Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 38
Náttúrufræðingurinn
130
engjarós (Comarum palustre) og í
6–8.000 ára gömlum setlögum frá
Hafratjörn á Ásum af mosajafna
(Selaginella selaginoides), horblöðku
og langnykru (Potamogeton
praelongus) að auki.33 Greining
þessara tegunda og heimildir um
nokkrar stórar ættir til viðbótar tel
ég góða vísbendingu um að meiri
hluti flórunnar hafi numið land
hér (eða verið búinn að dreifast
um landið) fyrir 9–11.000 árum.
Einhverjar tegundir, en mun færri,
hafa svo borist til landsins síðar.
Frjórannsóknir við Gíslholtsvatn í
Holtum og víðar gefa til kynna
að reyniviður (Sorbus aucuparia),
þrílaufungur og kattartunga
(Plantago maritima) hafi verið búin
að nema land fyrir 4–6.000 árum.30,34
Rannsóknir á Hellu á Árskógsströnd
sýna mýrasóley (Parnassia palustris)
í 8–9.000 ára gömlum setlögum30
og rannsóknir frá Vatnskotsvatni
í Hegranesi benda til að mjaðjurt
(Filipendula ulmaria) hafi verið
komin þangað fyrir um 8.500
árum.34 Frjórannsóknir í Svínavatni
í Grímsnesi benda til að mjaðjurt,
kattartunga og blágresi (Geranium
sylvaticum) hafi vaxið þar fyrir 7.500–
8.000 árum, og að reyniviður hafi
verið kominn þangað fyrir um 7.000
árum.32 Þetta þýðir að vísu ekki að
þessar tegundir geti ekki hafa verið
komnar fyrr, því á sumum stöðum
ná setlögin ekki alla leið til fyrstu
þúsalda eftir að ísaldarjökla leysti.
Hins vegar er eðlilegt að ætla að þótt
allar þær tegundir sem auðvelt áttu
með flutning til landsins hafi numið
land á fyrstu árþúsundunum hafi
landnám annarra ekki heppnast fyrr
en síðar, og tegundir því bæst við
smátt og smátt.
Það er hins vegar ekki fyrr en
fyrir rúmum 1.100 árum að nýir
möguleikar opnast og plöntur byrja
að flytjast til landsins á skipum
hinna norrænu eða keltnesku
landnema, m.a. með búfé þeirra.
Einkum eru það tegundir sem
almennt fylgja manninum og
búskaparháttum hans, jurtir sem
berast með búfé og fylgja ræktun.
Sumar tegundir sem bárust með
landnámsmönnum áttu þó fleiri
flutningsmöguleika, og hafa að
líkindum verið komnar til landsins
áður. Dæmi um það er haugarfi,
sem fylgir bæði ræktun og búfé
og hefur því örugglega komið
með landnámsmönnum, en berst
einnig með fuglum og er mjög
áburðarsækinn. Hann nam land
í Surtsey árið 1970 og óx þá upp
úr fugladriti,22 en dó út aftur á
næstu árum þar sem áburðinn
skorti. Löngu síðar barst hann
aftur til Surtseyjar með mávum
eftir að varp þeirra var komið af
stað og nam þá varanlega land.35
Það eru því sterkar líkur á að
hann hafi verið kominn í íslensku
fuglabjörgin löngu fyrir landnám,
eins og Áskell og Doris Löve hafa
gert grein fyrir.36 Svipað gæti gilt um
varpasveifgras. Það kemur einnig
fyrir í fuglabjörgum en berst annars
eins og haugarfinn um landið með
húsdýrum, er hvarvetna í byggð
en finnst einnig víða um óræktað
land og á hálendinu í götum
og næturskjólum búfjár og við
gististaði leitarmanna. Tegundirnar
hjartarfi (Capsella bursa-pastoris) og
blóðarfi (Polygonum aviculare) fylgja
einnig landbúnaðinum og búfénu
en eru þó ekki eins útbreiddar og
hinar tvær. Þær hafa án efa borist til
landsins á landnámstíma og engar
vísbendingar hef ég séð um að þær
hafi verið komnar áður. Enn má
nefna njóla og húsapunt sem dæmi
um plöntur sem nær örugglega
hafa fylgt landnáminu.
Steindór Steindórsson telur
hálíngresi (Agrostis capillaris) í hópi
tegunda sem borist hafa til landsins
um landnám og byggir það á þeirri
eigin reynslu að það vaxi einkum í
ræktuðu landi og fylgi búfé.4 Þetta
er mikill misskilningur að mínu
mati. Hálíngresi er landlægt um
allt land frá fjöru og upp í 6–700 m
hæð til fjalla, algjörlega án tillits til
ræktunar og búfjár. Það fylgir jafnan
skjólgóðum dældum í mólendi og
fjallshlíðum líkt og blágresið. Það
hefur mun víðari útbreiðslu en
skriðlíngresi sem tengist fremur
16. mynd. Útbreiðslukort vallhumals (Achillea millefolium) ofan
600 m sýnir dæmigert landrænt mynstur. – Localities where Yarrow
(Achillea millefolium) is found at the elevation of 600 m or more
above sea level. It is frequent at higher elevations in the inland regions
of the Northeast, but in all other regions it is mainly found near
human settlements.
15. mynd. Útbreiðslukort vallhumals (Achillea millefolium).
– Total distribution of Yarrow (Achillea millefolium) in Iceland.
NFr_3-4 2015_final.indd 130 30.11.2015 16:34