Með samþykkt nýrrar afla- reglu í fyrra var aukið tillit tekið til varúðarsjónarmiða og þannig minnkuðu líkur á að sumarveiðar á loðnu yrðu leyfðar. Meðal annars þess vegna var gerð bókun við loðnusamninginn 2015 og fengu Norðmenn heimild síðasta vetur til að veiða allan sinn hlut í íslenskri lögsögu í stað 35%. Þá var veiðitímabil þeirra lengt um viku. Þetta skilaði sér í því að tölu- vert oftar var landað í höfnum á Austfjörðum framan af vertíðinni. Á sama tíma barst lítið á land frá íslenskum skipum, sem mörg hver biðu eftir að hrognaþroski ykist í loðnunni. Grænlendingar vilja aukinn hlut í loðnu Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Vertíð Á loðnuveiðum í byrjun mars síðasta vetur. Veiðarnar skipta þjóðar- búið miklu, auk þess sem loðnan er mikilvægur hlekkur í vistkerfi sjávar. Mikil óvissa er um loðnuveið- ar næsta vetur og ráðleggja Hafrannsóknastofnun og Al- þjóða hafrannsóknaráðið ICES í samræmi við varúðarnálgun að ekkert upphafsaflamark verði gefið út fyrir vertíðina 2016/17. Ráðgjöfin verður endurmetin að loknum mæl- ingum á stærð veiðistofnsins haustið 2016 og í byrjun árs 2017. Fram kemur í ástands- skýrslu Hafrannsóknastofn- unar að niðurstöður berg- málsleiðangra að haustlagi séu notaðar til að setja upphafsaflamark. Leiðangur- inn í september– október 2015 náði ekki að fullu yfir útbreiðslu loðnustofnsins og því er stofnmatið líklega van- mat, segir í skýrslunni. Hins vegar mældist magn ókyn- þroska loðnu langt undir því viðmiði sem gæfi meira en 0 tonna upphafsráðgjöf. Verða loðnu- veiðar leyfðar? MIKIL ÓVISSA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.