Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 4

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 4
Náttúrufræðingurinn 96 Parísarfundarins, þ.e. að ríkin lýsi sjálf yfir hversu mikið þau eru reiðubúin að draga úr losun. Í samkomulaginu er einnig lögð áhersla á að öll ríki, líka þróunarríki, verði að taka þátt í samdrætti en á móti var lofað að iðnríkin myndu aðstoða önnur ríki við aðgerðir til að draga úr losun og aðlagast áhrifum loftslagsbreytinga. Í samkomulaginu segir að um árið 2020 skuli fjármögnun iðnríkjanna vegna þessa nema 100 milljörðum dala á ári. Á síðustu árum hafa fundir aðila að rammasamningnum fest þetta ferli í sessi, og í aðdraganda Parísarfundarins hafa ríki sem ábyrg eru fyrir meira en 80% af heildarlosun mannkyns sent inn loforð um samdrátt í losun.6 Í Kaupmannahafnarsamkomu- laginu er einnig ákvæði um að hlýnun jarðar verði haldið innan við 2°C, þótt ekki komi fram við hvaða upphafspunkt er miðað. Tveggja gráðu-viðmiðið á sér nokkuð langa sögu, en upphafleg rök þess voru að við meiri hlýnun yrði jörðin hlýrri en hún hafi verið í hundruð þúsunda ára. Síðari tíma greiningar hafa einnig leitt í ljós að við meiri hlýnun verður tjón á vistkerfum verulegt og hætta á óafturkræfum hröðum breytingum eykst.7 Ári eftir Kaupmannahafnarfundinn var samþykkt á fundi aðila að ramma- samningnum í Cancun að miða við að hlýnun færi ekki yfir 2°C frá iðnbyltingu.8 Þótt rök séu fyrir tveggja gráðu viðmiðinu er það ekki óumdeilt. Það er í grundvallaratriðum pólitískt viðmið um hvað sé ásættanlegt tjón. Líklegt tjón við minni hlýnun er verulegt, og má þar nefna hækkun sjávaryfirborðs, aftakaveður, flóð, þurrka og minni uppskeru.9 Fulltrúar þeirra þróunarríkja sem teljast til smárra eylanda hafa lengi krafist þess að miðað verði við 1,5°C og í samþykktinni frá Cancun er tekið fram að ef þörf reynist verði stefnt á þetta lægra markmið. Fyrir Parísarfundinn er því staðan sú að flest ríki hafa sent inn loforð um samdrátt í losun. Þegar þessi loforð eru lögð saman kemur í ljós að þau duga ekki alla leið að 2°C-markinu. Þau ættu þó að tryggja að hlýnun haldist innan við 3°C og gert er ráð fyrir að síðar verði skerpt á loforðunum. Eitt af því sem er mikilvægt að fylgjast með á Parísarfundinum er hvort samkomulag næst um aðferðafræði við að minnka gapið milli loforðanna og þess sem þarf til. Það hefur verið gagnrýnt að loforðin eru ekki lagalega bindandi. Á þessu eru nokkrir fletir. Í fyrsta lagi má færa fyrir því rök að bandaríska þingið myndi seint samþykkja lagalega bindandi kröfur um samdrátt. Bandaríkjamenn drógu hinsvegar verulega úr losun á Kyoto- tímabilinu og því er vel mögulegt að þeir nái að standa við loforð sín þótt þau séu ekki lagalega bindandi. Eins má spyrja hvort lagalega bindandi kröfur hafi dugað Kyoto- bókuninni. Í því sambandi er bent á að Kanadastjórn komst upp með að lýsa því einfaldlega yfir að ríkið væri hætt þátttöku. Sumir telja reyndar að skömmin við það að standa ekki við loforð sín verði næg þvingun. Þetta er annað atriði sem vert er að fylgjast með í París, hvernig reynt verður að tryggja að ríkin standi við loforð sín. Flestir þátttakendur á Parísar- fundinum koma þó ekki þangað til að taka þátt