Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 48

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 48
Náttúrufræðingurinn 140 Margir kannast við veggspjaldið Flóru Íslands sem Hið íslenska náttúrufræðifélag gaf út árið 1985, í formannstíð Ágústs H. Bjarnasonar, grasafræðings, og byggt var á stórri vatnslitamynd Eggerts Péturssonar. Veggspjaldið er nú komið út á ný, í fjórða sinn, enda fyrri útgáfur löngu uppseldar. Í tilefni af því að 30 áru eru liðin frá útgáfu veggspjaldsins hafði Náttúruminjasafn Íslands forgöngu að því að endurútgefa það en frummynd Eggerts Péturssonar er í vörslu safnsins og er eign Hins íslenska náttúrufræðifélags. Það er nú til sýnis sem einn safngripa sýningarinnar „Sjónarhorn“ í Safnahúsinu við Hverfisgötu en Náttúru- minjasafnið tekur þátt í sýningunni. Veggspjaldið prýða 63 tegundir af íslenskum háplöntum sem lætur nærri að vera um 15% af öllum tegundum villtra háplantna sem vaxa á Íslandi. Tegundunum á myndfleti Flóru Íslands er skipt í fjóra hópa með hliðsjón af því við hvaða skilyrði þær lifa: 1) Holta- og melagróður (14 tegundir), 2) móa- og graslendisgróður (27 tegundir), 3) votlendisgróður (9 tegundir) og 4) blómlendisgróður (12 tegundir). Á veggpjaldinu eru heiti plantnanna á íslensku, ensku og latínu. Val á tegundum og uppröðun á mynd- flötinn var ákveðin í samvinnu þeirra Eggerts og Ágústs. Seinna unnu þeir saman að bókinni Íslensk flóra með litmyndum sem fyrst kom út árið 1983. Sögu spjaldsins má lesa á slóðinni www.ahb. is/floruveggmynd-hins-islenska-natturufraedifelags/ Nýja veggspjaldið, sem er 70 x 50 cm að stærð, er selt í verslunum Eymundssonar, Bókabúð Máls og menningar og Minju og kostar 2.999 kr. CRYMOGEA/FOLDA annaðist prent- hönnun verksins og sá um útgáfuna fyrir Náttúruminjasafnið og Hið íslenska náttúru- fræðifélag. Hægt er að panta vegg spjaldið og fá það sent heim með því að senda póst á netfangið: crymogea@crymogea.is Eggert Pétursson listmálari við mynd sína frá 1985, Flóra Íslands. Ljósm. Álfheiður Ingadóttir. Hátíðarútgáfa af veggspjaldi Eggerts Péturssonar Flóra Íslands NFr_3-4 2015_final.indd 140 30.11.2015 16:34

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.