Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 27

Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 27
119 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags ofan Kjalarness eru brattar og óstöðugar. Þar hafa skriður fallið á öllum öldum byggðar og oft valdið tjóni á túnum, úthaga og mannvirkjum. Skriðuföll þar verða oftast samfara mikilli útkomu eða leysingum og þetta tvennt fer oft saman. Fyrir vikið hlaupa gjarnan margar skriður fram í sama skriðufallaveðrinu. Frægar eru hamfarirnar á Kjalarnesi 2. september 1886 þegar stórtjón varð á flestum jarðeignum undir Esjuhlíðum og blaðamenn Ísafoldar, sem komu á vettvang daginn eftir, töldu 15 nýfallnar skriður á milli Mógilsár og Esjubergs.18 Það var óhemju rigningarveður sem þessu olli. Skriðuföll og grjóthrun verða einnig oft samfara jarðskjálftum. Stakar skriður geta líka fallið. Ekki er vitað hvað olli Öfugskelduskriðunni né hvort hún var stakur atburður eða ein skriða af mörgum. Annálar nefna ekki aðrar skriður þetta vor, sem var kalt og úrkomusamt. Líklegast er að stórrigning ásamt með snjóleysingum hafi sett skriðuna af stað. Niðurstöður Þótt margt hafi verið grafið upp um þessa skriðu og kotið Öfugskeldu er ýmsum spurningum ósvarað. Hverjar voru orsakir skriðunnar? Hvaðan kom hún? Hver var fallhæð hennar og hlauplengd? Varð tjón á skepnum? Hvernig slapp heimilis- fólkið úr hamförunum og hvað varð um það? Við þessum spurningum fást sennilega aldrei svör. Þrátt fyrir það er ýmislegt ljósara en áður. Gömul skjöl, varðveitt í Þjóð- skjalasafni, sýna að skriða sem eyddi bænum Öfugskeldu á Kjalarnesi, og talin var hafa fallið árið 1747, sbr. Ölfusvatnsannál, féll í reynd í maí 1748. Skriðan olli einnig miklu tjóni í Sjávarhólum og í Skrauthólum þar sem prestar Kjalnesinga höfðu setið um langt skeið. Ungur prestur, Þórður Þórhallason, sem tók við Kjalarnesprestakalli nokkrum árum eftir skriðufallið, treysti sér ekki til að setjast að í Skrauthólum af ótta við endurtekin skriðuföll, eða lét svo í veðri vaka. Með bréfaskriftum við konung og embættismenn hans í Kaupmannahöfn fékk hann komið því til leiðar, með aðstoð sýslumanns Kjalnesinga og amtmanns, að prestsetrið var flutt frá Skrauthólum að Móum. Skriðan setti því afgerandi mark á byggðasögu Kjalarness. 4. mynd. Hugsanlegar útlínur Öfugskelduskriðunnar frá 1748. Útlínur Sjávarhólaberghlaupsins eru einnig sýndar. Urðarhólar þess hafa hlíft bænum í Sjávarhólum og bægt skriðunni frá. Vindheimar eru nýbýli. – Possible outlines of the Öfugskelda landslide. Outlines of the prehistor- ic Sjávarhólar rock slide are also shown. Its debris heaps have saved the Sjávarhólar Farm from the landslide scree. NFr_3-4 2015_final.indd 119 30.11.2015 16:34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.