Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 32
Náttúrufræðingurinn
124
á landinu, sbr. boghæru, Luzula
arcuata, á 3. mynd (sbr. Luzula
arcuata-flokk í Wasowicsz o.fl. 20149).
Aðeins með því að undanskilja alla
fundarstaði ofan 200 m fáum við
útbreiðslumynstur sem sýnir hvar
þessar tegundir hafa vaxtarskilyrði
á láglendi. Margar þessara tegunda
eru háfjallategundir, svo sem
fjallabláklukka (Campanula uniflora),
hreistursteinbrjótur (Saxifraga
foliolosa), fjallavorblóm (Draba
oxycarpa) og snækobbi (Erigeron
humilis) sem finnast alls ekki á
láglendi á Íslandi.
Landrænt loftslag (e. continental
climate) einkennir að jafnaði þá
landshluta sem liggja lengst frá
sjó, en hafrænt loftslag (e. oceanic
climate) fylgir ströndinni og
nær mislangt inn í landið eftir
landslagi. Helstu eiginleikar land-
ræns loftslags eru tiltölulega hár
hámarkshiti dags og sumars, lágur
lágmarkshiti nætur og vetrar, mikil
hitasveifla bæði dægurs og árstíða,
og fremur lítil úrkoma. Á Íslandi
er landrænasta loftslagið ekki
í miðju landinu eins og búast
mætti við, heldur er það hjámiðja
í átt til norðausturs (4. mynd).
Það er einkennandi fyrir innsveitir
á Norðausturlandi og hálendið
fyrir norðan Vatnajökul. Í þeim
landshluta nær það út til strandar
í flestum innfjörðum. Þess gætir
einnig suður yfir hálendið og
niður í uppsveitir sunnanlands
en þó í minna mæli. Samkvæmt
útbreiðslumynstri virðast a.m.k.
um 35 tegundir plantna (að
meðtöldum nokkrum fléttum og
mosum auk háplantna) vera háðar
landrænu loftslagi. Dæmi um
slíkar tegundir eru birkifjóla (Viola
epipsila), snækobbi (Erigeron humilis)
(5. mynd) og dvergstör (Carex
glacialis) (sbr. Carex rupestris-flokk
í Wasowicsz o.fl. 20149). Það þarf
ekki að koma á óvart að verulegur
gróðurmunur komi fram á skilum
landræns og hafræns loftslags. Þessi
svæði koma oft greinilega fram
á veðurspákortum vegna ólíkra
veðurskilyrða. Hvergi eru skilin eins
skörp og á Austurlandi, sem sést
vel þegar farið er frá utanverðum
Berufirði úr mjög hafrænu loftslagi,
yfir Öxi og niður í Skriðdal á
Fljótsdalshéraði í landrænt loftslag.
Þarna eru aðeins 40–50 km á milli
þessara loftslagsgerða. Þegar
haldið er vestur eftir Norðurlandi
breytist loftslagið mjög hægfara yfir
í hafrænna loftslag þegar kemur
vestur fyrir Eyjafjörð og Skagafjörð.
Þegar við skoðum útbreiðslu-
mynstur hafrænna tegunda kemur
fram eins konar spegilmynd af
útbreiðslu landrænna tegunda.
Hafrænar tegundir eru útbreiddar
um allt Suðurland og Vesturland
norður á Vestfirði og Húnaflóa, en
vaxa aðeins á mjóu belti norður
eftir strönd Austfjarða. Á Norður-
og Norðausturlandi sjást hafrænar
tegundir alls ekki eða aðeins á
ystu annesjum (6. mynd). Helstu
eiginleikar hafræns loftslags gagn-
vart hinu landræna eru mun minni
hitasveifla, jafnara hitastig allan
sólar hringinn, minni hitastigsmunur
milli árstíða, svo og allmikil úrkoma
og meiri og jafnari loftraki. Hér á
landi eru a.m.k. um 30 tegundir
sem aðhyllast hafrænt loftslag.
Ágætt dæmi er mosinn urðaskraut
(Rhytidiadelphus loreus, 7. mynd). Í
þeim hópi eru fáar blóm plöntur, en
þeim mun fleiri tegundir mosa og
fléttna, sem almennt eru mun háðari
loftraka en blómplönturnar. Af þeim
ástæðum kemur þessi hópur ekki
fram í mynstrum Wasowicsz o.fl.
2014.9
6. mynd. Samanlögð útbreiðsla nokkurra hafrænna tegunda. Þær kröfuhörðustu finnast aðeins
á ystu útskögum vestanlands og í Vestmannaeyjum. Flestar hafrænar tegundir vantar á
austanverðu Norðurlandi og á miðhálendinu. – Summarized map of several species with
oceanic distribution pattern. Those most demanding are only found on the western peninsulas
and are absent in the Northeast and the Central highlands.
7. mynd. Útbreiðslukort urðarskrauts (Rhytidiadelphus loreus), dæmigert hafrænt
útbreiðslumynstur. – Typical oceanic distribution pattern of the bryophyte, Rhytidiadelphus
loreus.
NFr_3-4 2015_final.indd 124 30.11.2015 16:34