Morgunblaðið - 08.07.2016, Page 22

Morgunblaðið - 08.07.2016, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016 ✝ Halldóra Már-usdóttir fædd- ist 17. júní 1925 að Þverá í Blönduhlíð. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Hlíð á Akureyri 2. júlí 2016. Foreldrar henn- ar voru Márus Guð- mundsson, f. 25. júlí 1902, d. 18. nóv- ember 1982, og Hjörtína Tómasdóttir, f. 25. ágúst 1906, d. 26. ágúst 2002. Systkini hennar voru Guð- mundur, f. 1. júní 1928, d. 1. september 2015, Hermína Sig- ríður, f. 1. mars 1930, Sigur- björg, f. 6. maí 1933, Tómas Ingi, f. 26. júlí 1937, d. 4. ágúst 2001, Þrúður, f. 14. maí 1939, og Salbjörg, f. 29. september 1945. Eiginmaður hennar var Ing- ólfur Sigmarsson frá Svínavalla- koti í Unadal, f. 23. júlí 1914, d. 16. febrúar 1993. Foreldrar hans voru Sigmar Þorleifsson og Kristjana Guðmundsdóttir. þau þrjú börn, Kristján Sindra, sambýliskona Júlía Rós Jó- hannsdóttir; Diljá Dögg og Syl- víu Siv. 4. Snorri Valdimar, kvæntur Álfheiði Bjarnadóttur og eiga þau þrjú börn, Gylfa, Patrek Bjarna og Sigmar Inga. Sigurður Ingólfsson, f. 15. nóv- ember 1944, kvæntur Karen Bruun Madsen, f. 11. nóvember 1946, þau eiga þrjú börn, 1. Er- lingur Ingi, sambýliskona Birna Sigurkarlsdóttir og á hún þrjá syni úr fyrra sambandi. 2. Vig- dís Hulda, kvænt Sigmundi Þor- steinssyni og eiga þau þrjú börn, Anna Karen, sambýlismaður Rúnar Friðriksson og eiga þau tvö börn, Adam Kristófer og Söru Viktoríu. Tinna Ruth og Þorsteinn Már. 3. Halldór Már. Ingibjörg Hjálmarsdóttir, f. 10. mars 1956, ólst upp hjá þeim til sex ára aldurs, hún er gift Sig- urði Þorleifssyni og eiga þau fjögur börn. Ingólfur Haukur, barnabarn þeirra, ólst upp hjá þeim frá níu ára aldri. Halldóra starfaði við fisk- vinnslu og síðar á Saumastofu Hofsóss. Hún var virk í félags- starfi og var hún í kirkjukór Hofsóss og kvenfélaginu. Útför hennar fer fram í Hofs- óskirkju í dag, 8. júlí 2016, klukkan 15. Halldóra og Ing- ólfur giftu sig 27. desember 1942. Heimili þeirra var í Bræðraborg á Hofsósi. Þau eignuðust tvo syni, Kristján Ingólfsson, f. 27. maí 1943, d. 7. maí 1990. Hann var kvæntur Lindu Steingrímsdóttur, f. 19. nóvember 1946. Þau slitu samvistum. Þau eignuðust fjög- ur börn: 1. Dóra, sambýlismaður Ársæll Kristjánsson og eiga þau þrjú börn, Lindu, Örnu og Orra. 2. Ingólfur Haukur, kvæntur Sigrúnu Hildi Guðmundsdóttur og eiga þau eitt barn saman, Kristján Inga og hann á tvær dætur, Elísabeth Lind, sambýlis- maður Ástvaldur Gylfason og eiga þau einn son, Eyþór Inga. Rakel, og Sigrún á einn son Jak- ob Frey Atlason úr fyrra sam- bandi. 3. Gunnar Örn, kvæntur Helenu Sigurðardóttur og eiga Ertu þá farin, ertu þá farin frá mér elsku amma sem gekkst mér í móðurstað þegar ég var ungur að árum? Ég á svo ótal margar góðar minn- ingar úr minni bernsku og bara úr mínu lífi þar sem ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að vera þér samferða að ég veit bara ekki hvar ég á að byrja. En eitt er það þó sem ég get seint fullþakkað fyrir, það er hvað þú varst alltaf mikið til staðar fyrir mig og mína, það var sama hvað gekk á í mínu lífi alltaf var hægt að koma eða hringja til þín og fá góð ráð og ekki skemmdi það nú fyrir að komast í gott kaffi og kleinu- spjall. Ég á eftir að sakna þín. Hvíl í friði, elsku amma, og ég veit að við eigum eftir að hittast og spjalla síðar meir. Þinn Ingólfur Haukur. Elskulega Dóra mín hefur kvatt okkur. Ég á svo margar góðar minn- ingar um þig en að koma því á blað getur kannski verið erfitt en það er margt sem fer í gegn- um hugann og mikið á ég eftir að sakna þín. Við urðum strax góðar vin- konur og þegar ég kom á Hofs- ós í fyrsta sinn með Inga þín- um, þá beið að sjálfsögðu þvílíka hlaðborðið eftir okkur og ég fann hvað ég og Jakob minn vorum velkomin, hann hafði á orði hvað Ingi hefði ver- ið heppinn að alast upp hjá þér. Þú tókst