Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 43
135
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Lýsing á tegundunum í
Þingvallavatni
Aulacoseira islandica (O. Müller)
Simonsen. Lengd frumna: 4–21
µm, þvermál: 7–27 µm. Punktar
(e. areolae): Í beinum röðum, 11–12
raðir á 10 µm, 12–13 punktar á 10
µm í hverri röð. Hlutfall þvermáls
og lengdar: 1:0,15–2,1. Frumurnar í
mislöngum keðjum, flestar bognar
en sumar beinar.2 Í sýnum frá 1974–
1975 var mælt sambærilegt þvermál
A. islandica og í frumlýsingunni
(7–24 µm) og meðalþvermál var
á bilinu 13 til 14 µm. Tímabil
kynæxlunar og okfrumumyndunar
(e. auxospores) var janúar til apríl.
Þvermál fer þá í 18 til 28 µm.7
Á 1. mynd (a–d), eru smá-
sjármyndir af Aulacoseira islandica
frá Þingvallavatni. Á þeim sjást
greinilega punktaraðir í skeljum
frumnanna og eins hið bogna og
spírallaga form keðjanna.
Aulacoseira subarctica (O.
Müller) E.Y. Haworth. Lengd
frumna: 2,5–18 µm, þvermál: 3–15
µm. Punktar: Í bognum röðum,
18 raðir á 10 µm, 18 punktar á 10
µm í hverri röð. Hlutfall þvermáls
og lengdar: 1:0,2–6,0. Frumurnar í
mislöngum keðjum, flestar beinar en
einnig til bognar.2 Í sýnum frá 1974–
1975 var mælt sambærilegt þvermál
A. subarctica og í frumlýsingunni
(3–14 µm) og var algengt þvermál á
milli 5 og 8 µm. Tímabil kynæxlunar
og okfrumumyndunar var frá
byrjun júní, er í hámarki um miðjan
júlí og enn til staðar í litlum mæli
um miðjan ágúst.7
Þegar stöðu tegundarinnar var
breytt úr undirtegund af Aulacoseira
italica í nýja tegund, Aulacoseira
subarctica, var m.a byggt á gerð
og stærð gaddanna sem sjást á
enda frumnanna. Gaddarnir eru
grófir og beinir og hver þeirra
rís af tveimur langböndum milli
punktaraða (e. pervalvar costae) eins
og greinilega má sjá á 2. mynd. Það
er því einn gaddur fyrir hverjar tvær
punktaraðir.
Við frumuskiptingu mjókka
frumurnar jafnt og þétt. Ástæðan
er sú að kísilskeljarnar eru eins og
box þar sem lokið, sem er breiðara,
leggst að hluta yfir neðri hlutann.
Við frumuskiptingu verða bæði efri
og neðri hlutinn að loki í nýju
frumunum. Því hefur fruman sem
heldur lokinu sama þvermál og
móðurfruman. Sú sem heldur
botninum er á hinn bóginn mjórri en
móðurfruman, sem nemur tvöfaldri
þykkt skeljarinnar. Þvermálið er
talið minnka um 0,15 til 0,32 µm
við hverja frumuskiptingu hjá A.
subarctica. Samkvæmt því ætti að
vera hægt að leggja mat á lífsferil
1. mynd (a–d). Aulacoseira islandica (O. Müller) Simonsen í Þingvallavatni. – Aulacoseira
islandica (O. Müller) Simonsen in Lake Thingvallavatn. Ljósm./Photo: Gunnar Steinn
Jónsson.
2. mynd (a, b, c). Aulacoseira subarctica (O. Müller) E.Y. Haworth í Þingvallavatni. –
Aulacoseira subarctica (O. Müller) E.Y. Haworth in Lake Thingvallavatn. Ljósm./Photo:
Gunnar Steinn Jónsson.
NFr_3-4 2015_final.indd 135 30.11.2015 16:34