Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 3

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 3
95 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Dagana 30. nóvember til 11. des- ember 2015 er fyrirhugaður í París fundur þjóðarleiðtoga þar sem reynt verður að ná samkomulagi um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, og um leiðir til að draga úr því tjóni sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér. Í þessari grein verður fjallað stuttlega um aðdraganda þessa fundar og hvað er í húfi. Á síðari hluta 20. aldar áttaði vísindasamfélagið sig á því að óheft losun gróðurhúsalofttegunda gæti valdið verulegum breytingum á loftslagi. Árið 1992 stóðu Sameinuðu þjóðirnar fyrir leiðtogafundi í Rio de Janeiro og voru þar samþykktar nokkrar gagnmerkar yfirlýsingar og samningar, m.a. Rammasamningur um loftslagsmál, betur þekktur undir skammstöfuninni UNFCCC.1 Þar skuldbundu aðildarríki SÞ sig til þess að halda losun gróður- húsalofttegunda innan þeirra marka að ekki kæmi til hættulegrar röskunar á loftslagi. Árið 1997 hittust aðilar ramma- samningsins í japönsku borginni Kyoto og samþykktu bókun sem lagði iðnríkjum þær skyldur á herðar að draga úr losun gróður- húsa lofttegunda. Þróunarríki voru undanskilin skuldbindingum.2 Kyoto-bókunin var frá upphafi umdeild og þótt 191 ríki hafi lögleitt hana gerðu Bandaríkin það ekki, en losuðu mest allra ríkja þegar bókunin var samþykkt. Rök gegn bókuninni voru margvísleg. Mörgum þótti undanþága þróunarríkjanna óeðli- leg, aðrir töldu að efnahagskerfi heimsins væri stefnt í mikla hættu fyrir lítinn ávinning. Svo voru þeir sem töldu að bókunin gengi of skammt og tryggði ekki að aðilar næðu markmiði rammasamningsins að koma í veg fyrir röskun loftslags. Áður en við skoðum þessi mótrök er rétt að líta á árangur bókunarinnar. Fyrsta skuld- bind ing artímabili hennar lauk árið 2012. Þá höfðu iðnríkin í heild sinni dregið lítillega úr losun frá viðmiðunarárinu 1990 og því má segja að Kyoto-bókunin hafi heppnast hvað þessi ríki varðar. Vöxtur losunar í þróunarríkjunum var hinsvegar slíkur að heildarlosun mannkyns jókst um 50% á tímabilinu 1990 til 2012.3 Árið 1997 var losun iðnríkjanna um tveir þriðju hlutar allrar losunar á heimsvísu, en í lok ársins 2012 losuðu þau ríki sem höfðu skuldbindingar samkvæmt bókuninni rétt rúmlega fimmtung allrar losunar.4 Segja má að hvorir- tveggju hafi haft rétt fyrir sér, bæði þeir sem töldu að ávinningur Kyoto-bókunarinnar væri lítill og hinir sem töldu að hún tryggði ekki að markmið rammasamningsins næðust. Þeir sem höfðu uppi efnahagslegar dómsdagsspár höfðu hinsvegar rangt fyrir sér, samdráttur í losun iðnríkja hefur ekki valdið þar efnahagskreppu. Kyoto-bókunin er tvímælalaust metnaðar fyllsta tilraun mann- kyns til að hemja losun gróður - húsa lofttegunda hingað til, og þrátt fyrir að það takmark hafi ekki náðst stuðlaði bókunin að ýmsum nýjungum. Sem dæmi má nefna markað með losunarkvóta og kerfi til að draga úr losun meðal þróunarríkja, auk annarra innviða sem líklegt er að verði notaðir í næsta áfanga baráttunnar við að draga úr losun. Kyoto-bókuninni var nefnilega aldrei ætlað að vera neinn lokaáfangi og vandamálin byrjuðu í alvöru þegar farið var að semja um næsta áfanga. Vegna þess hvað hagkerfi heimsins hafði breyst mikið á fyrsta áratug nýrrar aldar var ljóst að mun fleiri yrðu að taka á sig bindandi skuldbindingar í næsta áfanga. Árið 2009 hittust þjóðarleiðtogar í Kaupmannahöfn þar sem átti að ganga frá samningum um bindandi niðurskurð á losun eftir að fyrsta skuldbindingartímabili Kyoto- bókunarinnar lyki. Rétt eins og áður var hugmyndin að ákvarða markmið fyrir hnattræna losun og deila síðan niðurskurðinum á aðildarríkin. Kaup mannahafnarfundurinn skilaði hinsvegar ekki þeim árangri sem að var stefnt, og segja má að stefnan sem fylgt var hafi beðið skipbrot. Þessi fundur skilaði hins vegar skjali sem kallað er Kaupmanna- hafnar samkomulagið5 og það reyndist grunnurinn að því ferli sem byggt hefur verið á í aðdraganda Leiðin til Parísar 1. Skammstöfunin stendur fyrir enska heitið „United Nations Framework Convention on Climate Change“. 2. Hér er orðið iðnríki notað um tekjuhá ríki sem eru sérstaklega talin upp í viðauka við bókunina, oft kölluð Annex 1-löndin, en þróunarríki um þau ríki sem ekki eru talin upp í viðaukanum. 3. Sjá: Schiermeier, Q. 2012. Kyoto Protocol: Hot air. Nature 491. 656–658. doi:10.1038/491656a 4. Nordhaus, W. 2013. The Climate Casino. Risk, Uncertainty, and Economics for a Warming World. Yale University Press, New Haven. 378 bls. (Vísað til bls. 247.) 5. Á ensku er samkomulagið kallað „Copenhagen Accord“ og texta þess má lesa á vefsetri UNFCCC (skoðað 18.11. 2015): http://unfccc.int/files/meetings/cop_15/application/ pdf/cop15_cph_auv.pdf NFr_3-4 2015_final.indd 95 30.11.2015 16:34

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.