honum strax frá fyrsta degi eins og hann væri einn af þínum barnabörnum þó að hann væri orðinn tíu ára þegar við komum í fjölskylduna. Þú spurðir alltaf jafnmikið um hann og svo Kristján Inga þeg- ar við töluðum saman í síma. Mér er minnisstætt þegar Kristján Ingi var í 2. bekk og átti að skrifa sendibréf til ein- hvers sem hann vildi og hann valdi ömmu Dóru, en hann vissi ekki hvar hún átti heima nema á Hofsósi og að hún héti eitt- hvað annað en amma Dóra. Kennarinn hafði samband við okkur til að fá fullt nafn og heimilisfang svo að bréfið kæm- ist á réttan stað en það hefði ekki skipt neinu máli því bréfið hefði alltaf komist til skila því allir þekkja ömmu Dóru á Hofs- ósi. Við áttum oft svo yndislegt og gott spjall, við erum búnar að hlæja saman og gráta saman og að hafa átt allar þessar stundir með þér er ógleyman- legt og ég þakka svo mikið fyrir þær. Þú prjónaðir endalaust mikið af fallegum peysum og vettlinga á okkur öll og meira til. Þú sagðir nú stundum við mig að ég yrði að læra að prjóna áður en ég yrði gömul svo ég hefði eitthvað að gera. Mér finnst ég svo rík að hafa fengið að kynnast þér. Þetta var yndislegt samfélag á Hofsósi og samstaða mikil og þú áttir svo margar góðar vin- konur og við hérna fyrir sunnan vorum allavega rólegri á seinni árunum að vita af því að þú væri alls ekki ein þó að fjöl- skyldan væri öll annaðhvort fyrir sunnan eða á Akureyri. Það var nú skrítið þegar þú fórst frá Hofsósi á Akureyri og ekki hægt að kíkja eftir sundið í kaffi og pönnsur, það var tóm- legt og nú aftur þegar við kom- um á Akureyri á eftir að vera tómlegt að fara ekki beint upp á elliheimili – það var það fyrsta sem við gerðum alltaf þegar við komum norður. Eins og við gerðum á miðvikudaginn síðast- liðinn en þú svafst svo vært að við vildum ekki vekja þig og svo orðin veik klukkustund síðar en svona er bara lífið og þú ferð með stæl og ekkert að tvínóna við hlutina. Það var alltaf kraft- ur í þér og þú þurftir alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Ég er svo þakklát fyrir að þú hafir átt svona góð síðustu ár á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Ak- ureyri og það var nú bara þann- ig að þú yngdist upp um 20 ár við að fara þangað og eignaðist enn fleiri góðar vinkonur. Það var gaman að fylgjast með ykk- ur skvísunum að skiptast á naglalökkum og panta ykkur nýja kjóla að sunnan. Þér fannst nú gott að geta farið á snyrtistofuna reglulega og þú vildir alltaf vera svo fín og sæt. Þú munt eiga sérstakan stað í hjarta mínu og ég á eftir að sakna þín, elsku Dóra mín. Hvíl í friði. Sigrún Hildur. Elsku besta amma mín. Nú er komið að kveðjustund okkar í bili, elsku amma mín, það er svo sárt en óumflýjan- legt, það veit ég. Góðar minn- ingar fljóta nú um huga minn og veita mér huggun á þessum erfiða tíma. Það að hafa hitt þig aðeins þrem dögum áður en þú kvaddir okkur þar sem við spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Meðal annars sögð- um við þér að pabbi og mamma hefðu verið að steikja ömmu- brauð, þá varstu glöð og sagðir að nú myndu þau taka við þessu af þér og þú hlóst mikið þegar við sögðum þér hvernig þau styttu sér leið með glasinu. Þessi heimsókn gefur mér svo mikið í dag og fyrir það er ég endalaust þakklát. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. Með landnemum sigldi’ hún um svarrandi haf. Hún sefaði harma. Hún vakti’ er hún svaf. Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð. Hún var íslenska konan, sem allt á að þakka vor þjóð. Ó! Hún var ambáttin hljóð. Hún var ástkonan rjóð. Hún var amma, svo fróð. Ó! Athvarf umrenningsins, inntak hjálpræðisins, líkn frá kyni til kyns. Hún þraukaði hallæri, hungur og fár. Hún hjúkraði’ og stritaði gleði- snauð ár. Hún enn í dag fórna sér endalaust má. Hún er íslenska konan, sem gefur þér allt sem hún á. Ó, hún er brúður sem skín! Hún er barnsmóðir þín eins og björt sólarsýn! Ó! Hún er ást, hrein og tær! Hún er alvaldi kær eins og Guðsmóðir skær! Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’ á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin, hún sígur, – og sólin, hún rís,– og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís, sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf: Það er íslenska konan, – tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson.) Elsku amma mín, takk fyrir allt. Þín Vigdís Hulda Sigurðardóttir. Elsku besta langamma Dóra. Það er erfitt að kveðja svona góða vinkonu en á sama tíma er ég þakklát fyrir að þú fékkst að fara í friði. Ég er þakklát fyrir allar stundirnar okkar saman í Bræðraborg, inni á Hofsósi og á Hlíð. Mér fannst alltaf svo gott að koma til þín. Við lásum, leystum krossgátur, ræddum ættfræðina og höfðum það huggulegt. Það var alltaf dekur að vera hjá þér. Við áttum margt sameiginlegt þrátt fyrir aldursmuninn og höfðum gaman af því. Ég er þakklát fyrir að þú fékkst að kynnast Eyþóri Inga og að hann hafi fengið nokkur langalangömmuknús, þvílík gjöf. Við ræddum dauðann einu sinni og ég veit að þú varst ekki hrædd, þú varst viss um að þú fengir að ganga niður fallega græna engið sem þú sást einu sinni og til allra þeirra sem voru farnir á undan þér. Ég sakna þín sárt, amma mín, en ég veit að þú ert á enn betri stað núna. Þú kenndir mér litla bæn þegar ég var lítil sem hefur oft gefið mér huggun og gerir núna: Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Elísabeth Lind Ingólfsdóttir. Langamma mín, vinkona og mín helsta fyrirmynd hefur nú kvatt þennan heim. Orð fá ekki lýst hversu vænt mér þótti um ömmu Dóru og hve margt hún kenndi mér í gegnum tíðina. Hún var alveg einstök, svo góð og yndisleg í alla staði. Ég er þakklát fyrir allar þær minn- ingar sem ég á um okkur sam- an. Þær hlýja mér um hjarta- rætur. Ég kveð ömmu Dóru með miklum söknuði og þakk- læti fyrir samfylgdina. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Arna Ársælsdóttir. Halldóra Márusdóttir ✝ HallgrímurSylveríus Hall- grímsson fæddist 28. janúar 1953 á Karlagötu 20 í Reykjavík. Hann lést á gjörgæslu- deild Háskóla- sjúkrahússins í Stavanger í Noregi 23. júní 2016, en hann veiktist þar sem hann var staddur í heimsókn hjá Gísla bróður sínum og Hrefnu mág- konu sinni. Hann var einn af tíu systk- inum hjónanna Hallgríms Sylveríussonar, verkamanns, f. 11. apríl 1918, d. 5. janúar 1987, og Guðrúnar Gísladóttur, húsfreyju, f. 27. maí 1926, d. 30. mars 1985. Systkini Hall- gríms eru: Kristín, f. 31. ágúst 1950, Gísli, f. 28. janúar 1953, Sveinn Bergmann, f. 6. júní 1954, d. 9. janúar 2004, Ragn- ar, f. 13. júní 1956, d. 15. ágúst 1990, Kristján, f. 3. október 1957, d. 28. ágúst 2003, Gunn- ar, f. 6. nóvember 1958, Helga, f. 9. september 1960, Guðrún, f. 11. maí 1962, og Ásgeir, f. 5. júlí 1965. Hallgrímur fluttist á Nesveg 45 árið 1956, ólst þar upp og gekk í Melaskóla og Hagaskóla. Hall- grímur fór fljótt að vinna sendlastörf með skóla. Eftir gagnfræðapróf vann hann um skeið í Kassagerð Reykja- víkur, Sportvali og við ýmis önnur störf. Hann hóf síðan nám í húsasmíði og lauk sveins- prófi frá Iðnskólanum í Reykja- vík árið 1974. Hallgrímur vann við smíðar og fleiri störf fram til 1987. Veikindi öftruðu hon- um frekari þátttöku á vinnu- markaði. Hann bjó frá 1978 þar til hann lést á Bræðraborg- arstíg 55 í Reykjavík. Útför Hallgríms fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag, 8. júlí 2016, klukkan 13. Hallgrímur mágur minn er látinn langt um aldur fram. Það verður visst tómarúm nú þegar Halli er ekki lengur á Bræðra- borgarstígnum. Ég kynntist honum fyrst fyrir 30 árum og ég held að okkur hafi orðið nokkuð vel til vina. Samvinna okkar var vissulega ekki alltaf auðveld, ég er gjarn á að vilja drífa hlutina af á meðan Halli vildi frekar velta þeim