Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2015, Page 10

Ægir - 01.07.2015, Page 10
10 skamman tíma í einu, reyndum að láta hlutina ganga því á þessum slóðum er mjög heitt yfir sumarmánuðina og það þurfti að hafa hraðar hendur svo aflinn skemmdist ekki í hit- anum. En þetta var líka skemmtilegt og gott upp úr þessu að hafa,“ segir Bjarni. Skipin voru að veiðum við Hjalt- landseyjar og Skagerak og einnig í Norðursjó. Landað var í Þýskalandi fram til ársins 1969, en eftir það í Danmörku, ýmist í Hirtshals eða Skagen. Veiðarnar voru í nokkuð föstu formi, loðnuveiðar frá áramótum og fram á vor og svo haldið í Norð- ursjóinn það sem eftir lifði árs. Vel veiddist þar á árunum 1969 til 1975, en þá var kvóti settur á afla og ári síðar var landhelgi þeirra landa sem að liggja stækkuð og lokað fyrir veiðar. Betra að flækjast ekki fyrir Rússunum á Rauðatorginu Hann rifjar upp að fyrstu af- skipti sín af veiðum á uppsjáv- arfiski hafi verið á árunum 1964 Bjarni þekkti hvern krók og kima um borð í Súlunni. Líkan af skipinu í hans eigu er til sýnis á Iðnaðarsafninu á Akureyri. Súlan sigldi um höfin blá í 45 ár, bar að landi um 612 þúsund tonn af loðnu, auk annars afla og nam útflutningsverðmætið milljörðum króna. Skipið var smíðað í Noregi árið 1967, en nokkrar breytingar voru gerðar á því í áranna rás, það m.a. yfirbyggt og lengt. Óbreytt Lengd 1974 Lengd, nýr bakki og brú 1996 Yfirbyggð 1975 og vél 1979 Breytingar á Súlunni

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.