Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 42
Náttúrufræðingurinn
134
Kísilþörungarnir Aulacoseira
islandica (O. Müller) Simonsen og
Aulacoseira subarctica (O. Müller)
E.Y. Haworth og rannsóknir í
Þingvallavatni
Tegundirnar Aulacoseira islandica (O. Müller) Simonsen og Aulacoseira
subarctica (O. Müller) E.Y. Haworth sem þrífast í Þingvallavatni eru
merkilegar fyrir ýmsar sakir. Þingvallavatn er fyrsti fundarstaður
tegundanna, en þeim var fyrst lýst í byrjun síðustu aldar, annars vegar sem
tegund og hins vegar sem undirtegund; Þingvallavatn er því viðmiðunar-
fundarstaður þeirra. Fyrir það eitt ættu Íslendingar að vakta sérstaklega
lífsferla þeirra og þróun í vatninu. Tegundirnar halda uppi mestum hluta
af lífþyngd þörungasvifsins árið um kring og líklega einnig mestum
hluta af þörungaframleiðslu vatnsins. Þær þurfa lítið ljós til vaxtar og
geta ef aðstæður leyfa haldið uppi hárri frumframleiðslu við yfirborðið
yfir veturinn. Um hásumarið falla þær eins og snjódrífa úr svifinu til
botns. Frumframleiðsla þeirra og annarra smásærra tegunda sem leggjast
sem slikja yfir kransþörungabeltið er talin svara til um þriðjungs frum-
framleiðslunnar á svæðinu. Markmiðið með þessari yfirlitsgrein er að
sýna mikilvægi Aulacoseira-tegundanna í vistfræði Þingvallavatns í ljósi
rannsókna sem gerðar voru á gróðursamfélaginu á tímabilinu 1974 til 1987
auk vöktunar frá 2007–2010, og setja fram drög að lýsingu á lífsferlum þeirra
í vatninu. Í ljósi nýlegra heimilda frá öðrum löndum um líffræði og vistfræði
þessara tegunda er ástæða til þess að rannsaka þær nánar í Þingvallavatni.
Inngangur
Danirnir Carl Hansen Ostenfeld og
Carl Wesenberg-Lund rann sökuðu
svif í Þingvallavatni og Mývatni árin
1902 og 1903.1 Ostenfeld sendi sýni
af tveimur kísilþörungategundum
af ættkvíslinni Melosira (frá
Þingvallavatni og Heiðarvatni í
Mýrdal) til Ottos Müllers í Berlín
sem þá var að rannsaka ættkvíslina.
Müller lýsti annarri tegundinni,
þeirri stærri og breiðari, sem nýrri
og gaf henni nafnið Melosira islandica
og hina, þá minni, greindi hann sem
Melosira italica. Í grein sem fjallar um
breytileika innan ættkvíslarinnar
gengur Müller lengra en fram
kemur í grein þeirra Ostenfelds
og Wesenberg-Lunds og lýsir
tegundinni sem nýrri undirtegund
M. italica, þ.e. Melosira italica ssp.
subarctica.2 Við flokkunarfræðilega
endurskipulagningu voru báðar
þessar tegundir færðar undir ætt-
kvíslina Aulacoseira (Thwaites).3
Elizabeth Y. Haworth færði síðan
rök fyrir því að Aulacoseira italica
ssp. subarctica ætti að skilgreina
sem sérstaka tegund4 sem hún
gerði árið 1990.5 Viðurkennd
nöfn tegundanna eru: Aulacoseira
islandica (O. Müller) Simonsen 1979
og Aulacoseira subarctica (O. Müller)
E.Y. Haworth 1990. Þingvallavatn er
því á skrá sem tilvísunarstaður fyrir
frumlýsingu beggja tegundanna.
Otto Müller rekur ýtarlega útlits-
legan breytileika tegundanna, og
nefnir m.a. beinar keðjur (l. forma
recta) og bognar keðjur (l. forma
curvata).2 Þessar útlitsgerðir, vísa
til mikils breytileika í útliti en hafa
ekki gefið tilefni til viðurkenndrar
sundurgreiningar.
Aulacoseira islandica og Aulacoseira
subarctica finnast aðallega í djúpum
næringarsnauðum vötnum á Íslandi,
og er Aulacoseira subarctica mun
algengari.6
Gunnar Steinn Jónsson
Ritrýnd grein
Náttúrufræðingurinn 85 (3–4), bls. 134–139, 2015
NFr_3-4 2015_final.indd 134 30.11.2015 16:34