vandlega fyrir sér áður en ákvörðun væri tekin. En þegar ákvörðun var tekin var henni fylgt eftir og vandað til verka. Hann hringdi gjarnan og spurði frétta af fjölskyldunni og þannig var hann að ýmsu leyti einhverskonar miðpunktur í systkinahópnum því hann vissi yfirleitt hvað allir í fjöl- skyldunni voru að fást við á hverjum tíma. Hann sagði hins vegar færra af sjálfum sér og því höfðum við ekki gert okkur grein fyrir því hve veikur hann var orðinn þegar hann lagði af stað til Gilla bróður síns í byrj- un júní. Um leið og ég kveð Halla, þakka ég honum samfylgdina í 30 ár og væntumþykjuna sem hann sýndi strákunum okkar Helgu. Júlíus Aðalsteinsson. Til er þekkt saga innan fjöl- skyldunnar þegar einn okkar var á ferð ásamt Halla frænda, frá Íslandi til Stavanger, á leið í fermingu annars okkar. Eitt- hvað klikkaði með vekjara- klukkur og það var ekki fyrr en Dússi frændi birtist á tröpp- unum um kl. 7 að morgni, með Halla frænda í símanum, og sagði „Ert þú ekki á leiðinni í flug?!“ að veruleikinn skall á, hent var í tösku í miklum flýti og brunað af stað. Halli frændi sóttur í leiðinni og kapphlaup við klukkuna á Reykjanes- brautinni. Auðvitað misstum við af flug- inu, en fengum í staðinn flug til Köben og átti að redda sér það- an. Þar voru skoðaðir ýmsir ferðamöguleikar, og varð ofan á að taka lestir, ferju og fleiri lestir. Nokkur tími var til ráð- stöfunar og var ákveðið að skella sér í bæinn, finna sér eitthvað að borða og jafnvel jakkaföt, sem auðvitað höfðu ekki ratað ofan í tösku í hrað- pökkun morgunsins. Aftur misreiknuðu menn sig og voru mættir á Hovedbaneg- ården með heldur skamman tíma til að ná í töskur og finna rétt spor. Ljóslifandi er minningin þeg- ar hlaupið er niður stigann, Halli frændi nokkrum skrefum á eftir, hoppað inn í lest og svo svipurinn á Halla þegar lest- ardyrnar lokuðust – við ferða- félagarnir sinn hvorum megin við glerið. Engir farsímar, og Halli ekki sá vanasti í slíkum aðstæðum. Fór þó allt vel að lokum og var nokkuð hlegið að þessu síðar. Halli frændi var okkur kær. Hann var tíður gestur hjá mömmu og pabba, bæði á Ís- landi og eins eftir að þau fluttu til Noregs þar sem hann dvaldi oft vikum saman í góðu yfir- læti. Hann lét jafnan lítið fyrir sér fara, var okkur hinn mesti ljúf- lingur og indæll í alla staði. Á sínum yngri árum ku hann hafa verið allnokkur partýpinni, en rólegra var yfir honum hin síð- ari ár. Halli frændi átti við geðræn vandamál að stríða. Eins og vit- að er þá fylgir þeim oft mikil skömm og svo fannst okkur einnig vera um Halla. Þetta gerði honum erfiðara með að leita sér hjálpar. Vafalítið hefði líf hans verið öðruvísi ef geð- sjúkdómar væru ekki slíkt of- boðslegt tabú í okkar sam- félagi. Halli fylgir nú þremur bræðrum sínum sem áður hafa horfið á braut, þeim Ragga, Kristjáni og síðast Dússa, eða Sveini, sem sagði okkur að við- urnefnið hefði hann fengið snemma þegar hann hóf að halda þrumuræður sem ein- hverjum þótti minna á Il Duce. Allir hafa þeir verið hluti af okkar lífi og eiga þeir sérstak- an stað í hjarta okkar. Halli leitaði mikið til pabba og fékk hjá honum mikinn stuðning í gegnum tíðina. Hann var nýkominn í sum- arleyfi til foreldra okkar í Nor- egi þegar hann þurfti að leggj- ast inn á spítala vegna veikinda í lungum. Var pabbi hjá honum þar alla daga og margar nætur. Allan tímann var tvísýnt hvort hann myndi ná sér því eitt lagðist á annað, og því fór sem fór. Halli hafði sagt okkur að hann væri trúaður, og bætist nú í hóp þeirra sem komast að því hvað bíður okkar að jarð- vistinni lokinni. Það er með eftirsjá sem við sendum Halla frænda okkar hinstu kveðju, en jafnframt gleði yfir að hafa kynnst þess- um indæla manni sem vildi okkur alltaf svo vel. Arnar, Hallgrímur og Guðni Rúnar Gíslasynir. Hallgrímur Sylver- íus Hallgrímsson ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.