Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 34
Náttúrufræðingurinn
126
smátt og smátt út frá þeim svæðum
þar sem hún hefur numið land
en hefur enn ekki náð til allra
svæða sem bjóða henni hentug
skilyrði. Dæmi um slíkar tegundir
eru gullkollur (Anthyllis vulneraria),
villilín (Linum catharticum), lauga-
maðra (Galium uliginosum) og
bláhveiti (Elymus alaskanus subsp.
borealis). Líklegt er að þessi skýring
geti einnig átt við útbreiðslumynstur
margra hinna austfirsku tegunda,
svo sem bláklukku (Campanula
rotundifolia), klettafrúr (Saxifraga
cotyledon), sjöstjörnu (Trientalis
europaea) o.fl. (sbr. Saxifraga aizoides-
flokk í Wasowicsz o.fl. 20149). Þar
sem meginhluti íslensku flórunnar
kemur frá Evrópu er eðlilegt að
margar tegundir nemi fyrst land á
Austfjörðum og dreifist þaðan um
landið.
Stærsti hluti íslensku flórunnar,
eða um 40% hennar, eru tegundir
sem hafa dreifst hringinn um landið
og finna hentug skilyrði í öllum
landshlutum. Þegar skoðuð eru
útbreiðslukort þessa hluta flórunnar
má sjá áberandi stígandi í útbreiðslu
þeirra eftir því hversu hátt þær
þrífast yfir sjávarmáli. Dæmi um
þennan mismun fæst með því að bera
saman útbreiðslukort músareyra
(Cerastium alpinum) sem nær upp í
1.500 m hæð (11. mynd; sbr. Bistorta
vivipara-flokk í Wasowicsz o.fl.
20149) og útbreiðslukort gulmöðru
(Galium verum) sem óvíða vex hærra
en í 6–700 m og myndar því eyðu
á töluverðum hluta hálendisins
(12. mynd; sbr. Anthoxanthum
odoratum-flokk í Wasowicsz o.fl.
20149). Hjá sumum tegundum
teygir þessi eyða sig lengra niður
á hinum yngri móbergssvæðum
en á blágrýtissvæðunum. Einkum
gildir það um tegundir sem eru
bundnar við rök flög (blómsef,
Juncus triglumis) eða mýrar (hengi-
stör, Carex rariflora), enda eru
bæði þessi búsvæði sjaldséð í
hriplekum hraunum eldgosa- og
móbergssvæðanna eða þeim
áfoksjarðvegi sem kringum þau
myndast. Þessar eyður eru mest
áberandi til norðurs frá Vatnajökli
um Trölladyngju, Ódáðahraun og
hefðu lifað af síðasta jökulskeið
ísaldar á þessum svæðum. Honum
yfirsást hins vegar að miðsvæðin
eru einnig einu láglendissvæðin á
Íslandi sem hafa næstum örugga
snjóþekju yfir veturinn. Að mínu
mati er mun nærtækara að skýra
útbreiðslu þessara tegunda út frá
því. Þær eru þarna vegna þess
að loftslag dagsins í dag hentar
þeim, trygg snjóalög skýla þeim
fyrir vetrarhörkum.7 Þessar
snjóháðu tegundir sýna skýrari
miðsvæðaútbreiðslu en nokkrar
aðrar, og voru því sterkasta stoðin í
miðsvæðakenningu Stein dórs. Þetta
segir þó ekkert um hvort tegundir
hafi lifað af síðustu jökulskeið
ísaldar, né hversu margar, heldur
aðeins að útbreiðslumynstur þeirra
í dag á sér nærtækari skýringar í
snjóalögunum. Ef íslaus svæði hafa
verið á landinu á annað borð, þá er
líklegra að þær harðgerðu tegundir
sem enn í dag lifa góðu lífi ofan
1.000 metra, yfir 100 talsins, hafi lifað
af á jökulskerjum, fremur en hinar
viðkvæmu og snjóháðu tegundir
sem sýna miðsvæðaútbreiðslu.
Hér hefur verið fjallað um
útbreiðslumynstur sem eiga við um
stóran hóp plantna með svipaða
útbreiðslu. Að auki sýna ýmsar
stakar tegundir sérkennilega
útbreiðslu og getur hún átt sér ýmsar
skýringar, einkum sögulegar. Ræður
þá mestu hvar og hvenær tegundin
barst til landsins. Tegundin dreifist
11. mynd. Útbreiðslukort músareyra (Cerastium alpinum). Það er algengt um allt landið frá
sjávarmáli til hæstu fjalla. – Distribution of Alpine Mouse-ear (Cerastium alpinum). It is
widely distributed throughout the country from seashore to the highest mountains.
12. mynd. Útbreiðslukort gulmöðru (Galium verum). Hún er algeng um allt landið frá
sjávarmáli upp að 700 m til fjalla, og því verður eyða í útbreiðslu hennar í hærri hluta
miðhálendisins. – Distribution of Lady’s Bedstraw (Galium verum). It is common from
seashore up to 700 m in the mountains, with gaps in the upper part of the Central Highlands.
NFr_3-4 2015_final.indd 126 30.11.2015 16:34