Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 18
Náttúrufræðingurinn
110
Síðargreindi hópurinn er áreiðan-
lega tvískiptur. Þar er fjöldi gripa
sem ekki er skyldleikaræktaður
en einnig einstaklingar þar sem
ekki reiknast skyldleikarækt vegna
brotalama í ættfærslunni.
Ekki er mikið af öðrum
rannsóknum til samanburðar
við þessar niðurstöður. Sigríður
Jóhannesdóttir30 safnaði gögnum
til hliðstæðra útreikninga en þau
gögn voru fremur takmörkuð
að umfangi og að auki mun
gloppóttari en þau sem hér eru
notuð. Niðurstöður Sigríðar eru
allar í samræmi við niðurstöður
okkar. Þegar þetta er borið saman
við niðurstöður fyrir annað
íslenskt sauðfé41–44 er samanburður
hagstæður forystufénu, ekki síst
samanburður við útreikninga úr
litlum erfðahópum.
Þegar rannsóknin var gerð
voru ætternisupplýsingar um
þriðjung gripanna of gloppóttar
til að þær væru hæfar til að meta
skyldleikarækt. Upplýsingar eru
aftur á móti marktækar um tæplega
þúsund einstaklinga. Hærri stuðull
fyrir hrútana (4. tafla) skýrist af því að
til eru meiri ætternisupplýsingar um
þá og þeir eru yngri en bæði ærnar
og sauðirnir. Munur milli landsvæða
virðist eiga sér eðlilegar skýringar
(5. tafla). Í Norður-Þingeyjarsýslu
er langhæsta hlutfall gripa með
reiknaðan skyldleikaræktarstuðul
hærri en 0. Þarna koma bæði
til fyllri upplýsingar um féð en
á öðrum svæðum og meiri
notkun heimahrúta sem notaðir
eru á fleiri en einum bæ. Þannig
myndast talsverður skyldleiki á
milli hjarðanna. Hátt meðaltal í
Norður-Múlasýslu skýrist af því að
tvær allstórar hjarðir í Vopnafirði
hafa verið ræktaðar nánast án
innblöndunar um áratuga skeið.
Þar eru því einstaklingar með
há gildi sem hafa mikil áhrif á
meðaltalsútreikning. Há gildi hjá
gripum í Húnavatnssýslum eiga
sér öðru fremur þá skýringu að
eigendur fremur stórra hjarða á
svæðinu ala eigin hrúta og verða
því nokkrir einstaklingar talsvert
skyldleikaræktaðir.
Svo sem fram kemur í greininni er fleira forystufé
í Norður-Þingeyjarsýslu en í nokkurri annarri
sýslu og þar hefur vagga forystufjárræktunar í
landinu staðið frá fornu fari. Það er því við hæfi að
þar í sýslu skuli hafa verið opnað setur til heiðurs
hinu sérstæða íslenska forystufé. Það nefnist
Fræðasetur um forystufé, er til húsa í gamla
félagsheimilinu á Svalbarði í Þistilfirði og var
opnað 29. júní 2014. Þar gefur að líta uppstoppaðar
forystukindur og hausa af forystufé; hrútum,
sauðum og ám, sumt vaninhyrnt og með
sauðabjöllur. Þá er til sýnis margvíslegt efni sem
tengist forystufé, svo sem rit, ættarskrár og myndir.
Einnig er hægt að hlusta á sögur og horfa á
kvikmynd af forystufé. Nú
þegar eru til sölu í setrinu
handverksgripir sem hafa verið
unnir úr afurðum forystufjár,
þ.á m. úr ull af fénu. Þykir vel
hafa tekist til en sýninguna í
setrinu hönnuðu þeir Þórarinn
Blöndal og Finnur Arnar
Arnarson. Þess er vænst að auk
sýningarhaldsins verði á Sval-
barði byggð upp sérhæfð
fræðileg starfsemi í þágu
forystufjárræktar. Fræðasetrið
hefur notið mikils velvilja og
stuðnings ýmissa aðila. Stjórn
þess er skipuð fimm Norður-
Þingeyingum. Forstöðumaður
setursins er Daníel Pétur
Hansen, sem var helsti hvata-
maður að uppbyggingu þess
frá árinu 2010. Á meðal faglegra
stuðningsaðila frá upphafi var Forystu-
fjárræktarfélag Íslands sem stofnað var 18. apríl
2000 að frumkvæði Guðna Ágústssonar fv.
landbúnaðarráðherra. Það sinnir alhliða fræðslu-
og upplýsingastarfi um forystufé, innan lands sem
utan. Skráðir félagar eru 160, og eru meðal þeirra
nokkrir erlendir eigendur íslensks fjár sem eru að
rækta forystufé í hjörðum sínum. Formaður
félagsins er dr. Ólafur R. Dýrmundsson og stefnir
það að náinni samvinnu við fræðasetrið á Svalbarði.
Slóðin á vefsetur Fræðaseturs um forystufé er
www.forystusetur.is og netfang setursins er
forystusetur@forystusetur.is
Fræðasetur um forystufé
Uppstoppað forystufé í Fræðasetri um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði. – Leadersheep
stuffed by taxidermists on display in the Leadersheep Centre on Svalbarð in Þistilfjörður,
N-Iceland. Ljósm./Photo: Ómar V. Reynisson.
NFr_3-4 2015_final.indd 110 30.11.2015 16:34