Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 24

Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 24
Náttúrufræðingurinn 116 Nýfundin gögn Gögnin sem geymd eru á Þjóð- skjalasafninu eru nokkur bréf, flest á dönsku, í kassa sem skráður er „Rentukammer 32.29, örk 9“ (1. mynd): 1. Bónarbréf síra Þórðar Þórhalla- sonar prests í Saurbæ og Braut- arholti á Kjalarnesi til konungs um að Móar verði gerðir að prestsjörð í stað Skrauthóla, því Skrauthólar séu næstum óbyggilegir vegna afleiðinga skriðuhlaups í maí 1748. Dag- sett 10. júlí 1754, á dönsku. 2. Vottorð sýslumanns Kjalarnes- sýslu, Guðmundar Runólfs- sonar, um tjónið af skriðunni á jörðunum Skrauthólum, Öf- ugskeldu og Sjávarhólum. Stutt- orð lýsing á íslensku, dags. 31. ágúst 1754 (2. mynd). 3. Sama vottorð, sem snarað hefur verið á dönsku, undirritað á Setbergi 31. ágúst 1754 af Guðmundi Runólfssyni sýslumanni og Magnúsi Gíslasyni amtmanni. 4. Bréf um málið frá Magnúsi Gíslasyni amtmanni, dagsett 27. september 1754, á dönsku. Bréfið bætir engu við það sem fram kemur í fyrri bréfum en ítrekað er að prestsetrið í Skrauthólum liggi undir algerri eyðileggingu. 5. Bréf frá Magnúsi Gíslasyni amt- manni, dagsett 26. september 1755, á dönsku, um makaskipti á Móum og Skrauthólum. Hér segir að mat á jörðunum sé það sama og verði konungur því ekki fyrir fjárhagstjóni ef af skiptunum yrði. 6. Fremst í bréfamöppunni er úrskurður konungs þar sem fallist er á að prestsetrið verði flutt að Móum. Dagsett í Fredensborg 26. apríl 1756. Síðastnefnda skjalið er prentað í Lovsamling for Island.3 Hér á eftir fara textar tveggja fyrstnefndu skjalanna, sem voru lesin með aðstoð Jóns Torfasonar, sérfræðings á Þjóðskjalasafni Íslands. Bréf til konungs frá sr. Þórði Þórhallasyni Séra Þórður Þórhallason (1723– 1803) skrifaði konungi sínum bréf 10. júlí 1754. Þá voru liðin rúm sex ár frá skriðufallinu. Þar óskar hann eftir að fá konungsjörðina Móa á Kjalarnesi sem prestsjörð í staðinn fyrir Skrauthóla. Kirkjujarðirnar Saurbær og Brautarholt voru í bændaeign og þess vegna sat presturinn ekki þar. Skjal nr. 1. Bónarbréf sr. Þórðar Þórhallasonar. Í íslenskri þýðingu er textinn á þessa leið: Æruverðugasti, allranáðugasti erfða- herra og kóngur. Fyrir yðar konunglegu tign er ég, snauður prestur, tilneyddur að lýsa þeim mikla skaða og háska sem jörðin Skrauthólar hefur orðið fyrir, en hana hef ég náðarsamlegast fengið til ábúðar sem prestur í Saurbæjar- og Brautarholtssóknum. En frá 1748, þegar minnstu munaði að umrædd jörð eyðilegðist í hastarlegu skriðufalli, hafa hvorki ég né aðrir þorað að reisa þar nokkra viðunandi aðstöðu eða byggingu fyrir prest af hræðslu við yfirvofandi hættu. Því í umræddu skriðufalli eyðilögðust tvær aðrar jarðir nærfellt alveg en fólkið slapp naumlega úr miklum lífsháska, en þessi [þ.e. Skrauthólar] sem er innan við 100 skref frá annarri hinna [Öfugskeldu], beið tilfinnanlegan skaða og tjón á graslendi, svo ég, vegna þessa óheppilega tilfellis, er svo gott sem húsnæðislaus og verð að leigja mér bóndabæ til íveru. En í nágrenni við margnefnda jörð, Skrauthóla, er ein af jörðum yðar tignar, sem nefnist Móar, og er af svipuðum gæðum og sú fyrrnefnda en ekki undirorpin sömu hættum. Því fer ég þess auðmjúklega á leit við yðar konunglegu tign að yður þóknist náðarsamlegast að veita mér, og þeim prestum sem á eftir mér 2. mynd. Vottorð Guðmundar Runólfssonar um skaðann af skriðuhlaupinu dagsett 31. ágúst 1754. – Certificate about the Öfugskelda landslide written by Sheriff Guðmundur Runólfsson dated 31th August 1754. NFr_3-4 2015_final.indd 116 30.11.2015 16:34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.