Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 5
97
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Inngangur
Sögulegt yfirlit og dreifing
forystufjár um landið
Búfé barst hingað með landnáms-
mönnum og er talið komið af
heimaslóðum þeirra. Íslenska
sauðféð er því á grundvelli
sögulegra heimilda talið rekja
uppruna sinn mest til Noregs.1
Í yfirliti um sauðfjárkyn er það
flokkað til norður-evrópsku stutt-
rófukynjanna og er nú stærsti
fjárstofn af þeim meiði.2 Þó að
talsvert hafi verið um innflutning
á sauðfé til kynbóta, einkum á 19.
og 20. öld, er talið að áhrif hans
á sauðfjárstofninn í landinu nú
séu hverfandi. Hins vegar bárust
oft með þessu innflutta fé ýmsir
sauðfjársjúkdómar sem ollu miklum
búsifjum og leiddu til fjárfellis og
fjárskipta á stórum landsvæðum.3
Undir lok síðustu aldar var
unnin sameindaerfðafræðileg
rann sókn á vegum Norræna
genabankans og var þar gerður
samanburður á skyldleika nokkurra
tuga sauðfjárstofna í norðanverðri
Evrópu og erfðabreytileika innan
þeirra.4 Niðurstöður studdu fyrri
kenningar um norrænan uppruna
íslensks sauðfjár. Í rannsókn
þessari voru skoðaðir tveir íslenskir
sauðfjárstofnar, Íslenskt sauðfé
(e. The Iceland Breed of Sheep) og
Forystufé (e. The Iceland Breed of
Leadersheep). Er þetta í fyrsta sinn
sem forystuféð er skoðað sem
sérstakt fjárkyn. Fjárkynin greindu
sig að sem afmarkaðir hópar í
rannsókninni en eins og vænta mátti
var innbyrðis skyldleiki mun meiri
en við önnur sauðfjárkyn. Við mat
á stofnerfðafræðilegum eiginleikum
komu ekki fram neinar sérstakar
vísbendingar um erfðafræðilega
veikleika hjá forystufénu sem rekja
mætti til lítillar stofnstærðar hópsins.
Forystuféð virðist búa yfir
eiginleikum sem hvergi er að finna
heimildir um meðal sauðfjárkynja
annars staðar í veröldinni. Í yfirlitsriti
Forystufé er þekkt hérlendis allt frá upphafi byggðar og eru eiginleikar
þess einstakir á heimsvísu. Raktar eru heimildir um forystufé sem litið
hefur verið á sem sérstakan stofn innan íslenska fjárins. Þessar heimildir
eru strjálar og gefa enga mynd af þróun stofnsins. Fjárskiptin um miðja
20. öld voru stofninum veruleg blóðtaka. Í greininni er lýst einkennum for-
ystufjár.
Niðurstöður tilraunar til að mæla forystueiginleika fjárins staðfesta ótví-
ræða hæfni þess við að fara fyrir fjárhópum.
Stofninn var kortlagður eins nákvæmlega og hægt var (blendingum
sleppt). Miðað var við ásett fé haustið 2008. Náðist til 1422 einstaklinga. Þar
af voru 1190 ær, 107 hrútar og 125 sauðir. Í heildarstofninum er þó heldur
fleira fé en þetta vegna þess að leitin verður aldrei tæmandi. Stofninn
var að finna í samtals 415 hjörðum, 60% hjarðanna töldu einn eða tvo
einstaklinga, en mest voru skráðir 20 einstaklingar í hjörð. Forystuær
verða eldri en aðrar ær. Forystufé er mjög misdreift um landið. Vestur-
Barðastrandarsýsla var eina sýslan þar sem forystufé í hreinrækt var ekki
að finna. Féð er mjög strjált á Vestfjörðum, og einnig á landinu austanverðu
frá Markarfljóti austur og norður að Jökulsá á Dal. Ræktunarkjarni stofnsins
er á norðausturhluta landsins. Oftast eru grunnlitir hjá þessu fé svartur
eða mórauður og virðist tíðni þeirra litaerfðavísa nánast jöfn í stofninum.
Erfðavísir fyrir tvílit hefur tíðnina 0,92 í stofninum. Skyldleikaræktarstuðull
gripa með nægar ætternisupplýsingar til að leyfa slíkan útreikning var að
meðaltali 0,0274. Niðurstöður gefa til kynna að vel hafi tekist að hemja
aukningu á skyldleikarækt í stofninum síðustu áratugi. Áhrif einstaklinga
í stofninum eru rædd. Rætt er hvernig best megi standa að varðveislu
erfðafjölbreytni í stofninum. Í heildina er forystuféð dæmi um stofn sem vel
hefur tekist að varðveita.
Lagt er til að forystuféð verði skilgreint sem sérstakt búfjárkyn.
Jón Viðar Jónmundsson, Lárus G. Birgisson, Sigríður Jóhannesdóttir,
Emma Eyþórsdóttir, Þorvaldur Kristjánsson og Ólafur R. Dýrmundsson
Forystufé á Íslandi
Náttúrufræðingurinn 85 (3–4), bls. 97–114, 2015
Ritrýnd grein
NFr_3-4 2015_final.indd 97 30.11.2015 16:34