Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 35
127
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Mývatnsöræfi, til suðvesturs frá
Hágöngum og Langasjó, og að
lokum suðvestur af Langjökli um
Skjaldbreiðarhraun og nágrenni.
Að lokum er töluverður hópur
plantna alfarið bundinn sjónum,
annaðhvort fjörutegundir eða
sjávarfitjategundir. Þær finna sér
aðeins vaxtarskilyrði á svæðum þar
sem sjór gengur á land við háflæði
(sbr. Puccinellia maritima-flokk í
Wasowicsz o.fl. 20149).
Upplýsingar sem ekki
koma fram á
útbreiðslukortum
Útbreiðslukort eru gagnlegt
tæki til að gefa mynd af land-
fræðilegri útbreiðslu tegund-
anna til samanburðar við ýmsa
umhverfisþætti sem hafa áhrif á
útbreiðsluna. Auk þeirra gefur
gagnagrunnurinn ýmsar fróðlegar
upplýsingar sem ekki koma fram
á slíkum kortum. Sem dæmi
má nefna lóðrétta útbreiðslu
tegundanna, sem aðeins er hægt að
sýna með þversniði gegnum landið.
Slík kort hafa verið notuð til að
sýna útbreiðslu snjódældategunda
við Eyjafjörð.7,14 Á venjulegum
kortum sést engin takmörkun á
útbreiðslu þessara tegunda, þær eru
jafn algengar allt frá fjarðarmynni
inn í dalbotna. Á sniði gegnum
landið sést hins vegar að utan til
við fjörðinn eru þær algengar frá
sjávarmáli upp til fjalla, en innar
við fjörðinn og inni í Eyjafjarðardal
vantar þær á láglendi (13. mynd).
Ástæðan er sú að í innsveitum getur
allur snjór bráðnað hvenær sem
er á miðjum vetri úr snjódældum
á láglendi upp í 300–350 m hæð
til fjalla, en í útsveitum helst snjór
í sumum dældum allan veturinn.
Snjódældaplöntur eins og grámulla,
fjallasmári og aðalbláberjalyng
(Vaccinium myrtillus) þola illa
að missa snjóþekjuna á miðjum
vetri. Þær vantar því á láglendi
í innsveitum, en vaxa á belti
frá þessari hæð og upp að efri
vaxtarmörkum. Á þessu belti er
snjóþekjan örugg í snjódældunum
mestallan veturinn.
Annað dæmi er þéttleiki út -
breiðslunnar, sem ekki kemur fram
á útbreiðslukortum. Út breiðslu-
kort sem byggð eru á 10×10 km-
eða 5×5 km-reitakerfum sýna
einn punkt í miðju hvers reits,
hvort sem mikið er af plöntunni
hvarvetna í reitnum eða aðeins
nokkrar plöntur á einum bletti. Gott
dæmi um þetta er útbreiðslukort
bláklukkunnar (Campanula rotundi-
folia, 14. mynd). Kortið gefur í raun
falska vísbendingu um að hún sé
nokkuð útbreidd við Eyjafjörðinn
og á höfuðborgarsvæðinu, auk þess
að vera algeng á Austurlandi. Þetta
er hins vegar fjarri sanni. Í raun
er bláklukkan mjög útbreidd um
allt Austurland frá Þistilfirði suður
að Skeiðarársandi. Hún finnst þar
hvarvetna í mólendi, uppi á heiðum
og til fjalla, oft upp í 6–800 m
hæð. Laufblöð hennar finnast þar
víða, jafnvel þótt hún hafi ekki náð
að blómgast. Hún fyllir sem sagt
landið hvarvetna þar sem skilyrði
henta henni, eða er með öðrum
orðum landlæg á Austurlandi. Utan
þessa svæðis er hún hvergi landlæg,
finnst aðeins á stökum smáblettum
og er hending að rekast á hana á
vettvangi, t.d. við Eyjafjörðinn, þrátt
fyrir þéttleika punktanna. Flestir
þessir stöku staðir eru annaðhvort
við gamlar alfaraleiðir frá því að
hesturinn var þarfasti þjónninn eða
í skógræktarreitum þar sem líklegt
er að bláklukkan hafi borist með
trjáplöntum að austan. Athyglisvert
er hins vegar hversu lítið bláklukkan
dreifist út frá þessum stöðum.
Steindór Steindórsson nefnir dæmi
13. mynd. Lóðrétt þversnið sem sýnir útbreiðslu og hæðarmörk aðalbláberjalyngs (rautt) við
Eyjafjörð. Í snjóþungum úthéruðum nær tegundin niður að sjávarmáli, en í snjóléttum
innsveitum hverfur hún af láglendi. – Vertical distribution of Bilberry in Eyjafjörður District,
North Iceland (red); y-axis: Elevation in m, x-axis: Distance from the coast. It is common in the
snowy coastal district with secure snow cover all winter, but missing in the lowland of the
inland valleys, where the snow may vanish from the lowland any time of the winter.
14. mynd. Útbreiðslukort bláklukku (Campanula rotundifolia). Hún er landlæg um allt
Austurland frá Þistilfirði suður að Skeiðarársandi, en finnst aðeins á smáblettum utan þess
svæðis. – Distribution of Harebell (Campanula rotundifolia). It is ubiquitous everywhere in
the East, but very rare in all other areas, only present as a few plants in single patches.
NFr_3-4 2015_final.indd 127 30.11.2015 16:34