Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 69
161
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Ísland hefur mikla jarðfræðilega
sérstöðu og breytileiki jarðminja
er mikill. Það er mikilvægt fyrir
okkur að stuðla að vernd jarðminja
og læra af reynslu annarra þjóða og
þeim aðferðum sem þar eru notaðar.
Alþjóðleg ráðstefna um jarðminjar
og vernd þeirra var haldin í
Reykjavík dagana 8.–12. september
2015. Yfirskrift ráðstefnunnar var
Stefnumörkun jarðminjaverndar í heimi
breytinga. Samtökin ProGEO stóðu
fyrir ráðstefnunni en undirbúningur
hennar var í höndum starfsmanna
á Náttúrufræðistofnun Íslands,
umhverfis- og auðlindaráðuneytinu,
Umhverfisstofnun, Landvernd,
Jarðfræðafélagi Íslands og Jarð-
vísindastofnun Háskóla Íslands.
Hvað er ProGEO?
ProGEO (The European Association
for the Conservation of the Geological
Heritage) eru frjáls evrópsk
félagasamtök og geta allir gerst
aðilar að þeim. Samtökin voru
formlega stofnuð 1992, en eiga sögu
aftur til ársins 1988.
Markmið ProGEO er að stuðla
að verndun jarðminja og landslags,
ásamt því að efla fræðslu um
jarðminjar og þekkingu á þeim.
Samtökin standa fyrir alþjóðlegum
ráðstefnum um jarðminjar og vernd
þeirra og eru þær haldnar á 2–3 ára
fresti.
Samtökin eiga náið samstarf
við Alþjóða-jarðfræðisambandið
(IUGS) og Alþjóða-náttúruverndar-
sambandið (IUCN). Auk þess hafa
þau sterk tengsl við Mennta-, vísinda-
og menningarstofnun Sameinuðu
þjóðanna (UNESCO), jarðvanga og
önnur náttúruverndarsamtök.
ProGEO gefa reglulega út frétta-
bréf, ProGEO News, á vefsíðu
sinni. Samtökin koma að útgáfu
fræðiritsins Geoheritage sem
kemur út 3–4 sinnum á ári. Árið
2012 gáfu samtökin út merkilega
bók, Geoheritage in Europe and
its conservation.1 Í henni er gerð
grein fyrir stöðu jarðminja í 37
Evrópulöndum, hverju fyrir
sig, og er kafli um Ísland þar
á meðal. Í bókinni er að finna
afar gagnlegar upplýsingar um
jarðminjavernd, fyrst og fremst út
frá náttúruverndarlögum og öðrum
lagalegum forsendum.
ProGEO-ráðstefnan á Íslandi
Ráðstefnudagarnir sjálfir voru
9. og 10. september, en fyrir og
eftir ráðstefnuna var boðið upp
á vettvangsferðir, eins dags ferð
um Reykjanesskaga og tveggja
daga ferð um Suðurland og hluta
hálendisins, þar sem Veiðivötn og
Landmannalaugar voru skoðuð.
Þátttakendur á ráðstefnunni voru
80 frá 23 löndum, og voru 16 gestir
frá löndum utan Evrópu. Íslenskir
þátttakendur voru 12.
Við opnun ráðstefnunnar
ávarpaði Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti Íslands, gesti
ráðstefnunnar og vakti það bæði
athygli og hrifningu. Þá fluttu Jón
Geir Pétursson, skrifstofustjóri í
Alþjóðleg ráðstefna í
Reykjavík um jarðminjar
og vernd þeirra
Lovísa Ásbjörnsdóttir og Kristján Jónasson
Náttúrufræðingurinn 85 (3–4), bls. 161–162, 2015
ProGEO – tveggja daga ráðstefnuferð. Hópmynd við Vatnaöldur. Ljósm. Lovísa Ásbjörnsdóttir.
NFr_3-4 2015_final.indd 161 30.11.2015 16:35