Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 15

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 15
107 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags var í héraðið eftir riðuniðurskurð eða með öðrum fjárkaupum á síðustu árum úr Norður-Þingeyjarsýslu. Í Eyjafirði hefur búum með forystufé fækkað nokkuð frá rannsókn Lárusar en fjöldi forystufjár lítið breyst. Þetta er í fullu samræmi við mikla fækkun sauðfjárbúa á þessu svæði. Stærstur hluti forystufjár á svæðinu mun samt eiga langa ræktunarsögu vegna þess að grunnur þess er fjárskiptafé úr Þingeyjarsýslum eða fé fengið af því svæði síðar með fjárkaupum. Í Suður-Þingeyjarsýslu hefur bæði fé og hjörðum fækkað nokkuð frá rannsókn Lárusar. Breytingar innan svæðisins munu talsverðar á þessu árabili. Forystufé hefur fjölgað í Aðaldal og mun hann í dag ein þeirra sveita þar sem flest forystufé er að finna. Vestan Skjálfandafljóts hefur forystufé fækkað umtalsvert og líklega hvað mest í Bárðardal. Austan Skjálfandafljóts er forystufé af norður-þingeyskum stofni með langa ræktunarsögu. Vestan Skjálfandafljóts er forystufé að einhverju ræktað með sæðingum en rekur líklega að stærri hluta ættir til fjár sem flutt var úr austurhluta sýslunnar, og munu einhverjir þeirra flutninga á sínum tíma hafa verið á gráu svæði.24 Í Norður-Þingeyjarsýslu er fleira forystufé en í nokkurri annarri sýslu á landinu. Þarna er að finna vöggu forystufjárræktunar í landinu. Frá rannsókn Lárusar hefur búum með þetta fé aðeins fækkað en fé fremur fjölgað og er forystufjáreign nokkuð almenn. Nokkra af fjárflestu hópum forystufjár á sama búi, með 5–20 fjár, er að finna á þessu svæði og má hiklaust telja þau bú stofnræktarbú íslensku forystufjárræktunarinnar á okkar dögum. Í Norður-Múlasýslu er meginhluta forystufjárins að finna í Vopnafirði og í tveimur allstórum hjörðum á Jökuldal norðan Jökulsár. Þetta fé mun eiga sér gamlan ræktunargrunn. Eitthvað mun mega rekja hann til Norður-Þingeyjarsýslu og þá ekki síst til búa á Hólsfjöllum meðan þar voru enn stór fjárbú. Hjörðum með forystufé hefur fjölgað frá talningu Lárusar en fénu heldur fækkað. Á svæðinu frá Egilsstöðum suður og vestur um að Hvolsvelli er fjöldi forystufjár ákaflega takmarkaður. Á þessu svæði hefur forystufjárbúum 80-961 Formann 85-878 Salómon 89-921 Móblesi 89-980 Fori 91-969 Ári 94-823 Prestur 96-822 Biskup 98-884 Blesi 01-885 Skúmur 02-900 Leifur 03-986 Geri 04-939 Tígull 04-970 Loftur 05-827 Karl Philip 07-828 Póstur 77-960 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 7,81 3,18 0 0 0 Fori 80-961 0 0 25 0 0 0 0 0 0 10,94 0 0 3,91 0 Formann 85-878 0 0 0 0 0 0 12,5 18,75 0 0 6,25 10,94 9,38 Salómon 89-921 0 0 0 0 0 8,59 4,3 35,45 6,45 2,15 1,07 0 Móblesi 89-980 0 0 0 0 0 0 14,45 0 0 0,98 0 Fori 91-969 0 12,5 0 0 0 6,25 25 15,63 0 0 Ári 94-823 0 0 0 0 0 0 1,56 0 42,19 Prestur 96-822 0 0 0 0,78 3,13 26,56 0 0 Biskup 98-884 50 25 0 50 12,5 31,25 0 Blesi 01-885 31,25 2,96 25,54 13,28 29,69 1,56 Skúmur 02-900 1,48 12,77 8,98 17,18 2,34 Leifur 03-986 6,68 1,72 0,8 0 Geri 04-939 10,29 15,69 0 Tígull 04-970 6,54 1,38 Loftur 05-827 1,38Karl Philip 6. tafla. Skyldleikatengsl sæðingastöðvarhrúta. Skyldleikastuðull* (R) í %. – Relationship between leaderrams in the Artificial Insemination (AI) services. Relationship coefficients (R) in %. * Skyldleikaræktarstuðull (R) (e. Relationship coefficient) sýnir líkur á því að sömu gen finnist hjá tveimur einstaklingum sem bornir eru saman. F = 1/2 R. NFr_3-4 2015_final.indd 107 30.11.2015 16:34

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.