Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 25
117
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
koma í prestakallið, fyrrnefnda jörð,
Móa, til frjálsrar ábúðar í skiptum fyrir
Skrauthóla. Og þar sem fjárhirslur
yðar munu ekki verða fyrir neinum
útgjöldum í fyrirsjáanlegri tíð vegna
þeirra makaskipta sem ég leyfi mér
auðmjúklega að fara fram á, því báðar
jarðirnar eru metnar jafn hátt, þá vona
ég að verða náðarsamlega bænheyrður,
og allt til dauðans verði ég, yðar
konunglega tign og allranáðugasti
arfakóngur og herra, auðmjúkur
undirsáti og tryggur sálusorgari.
Þórður Þórhallason
Saurbæ, hinn 10. júlí 1754
Vottorð Guðmundar
Runólfssonar sýslu-
manns
Skjal nr. 2, lýsing Guðmundar
Runólfssonar sýslumanns á
skaðan um, hljóðar svo:
Að sóknarprestsins á Kjalarnesi lénsjörð
Skrauthólar hafi merkilega skaðast til
haglendis í ár 1748, in Maio, af því
mjög stórfellda grjóts og vatns áhlaupi
eður skriðufalli sem tvær næstliggjandi
jarðir, Sjáarhóla og Öfuggskeldu,
sama sinn mjög fordjarfaði, sérdeilis
síðstnefnda, að húsum, túnum, engjum
og haglendi svo í grunn rúineraði að
aldeilis óbyggjandi hefur síðan verið,
og að nefnd jörð, Skrauthólar, séu
væntanlegum skaða jafnvel til húsa og
túna framvegis undirorpnir af viðlíku
skriðuhlaupi, attesterer hér með eftir
begæring, Setbergi d. 31. Augusti 1754,
Guðmundur Runólfsson
sýslumann í Kjósarsýslu
Prestsetrið flutt
Það er ýmislegt einkennilegt við
bréfaskriftir prests og sýslumanns.
Af hverju biðu menn í sex ár áður
en þeir ákváðu að fara þess á leit
við yfirvöld að flytja prestsetrið,
sem um aldir virðist hafa verið í
Skrauthólum, að Móum? Lýsingin á
afleiðingum skriðufallsins ber ekki
með sér að hús og tún hafi skemmst
í Skrauthólum, einungis úthagi. Af
hverju segist prestur samt vera
húsnæðislaus og hafa þurft að leigja
sér íverustað á nærliggjandi bæ? Af
hverju voru menn svona hræddir
um að önnur skriða myndi falla þá
og þegar yfir Skrauthóla?
Skýringin á þessu öllu er sú að
Þórður Þórhallason var ekki orðinn
prestur þegar skriðufallið varð.
Prestur Kjalnesinga og ábúandi í
Skrauthólum var sr. Gestur Árnason.
Hann virðist hafa setið hinn rólegasti
í Skrauthólum þótt skriða hafi
grandað nágrannabænum og ekki
ráðgert neina flutninga. Svo gerðist
það fjórum árum síðar að sr. Gestur
drukknaði á Kollafirði og piltur
með honum þegar þeir voru á leið
frá Viðey á lélegum báti. 4 Það var
í febrúar 1752. Þá sótti Þórður um
prestakallið og var vígður þangað
sama ár. Hann hefur ekki langað til
að setjast að í Skrauthólum en aftur á
móti rennt hýru auga til Móa. Hann
hófst því handa eftir að hann var
kominn á Kjalarnes að fá prestsetrið
flutt og beitti fyrir sig ýmsum rökum
sem sum orka ef til vill tvímælis.
Hvað sem um það má segja var
árangurinn góður. Tveimur árum
síðar, 26. apríl 1754, samþykktu
yfirvöld flutning prestsetursins.
Eftir það sátu prestar Kjalnesinga á
Móum um langan aldur.
Öfugskelda
Jarðirnar Sjávarhólar og Skrauthólar
á Kjalarnesi heita eftir urðarhólum
við ströndina milli bæjanna og bera
nöfn sem eiga vel við landslagið
á þessum slóðum. Hólarnir eru
hluti af fornlegu berghlaupi sem
fallið hefur efst úr Esjubrúnum og
kastast niður á láglendið allt í sjó
fram. Þessu berghlaupi hefur áður
verið lýst í Náttúrufræðingnum
og er ekki ástæða til að endurtaka
þá lýsingu hér.5,6 Ekki er vitað
af hverju Öfugskelda bar þetta
sérkennilega nafn né heldur hvers
konar fyrirbrigði öfugskelda er, en
nóg er af venjulegum keldum
þarna í grenndinni. Í örnefnaskrá
Skrauthóla sést reyndar nafn-
myndin Ófeigskelda en það er líklega
seinni tíma skýringatilraun.7 Þótt
ekki sé minnst á Sjávarhóla og
Skrauthóla í Landnámu er líklegt
að báðar jarðirnar hafi byggst
snemma, jafnvel á landnámsöld.
Öfugskelda virðist hafa verið byggð
út úr Sjávarhólalandi löngu síðar (3.
mynd). Ekki er vitað hvenær það var
en bæjarnafnið sést fyrst í rituðum
heimildum árið 1501. Þá kom jörðin
við sögu í harkalegum deilum
ríkustu höfðingja landsins um erfðir
3. mynd. Skrauthólar og fornminjar þar í grennd. Bærinn Öfugskelda var rétt austan við
Skrauthóla eins og þessi mynd frá Árbæjarsafni sýnir. – The farm Skrauthólar and the site of
Öfugskelda in the close neighbourhood.
NFr_3-4 2015_final.indd 117 30.11.2015 16:34