Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 61

Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 61
153 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Refur leikur á himbrima Ævar Petersen Sumarið 2010 var fylgst með ref í ætisleit á Mýrum vestur þar sem lómar hafa verið rannsakaðir síðan 2006. Sást hann taka egg úr hreiðrum lóma, svartbaks og himbrima. Fylgst var með honum í um hálftíma en á þessum tíma skokkaði hann um tveggja kílómetra leið. Hann leitaði greinilega með bökkum vatna og tjarna þar sem lómshreiður er að finna. Refir höfðu kom- ist upp á lagið með að ræna eggjum úr lómshreiðrum og hafði áður sést til dýra. Áhugaverðast var að fylgjast með atburðarásinni þegar refurinn kom að himbrimahreiðri. Fylgst var með atferli refs og álegufugls sem endaði með því að refurinn nældi sér í annað eggið úr hreiðrinu. Náttúrufræðingurinn 85 (3–4), bls. 153–155, 2015 1. mynd. Ótrúlega gæfur himbrimi á hreiðri. Myndin er tekin við Elliðavatn við Reykjavík og án aðdráttarlinsu. Ljósmyndari stóð beint yfir fuglinum sem hjó í stígvél hans með nefinu. Eftir nokkrar mínútur skaust dagsgamall ungi undan fuglinum og út á vatnið en foreldrið fylgdi. – An unusually tame Great Northern Diver on nest. The photo is taken at Lake Elliðavatn on the outskirts of Reykjavík, without a zoom lens. The photographer stood by the bird, which pecked at his boots. After a few minutes a day old chick scurried out on the water from underneath the adult, which immediately followed. Ljósm./Photo: Ævar Petersen, 28. júní 2013. Rannsóknir hafa staðið yfir á lómum á Mýrum vestur frá árinu 2006. Hafa þær snúist um að skoða breytingar á varpstofni, meta varp- árangur og setja á fuglana ljósrita (e. geolocators) til að kanna ferðalög þeirra utan varptíma.1 Lómar verpa á bökkum tjarna og vatna eða þá í sefi. Fljótlega varð ljóst að refir gerðu usla í varpi lómanna á Mýrum. Sáust þeir taka egg úr hreiðrum og leita eftir vatnsbökkunum þar sem lómshreiður er að finna. Mörg egg hurfu skömmu eftir að þeim var orpið, ekki síst árið 2010. Refir sáust ræna lómshreiður og bera burtu egg í kjafti. Eggin voru bæði étin strax og falin skammt frá hreiðri, eflaust til góða á þeim tíma árs þegar æti er takmarkað. Vel er þekkt að hrafnar stela nýjum eggjum og fela þau til seinni tíma.2 Oftast voru refirnir á ferli á nóttunni eða snemma morguns. Auk afráns úr lómshreiðrum sást refur næla sér í egg úr hreiðri himbrima (1. mynd). Var aðdragandi þess athyglisverður og skal nú lýst nánar. Hinn 5. júní 2010 fylgdist höfundur í fjarsjá (30×) með mó rauðum ref að morgni. Veður var ákaflega gott, logn og lítil sól þannig að skyggni var mjög hagstætt, engin tíbrá sem oft torveldar sýn á löngu færi. Skoðunarstaður var við sumarbústaðinn Nýlendu sem stendur á höfða við Nýlenduvatn. Hann rís nokkuð upp yfir landið umhverfis og er útsýni frábært í allar áttir. Aðstæður til skoðunar voru því eins og best varð á kosið, sem kom til góða við skráningu atburðarins sem hér er greint frá. Fylgst var með refnum í u.þ.b. hálftíma en á meðan fór hann um tveggja km leið. Fjarlægð var breytileg, frá 150 til yfir 400 m. Engin styggð kom að refnum. Refurinn var á skokki meðfram sjávarströndinni neðan við Tanga- tjörn hjá Ökrum á Mýrum þegar fyrst sást til hans. Sveigði rebbi upp að tjörninni sunnanverðri (2. mynd) en tæpur tugur lómspara varp við tjörnina. Kom hann að lómshreiðri, stal úr því eggi og faldi í grasi um 50 m í burtu. Tók það refinn ekki nema um 15 sekúndur að koma egginu fyrir. Samstarfsmaður minn, Ib K. Petersen, fór á staðinn meðan fylgst NFr_3-4 2015_final.indd 153 30.11.2015 16:34

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.