Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 39
131 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags votlendum svæðum. Steindór telur einnig snarrótarpunt (Deschampsia cespitosa) með tegundum sem líklega séu komnar með landnámsmönnum, en viðurkennir þó að hann sé landlægur, a.m.k. á Norðurlandi.4 Að mínu mati bendir útbreiðsla hans nú til þess að hann hafi verið kominn fyrr til landsins, enda þótt hann hafi ekki verið búinn að ná fullri dreifingu um allt landið við landnám. Á Norðurlandi og Austurlandi er hann algjörlega landlægur, vex hvarvetna í grónu landi frá sjávarmáli upp að 700 m hæð, hæst skráður í Gilsbakkafjalli í Skagafirði og norðan í Tindastóli í 850–900 m. Á sunnanverðu hálendinu nær hann að jafnaði upp í 5–600 m hæð. Dreifing hans á Vestfjörðum var hins vegar mjög takmörkuð þegar útbreiðsla hans þar var fyrst könnuð, og bendir það til að hann sé nýlega aðfluttur þangað. Þar vantaði hann á stórum svæðum eða var sjaldgæfur og aðeins í byggð. Ég tel því líklegt, en ósannað, að snarrótarpuntur hafi verið útbreiddur um töluverðan hluta landsins fyrir landnám en síðan hafi bæst í þann stofn við landnámið. Um margar tegundir sem bárust til landsins með landnámsmönnum háttar svo til að nú eru til af þeim tvær eða fleiri deilitegundir. Önnur þeirra var fyrir þegar landið var numið en hin er aðflutt með land- námsmönnum. Þannig er t.d. með ilmreyr (Anthoxanthum odoratum). Af honum eru nú tveir stofnar í landinu, subsp. alpinum, sem er landlægur um allt land, og subsp. odoratum, sem talinn er aðfluttur og vex einkum á láglendi og í byggð.4,36 Af túnsúru eru einnig tveir stofnar, subsp. islandicus, sem er landlægur frá sjávarmáli upp að 900–1.000 m til fjalla, og subsp. acetosa, sem talinn er aðfluttur við landnám og hefur nú meginútbreiðslu á láglendi og í nágrenni við bæi.37 Af vegarfa (Cerastium fontanum) er stofninn subsp. fontanum talinn vera innlendur en subsp. vulgare aðfluttur með manninum um landnám eða síðar.4,36,38 Steindór Stein dórs son komst að þeirri niðurstöðu að vallhumall (Achillea millefolium) væri að öllum líkindum innfluttur við landnám4 en síðustu rannsóknir benda fremur til að hluti hans sé eldri í landinu. Víða á landinu, einkum á öllu Suður- og Vesturlandi, vex vallhumall einkum heima við bæi á láglendi. Þar virðist útbreiðsla hans vera háð búsetunni (15. mynd). Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson veittu því hins vegar athygli strax á 18. öld að vallhumallinn „óx út um allt í Þingeyjarsýslu en ekki aðeins heima við bæi“,19 og Steindór getur þess að vallhumallinn sé algengur í sendnum jarðvegi á hálendinu suður af Þingeyjarsýslum.4 Síðari rannsóknir sýna að hann er nokkuð algengur til fjalla frá Eyjafirði og austur um til Fljótsdalshéraðs, víða upp að 700 m á Mývatnsöræfum, Ódáðahrauni og Dyngjufjöllum, og hæst skráður í 850–900 m á Skessuhrygg í Höfðahverfi, Gríms- staðakerlingu á Hólsfjöllum og Syðri-Hágangi í Vopnafirði.39 Þetta kemur vel fram þegar kortlögð er útbreiðsla vallhumals á Íslandi ofan 5–600 m (16. mynd). Útbreiðsla hans á láglendi nær allt í kring um landið en útbreiðsla hans ofan 500 m er bundin við landræna svæðið á norðaustanverðu landinu. Norski grasafræðingurinn Reidar Elven skoðaði nýlega vallhumal í plöntusöfnum á Íslandi og komst að þeirri niðurstöðu að hér væru tvær deilitegundir, subsp. millefolium, sem er algeng á láglendi um allt land, og subsp. lanulosa, sem hefur aðalútbreiðslu á austanverðu Norður landi og norðan verðu há - lendinu.40 Eftir er að kanna betur útbreiðslu þessara deilitegunda á landinu en samkvæmt því sem þegar hefur komið fram er líklegt að stofninn subsp. lanulosa hafi verið landlægur á norðaustanverðu landinu frá því löngu fyrir landnám, en subsp. millefolium hafi komið með landnáms mönnum og dreifst með þeim um hinn byggða hluta landsins. Aðalheimkynni Achillea millefolium subsp. lanulosa eru í Norður-Ameríku. Hér hafa nú verið settar fram tilgátur um hvernig túlka megi þau útbreiðslumynstur sem birtast í íslensku flórunni með því að notast við sjónrænt mat. Lengra má komast með því að flokka mynstrin með tölfræðilegum forritum, eins og dæmi var tilgreint um hér að ofan.9 Í því tilfelli greindist hópur plantna sem vex að vísu dreift um landið en berst að líkindum með vatnafuglum og einkennir því vatna- og votlendissvæði sem hafa aðdráttarafl fyrir fugla (sbr. Potamogeton alpinus-flokk í Wasowicsz o.fl. 20149). Með því að spila áfram með sömu forrit eða sambærileg er líklegt að finna megi fleiri útbreiðslumynstur sem dyljast þegar aðeins er notað sjónrænt mat við flokkunina. Summary Distribution patterns and age of the Icelandic flora Data on the distribution of Icelandic plants based on 10×10 km grid have been collected since 1970. The resulting database has been used to produce dis- tribution maps that can be classified into various patterns. The most frequent dis- tribution patterns reflect climatological factors that influence the distribution of plants: temperature, continental and oceanic climate, and snow cover in the winter. South facing slopes of the south- ern coast are housing the thermophilic, southern distribution type (Figs. 1, 2), while the arctic plants are found equally at the northern coast as well as in moun- tains throughout the country (Fig. 3). Plants with continental distribution type are bound to the inland of the Northeast and the highland north of Vatnajökull Glacier (Figs. 4, 5). The oceanic distribu- tion type covers the whole southern and western part of the country and a nar- row strip along the eastern coast (Figs. 6, 7). Climatic maps showing any of the climatic factors characterizing continen- tal versus oceanic climate are very simi- lar (Fig 8). Plants dependent on pro- longed snow cover in the winter are concentrated around the coastal moun- tains of the Northwest, middle north and the northernmost part of the eastern NFr_3-4 2015_final.indd 131 30.11.2015 16:34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.