Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 17

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 17
109 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Litir Þegar bornir eru saman litir for- ystufjárins í rannsókninni við samskonar niðurstöður í rann- sókn Lárusar koma fram vissar breytingar. Hvítur litur er aðeins skráður við rúmlega 1% gripanna en í rannsókn Lárusar var það hlut- fall yfir 3%. Í bókinni Forystufé21 er getið um hvítar forystukindur, en þær þó sagðar fáar. Líklega má álykta að hvíti liturinn sé ekki gam- all grunnlitur hjá þessu fé heldur megi rekja hann til innblöndunar frá öðru fé í tímans rás. Mjög fátt hvítt fé getur því verið vísbending um að slík blöndunaráhrif í stofn- inum séu ekki mikil. Auk þess er rétt að benda á að hugsanlegt er að hvíta féð sé oftalið í rannsókninni vegna þess að frá hrútnum Leifi 02- 900, sem var á sæðingastöð, dreifð- ist einstakur tvílitur sem líklega er að mestu bundinn við forystufé og er kallað iglótt sums staðar í Þing- eyjarsýslum (greinilega afbrigði af eyglótt) (Halldór Olgeirsson á Bjarnastöðum, munnl. uppl. haustið 2008). Margir sem ekki skoða fé vel telja slíkar kindur hvítar. Sam- kvæmt frásögnum eldri forystufjár- eigenda á svæðinu mun þessi litur hafa verið einkennislitur á fé Þórðar Benjamínssonar á Víkingavatni í Kelduhverfi, eins þekktasta for- ystufjárræktanda á þessu svæði á fyrri helmingi síðustu aldar.21 Tíðni erfðavísa í einstökum sætum má meta með hliðsjón af reglum Stefáns Aðalsteinssonar40 um litaerfðir hjá íslensku fé og að gefnum þeim forsendum að einstaklingar með fátíða liti séu ekki arfhreinir og að stofninn sé í erfðalegu jafnvægi. Fást þá eftirfarandi niðurstöður: Í A-sætinu er hlutlausi erfða- vísirinn ráðandi (Aa) með tíðnina 0,870, botnótt (At) hefur tíðnina 0,064, golsótt (Ab) 0,038, grátt (Ag) 0,022 og hvítt (Awt) 0,006. Í B-sætinu hefur erfðavísirinn fyrir mórauðu (Bb) tíðnina 0,499 og í S-sætinu hefur erfðavísirinn sem gefur tvílit (Ss) tíðnina 0,916. Breytingar frá tíma rannsóknar Lárusar eru þær að tíðni tvílitarins hefur frekar aukist. Mórauði liturinn hefur látið örlítið undan síga. Hvíta fénu fækkar verulega og stafar það að verulegu leyti af blendingunum í rannsókn Lárusar. Hinum fátíðari litum, gráum, golsóttum og botn- óttum, hefur einnig fækkað allnokkuð. Þegar þessar niðurstöður eru skoðaðar með hliðsjón af vali hrúta fyrir sæðingastöðvarnar er rétt að benda á að síðan rannsókn okkar lauk hafa gráir og golsóttir hrútar komið til notkunar á stöðvunum. Nú virðist því komið að því að reyna að finna einlitan botnóttan hrút. Eðlilegt virðist að stefnt sé að því að varðveita alla dökku litina í forystufjárstofninum. Hin fjölbreyttu form tvílitar hafa aldrei verið sérstaklega skoðuð, hvorki hjá Forystufé eða Íslensku fé. Erfðir slíkra mynstra eru því ekki þekktar. Það torveldar einnig rannsóknir á þeim að heiti sumra litamynstra eru mismunandi eftir landsvæðum. Við þekkjum ekki tvíliti sem bundnir eru forystufénu sérstaklega nema ef vera skyldi iglótta litinn sem áður var nefndur. Afurðageta Rannsókn okkar nær ekki til fram- leiðslueiginleika forystufjárins. Í skýrsluhaldi sauðfjárræktarinnar hefur um árabil verið það mikill fjöldi forystufjár að þaðan má fá mjög skýra mynd af framleiðslueig- inleikum þess. Fram hefur komið að ending forystufjár er mun meiri en gerist hjá öðru fé. Forystufé er alla jafnan mjög grannbyggt, vöðvarýrt og fitulítið. Stærð þess er mjög breytileg og alla jafnan er það miklu háfættara en annað fé. Flokkun á skrokkum af þessu fé fyrir gerð samkvæmt núver- andi kjötmati er forystufénu mjög í óhag. Fyrir tæpum tveim áratugum, þegar nýja kjötmatið var tekið upp, reyndist forystuféð miklum mun fituminna en annað fé. Ræktun Ís- lenska fjárins hefur hins vegar gert það miklu fituminna þannig að sér- staða forystufjár í þeim efnum hefur minnkað umtalsvert. Burðarerfið- leikar eru fátíðir hjá forystufé og ærnar þykja sinna lömbum sínum með afbrigðum vel. Dilkar af for- ystukyni eru yfirleitt talsvert rýrari en af öðru fé. Ekki er hins vegar alveg ljóst hvort þar vegur meira takmörkuð vaxtargeta og vöðva- rýrð lambanna eða minni mjólkur- lagni ánna. Til skamms tíma virt- ist frjósemi hjá forystuám hér á landi vera mjög svipuð og hjá öðrum ám, en vegna úrvals til auk- innar frjósemi hjá öðru fé virðist frjósemi hjá forystufénu ef til vill fremur láta undan síga. Erfðagallar hjá forystufé virðast mjög fátíðir og það sem sést hefur má líklega rekja til of mikillar skyldleikaræktar. Ull forystufjár hefur aldrei verið rannsökuð sérstaklega. Vegna litar hentar hún oftast illa fyrir hefð- bundna ullarvinnslu en hugsanlega liggja óbættir hjá garði aðrir ullar- gæðaeiginleikar. Varðveisla forystufjárstofnsins Varðveisla jafn-lítils stofns og for- ystufjárins er vandaverk. Skyld- leikarækt er eitt af því sem þarf að fylgjast með og grípa til að- gerða ef hún vex of hratt eða er metin of mikil. Á 8. mynd er sýnt hvernig þéttleikastuðull gagnanna eykst með hverju ári. Eins og fram hefur komið eru gögnin talsvert skörðótt og þéttleiki gagnanna því ekki sá sem æskilegast væri fyrir slíka útreikninga. Við útreikningana eru einnig taldar þúsundir fallinna gripa úr ættartré núlifandi gripa. Á 9. mynd er sýnt hvernig reiknaður skyldleikaræktarstuðull hefur þró- ast frá 1990. Niðurstöður verður að skoða með tilliti til annmarka gagn- anna, sem veldur nokkru vanmati á skyldleikaræktinni. Myndin ætti þó að mestu að fanga nýja skyldleika- rækt, sem mestu máli skiptir. Að baki hverjum árgangi á myndinni eru hið minnsta hundrað gripir. Hópnum sem um eru nægar upp- lýsingar fyrir útreikning á skyld- leikaræktarstuðli má skipta í tvennt, annars vegar gripi sem reiknast að einhverju skyldleikaræktaðir og hins vegar gripi með stuðulinn 0. NFr_3-4 2015_final.indd 109 30.11.2015 16:34

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.