Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2015, Page 38

Ægir - 01.07.2015, Page 38
38 K rossg á ta F réttir Út er komin bókin Frumherjar í útvarpsvirkun sem er frásögn 17 útvarpsvirkja af lífi sínu og starfi. Hispurslaus frásögn 17 útvarpsvirkja af lífi sínu og starfi. Í viðtölum segja þeir frá þeirri miklu miklu tækniþróun sem orðið hefur á öllum svið- um, m.a. í bátum og togurum, sem stuðlað hefur að auknum afla, gert veiðarnar hagkvæmari og aukið öryggi sjómanna. Þessir menn sinntu margvísleg- um verkefnum, oft við mjög erf- iðar aðstæður og með frum- stæðum verkfærum. En þeir reyndu ávallt að leysa hvers manns vanda. Jóhannes Helgason raf- eindavirkjameistari og fyrrum kennari við Iðnskólann í Reykja- vík tók viðtölin á árunum 1997- 2000. Árið 2011 fékk hann Pál V. Sigurðsson, fyrrum kennari við Réttarholtsskóla og Iðnskólann í Reykjavík til að fara yfir viðtöl- in og gera úr þeim samfellda heild. Frásagnirnar spanna tím- ann allt frá 1930 fram á þennan dag og eru einstök heimild um líf og störf essara manna en 12 þeirra eru nú látnir. Leturprent gefur bókina út og er þar tekið við pöntunum. Frumherjar í útvarpsvirkjun Páll V. Sigurðsson og Jóhannes Helgason með nýju bókina. Í bókinni er að finna frásagnir 17 útvarpsvirkja af lífi sínu og starfi, m.a. í bátum og togurum.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.