í samningum um losun. Fjármögnun hundrað millj- arða dala loforðs iðnríkja frá því í Kaupmannahöfn er ekki frágengin að fullu og verður rædd á fundinum. Aðrir þátttakendur verða þarna til að taka þátt í ýmsum smærri þingum. Meðal annars hittast fulltrúar borga til að ræða aðferðir til aðlögunar og hvernig borgir geti dregið úr losun. Benda má á að um helmingur allra jarðarbúa býr í borgum og talið er að hlutfallið hækki í um 70% fyrir miðja öldina. Nú þegar á stór hluti losunar mannkyns sér stað í borgum og því skiptir verulegu máli í baráttunni við loftslagsbreytingar hvernig borgir haga orkunotkun, samgöngum og efnahagsstarfsemi.10 Fulltrúar ríkjahópa hittast einnig og ráða ráðum sínum um marg- vísleg önnur málefni, svo sem skógrækt11 og aðrar aðferðir við að hvetja til samdráttar í losun, og um ýmis samfélagstengd málefni, sérstaklega þau sem varða aðlögun að loftslagsbreytingum. Þá hittast aðilar úr viðskiptalífinu á stóru þingi og ræða nýsköpun, en ljóst er að græn tækni gegnir lykilhlutverki ef takast á að venja hagkerfi heimsins af losun jarðefnaeldsneytis. Sagt hefur verið að fyrir heims- byggðina séu einungis þrír kostir í boði, að draga úr losun, aðlagast breytingum eða þjást.12 Niðurstaða Parísarfundarins ræður því að hluta til hversu ráðandi hver þáttur verður á næstu áratugum. Við skulum spyrja að leikslokum. Dr. Halldór Björnsson er veður- og haffræðingur á Veðurstofu Íslands. 6. Þessi loforð eru kölluð á ensku „Intended Nationally Determined Contributions“, skst. INDC. Tölurnar hér að ofan miðast við loforð í lok október 2015, sjá: http://unfccc.int/ resource/docs/2015/cop21/eng/07.pdf. Eitthvað kann að bætast við fyrir upphaf fundarins. 7. Sjá: Nordhaus, W. 2013, bls. 200–204. Sá atburður að slík breyting verður óafturkræf er á ensku kallaður „tipping point“ eða vendipunktur. 8. Sjá 4. grein í samþykkt Cancun-fundarins (bls. 3), sem finna má á vefsetri UNFCCC (skoðað 18.11 2015): http://unfccc.int/resource/docs/2010/cop16/eng/07a01.pdf 9. Sjá t.d. umræðu á bls. 131 í: Halldór Björnsson 2008. Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík. 115 bls. 10. Sjá: Nicholas Stern 2015. Why are we waiting? The logic, urgency and promise of tackling climate change. MIT Press, Cambridge, Mass., Bandaríkjunum. Fjallað er um borgir víða í bókinni, hér er einkum stuðst við umfjöllun á bls. 35 og 239. 11. Hér er orðið skógrækt notað í mjög víðtæku samhengi, þannig að það nái yfir aðgerðir til að draga úr losun vegna skógareyðingar og hnignunar skóglendis, einkum í þróunarríkjum. Þetta er á ensku kallað REDD+ og er m.a. nefnt í yfirlýsingu Kaupmannahafnarfundarins. Sjá nánar á vefsetri REDD (skoðað 18.11. 2015): http://www.un-redd. org/aboutredd. Losun koldíoxíðs vegna skógareyðingar er veruleg eða um 17% losunar á heimsvísu. 12. Þessa þrjá kosti nefndi John Holdren, síðar vísindaráðgjafi Bandaríkjaforseta í grein í vísindaritinu Science. Sjá: Holdren, J. 2008. Science and Technology for Sustainable Well-Being. Science Vol. 319 no. 5862 pp. 424-434. DOI: 10.1126/science.1153386 http://www.sciencemag.org/content/319/5862/424.full NFr_3-4 2015_final.indd 96 30.11.2015 16:34

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.