Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 9

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 9
101 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags litalyklum Bændasamtaka Íslands. Tvílitur er ekki greindur frekar, enda heiti tvílita allbreytileg eftir landsvæðum. Á hitt eyðublaðið voru skráðar ætternisupplýsingar sem tiltækar voru (óþarft þegar féð var skráð í skýrsluhaldi sauð- fjárræktarinnar (FJARVIS)). Skrá- setning var miðuð við að ná til allra hreinræktaðra forystukinda sem settar voru á vetur haustið 2008. Í árslok 2009 var byrjað að skrá upplýsingar sem þá höfðu borist. Heimtur voru mjög misjafnar og var árið 2010 notað til eftirleitar með ótal símtölum og tölvupóstum. Ætla má að tekist hafi að lokum að fá yfirlit um flesta einstaklinga í stofninum. Mikið af eftirrekstrinum fólst í því að reyna eftir föngum að fylla í göt í ættfærslu. Í ljós kom að verulegur hluti af forystufénu hefur staðið utan skýrsluhaldsins þannig að takmarkaðan ættargrunn var að finna þar. Víðast hafði skráning upplýsinga verið brotakennd og urðu upplýsingarnar því strax mjög skörðóttar. Ennfremur er meira um að forystuféð sé aðkeypt en annað fé en ætternisskráningu í skýrsluhaldi var til skamms tíma ábótavant fyrir aðkeypt fé. Stór hluti hrúta af þessum stofni er aðeins notaður lambsveturinn og fær því hver og einn þeirra mjög takmarkaða notkun. Oftast eru þessir hrútar ekki skráðir og glatast upplýsingar um þá þess vegna fljótt. Þegar farið er að rekja ættir vantar því víða upplýsingar um föðurætt sé ekki um afkvæmi sæðingastöðvarhrúta að ræða. Allir þessir þættir leiða til þess að ættir verða yfirleitt ekki raktar lengra aftur en á áttunda áratug síðustu aldar. Ættarlínur sem ná lengra aftur í tímann eru samt allmargar, en yfirleitt það aðskildar að þær mynda ekki grundvöll fyrir mat á skyldleikarækt. Fyrir kom að neitað var að veita ætternisupplýsingar um gripina vegna vafasamrar komu þeirra á búið. Þegar upplýsingar höfðu verið skráðar var úrvinnslan einkum fólgin í talningu gripa í flokkum eftir ýmsum flokkunarstærðum. Við útreikning skyldleikaræktar einstaklinga, skyldleikaræktar innan árganga og erfðaframlags einstakra gripa var notaður forritapakkinn EVA.34 Til að meta skyldleika á milli einstaklinga og hópa í gögnunum var síðan notað forritasafnið Pedig.35 Niðurstöður Mæling á forystueiginleikanum Niðurstöður mælinga á hæfni for- ystukindanna til að leiða hópinn koma fram í 1. töflu þar sem sýnd eru meðaltöl raðnúmera forystufjár- ins í rekstrartilrauninni. Sérstaða forystufjárins er mjög skýr og var forystukindin alltaf fyrst nema í þremur tilvikum af 60. Í fyrri rekstri var forystukind einu sinni í þriðja sæti í röð og í síðari rekstri var for- ystukind tvisvar önnur í rekstrar- röðinni. Landfræðileg dreifing forystufjárins Í 2. töflu er yfirlit um gripina sem skráðir voru í könnuninni. Samtals voru skráðir 1422 gripir sem settir voru á vetur haustið 2008. Þar af voru 107 hrútar, 1190 ær og 125 sauðir. Mjög fátt forystufé var að finna á höfuðborgarsvæðinu. Á Vesturlandi var fjöldinn áþekkur í öllum sýslum. Hjarðir í Mýrasýslu eru aðeins færri en öllu stærri en í hinum sýslunum. Á Vestfjörðum er forystufé mjög fátt og bundið við örfá bú (3. mynd). Engin hjörð komst á skrá úr Vestur- Barðastrandarsýslu og var það eina sýsla landsins þar sem forystufé var ekki að finna. Í Húnavatnssýslum var fjöldi forystufjár í hverri hjörð Raðnúmer í hópnum Rank in group Fyrri rekstur First test run Síðari rekstur Second test run 1 1,033 1,033 2 3,317 3,267 3 4,100 3,933 4 4,817 4,600 5 3,833 4,183 6 3,900 3,983 3. mynd. Forystuærin Snerpa á Miðdal í Bolungarvík leiðir fjárhóp heim að haustlagi 1988. Hún var dóttir Formanns 80-961 sem er víða nefndur í þessari grein. – The leaderewe Snerpa on Miðdalur Farm in Bolungarvík, W-Iceland, leading the flock home in the autumn of 1988. She was the daughter of the leaderram Formann 80-961, often mentioned in this article. Ljósm./ Photo: Lárus G. Birgisson. 1. tafla. Meðaltöl rekstrarraðar í hópunum þar sem forysta var mæld (sjá frekari lýsingu í texta). Forystukind hafði ætíð rekstrarnúmer 1 en númer hinna ánna réðst af tilviljun. – Results of recordings, means of sheep num- bers in ranks 1–6, respectively. In all trials the leadersheep had the number 1. NFr_3-4 2015_final.indd 101 30.11.2015 16:34

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.