Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 65

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 65
157 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Fjarðarheiði kallast grunn lægð í fjallgarðinum milli Austfjarða og Héraðs, kennd við bæinn Fjörð í Seyðisfirði, og er 600–650 m yfir sjávarmáli. Þar hefur um aldir verið alfaraleið milli Seyðisfjarðar og Héraðs, og má þar sjá ruddan og varðaðan reiðveg og tvo gamla bílvegi, nokkuð heillega, auk núverandi þjóðvegar. Heiðin er mjög snjóþung og liggja þar iðulega fannir í dældum allt sumarið. Gróðurinn ber þess merki, hann er víða fremur rýr, nema neðst í lægðinni þar sem eru mýrar og tjarnir með störum og broki. Í þurrlendi er grasvíðir mest áberandi, oftast dvergvaxinn, 1–3 sm, iðulega gormsnúinn, með smáum blöðum og aldinlaus. Meira svæði þekur þó mosa - skorpan eða „mosamoldin“, sem Steindór Steindórsson kallaði, og má segja að hún sé ríkjandi gróðurfélag á heiðinni, bæði í þurru mólendi og nokkuð röku og grýttu landi (1. mynd). Þetta er sótbrún eða næstum svört skorpa sem þekur moldarlagið og er yfirborð hennar í hrjónum (hrufum) og smáfellingum (2. mynd). Víða vex örsmár grasvíðir á skorpunni, svo hún tilheyrir í raun sama gróðurfélagi og grasvíði- dældin. Við skoðun í víðsjá sést að yfirborð skorpunnar er þakið hélumosa (Anthelia), sem myndar fasta þekju, um 2–5 mm þykka, samanfléttaða af mosastönglum með þéttsettum sótbrúnum blaðvöndlum. Þegar hún er rifin upp fylgir henni oft 1–1,5 sm þykkt moldarlag með mosaleifum. Upp úr skorpunni teygja sig hér og þar örstuttir, gráir mosasprotar sem liggja flatir á yfirborði hennar (3. mynd). Efst á hrjónum virðist þessi mosaþekja oft vera dauð og stundum rofin, og yfirleitt er hún stráð moldar- og sandkornum (áfoki). Ekki hef ég séð þörunga á yfirborði hennar, jafnvel ekki í raklendi (skoðað 11. september 2013). Heimildir um mosa- skorpu Svo virðist sem Helgi Jónsson hafi orðið fyrstur til að geta um þetta sérkennilega gróðurfélag í ritgerð sinni um gróður á Austurlandi í Botanisk Tidsskrift 1895, en þar ritar hann: Eftersom man stiger højere op ad Fjeldene og kommer længere ind i Dalene, tiltager Dværgpilen. Paa Højfjældenes flade Stræk-ninger optræder den i Forening med Mosser, som dominerer paa større Strækninger. Jeg saa paa Húsavíkur- heiði et smukt Exempel paa denne Vegetation, idet Salix herbacea vox- ede eneherskende paa den graalig- sorte Mosbund; flere Steder havde man Mosbunden uden Dværgpilen. Denne Mosbund ser ud som en graaligsort Skorpe (1–2 Tommer tyk), liggende paa Underlaget, og bestaar af Anthelia nivalis og Jungermannia [Lophozia] ventricosa.1 Í ritgerð um gróður á Snæfellsnesi 1900 segir Helgi: Helgi Hallgrímsson Mosaskorpa 1. mynd. Mosaskorpa á Fjarðarheiði. Hér er hringvaxinn grasvíðir áberandi í skorpunni og grámulla lengst til vinstri. Ljósm. höf., 2013. Náttúrufræðingurinn 85 (3–4), bls. 157–160, 2015 NFr_3-4 2015_final.indd 157 30.11.2015 16:34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.