Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 30
Náttúrufræðingurinn
122
Inngangur
Allt frá því að Stefán Stefánsson
hóf rannsóknir sem leiddu til 1.
útgáfu Flóru Íslands árið 19011
hafa íslenskir grasafræðingar og
aðrir áhugamenn verið ötulir að
safna upplýsingum um útbreiðslu
plantna á landinu. Þegar þessar
rannsóknir komust á skrið var
farið að gera útbreiðslukort fyrir
einstakar tegundir í ýmsum
tilgangi.2 Ákveðin útbreiðslu-
mynstur sem fram komu voru
síðar notuð til að rökstyðja svo-
nefnda miðsvæðakenningu um að
ákveðinn hluti flórunnar hafi
lifað af síðasta jökulskeið ísaldar í
landinu, og jafnvel fleiri,3,4 og einnig
voru útbreiðslumynstur rakin til
ákveðinna loftslagsskilyrða, svo
sem landræns loftslags,5 hafræns
loftslags6 og snjóþekju að vetri.7
Árið 1970 hófst kerfisbundin söfnun
upplýsinga um staðsetningu
plantna eftir 10×10 km-reitakerfi8
í samræmdan gagnagrunn. Í
fyrstu var þetta unnið á vegum
Náttúrugripasafnsins á Akureyri
en síðar við Líffræðistofnun Há-
skóla Íslands þar sem gögnin
voru tölvusett. Frá 1987 var
þessi gagnagrunnur í vörslu
Náttúru fræðistofnunar Norður-
lands á Akureyri en rann inn í
Náttúrufræðistofnun Íslands
við sameiningu þessara tveggja
stofnana árið 1993. Árið 1997 var
þeim áfanga náð að tekist hafði að
safna upplýsingum um blómplöntur
og byrkninga frá nánast öllum 10×10
km-reitum á landinu.
Útbreiðslumynstur plantna á
kortunum gefur í mörgum tilvikum
vísbendingar um loftslag og aðra
umhverfisþætti sem móta mynstrið.
Það tekur hins vegar langan tíma
fyrir plönturnar, oft margar aldir, að
laga dreifingu sína að loftslaginu, þ.e.
leggja undir sig öll þau svæði sem
bjóða þeim hentug skilyrði, allt eftir
því hversu virkan dreifingarmáta
einstakar tegundir hafa. Þangað
til ráða sögulegir þættir mestu um
útbreiðsluna, og skiptir þá mestu
hvenær og hvar tegundin barst fyrst
til landsins.
1. mynd. Samanlögð útbreiðsla nokkurra hitakærra tegunda. Þær sem mestar kröfur gera vaxa
aðeins á dökkbrúnu svæðunum, en á ljósbrúnum svæðum finnast tegundir sem minni kröfur
gera til hitastigs. – Summarized distribution of several southern, thermophilic species. Those
most demanding are limited to the dark brown regions, those less demanding are also found in
the light brown regions
2. mynd. Útbreiðslukort stúfu (Succisa pratensis), hitakærrar tegundar með suðræna
útbreiðslu. – The distribution of Devil’s-bit Scabious (Succisa pratensis), thermophilic species
with southern distribution.
3. mynd. Útbreiðslukort boghæru (Luzula arcuata), norðurhjarategundar sem finnst á
láglendi við norðurströndina en auk þess hátt til fjalla um allt landið. – The distribution of
Curved Wood-rush, Luzula arcuata, an arctic species. It occurs in the lowland of the North
Coast, but in the mountains of all other regions.
NFr_3-4 2015_final.indd 122 30.11.2015 16:34