Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2015, Blaðsíða 24

Ægir - 01.12.2015, Blaðsíða 24
Mynd af Jóni Bergvinssyni, móðurbróður Bergvins, hangir uppi á vegg í kaffistofu Glófaxaútgerðarinnar. Bergvinsdóttir, fluttu síðan í Kópavog árið 1960 og pabbi varð skólastjóri Víghólaskóla. Eftir sem áður var ég á Norð- fjarðarbátunum en hingað til Eyja kom ég árið 1964. Maríu konu minni, sem er frá Skálum á Langanesi, hafði ég kynnst í Reykjavík. Mér líkaði strax vel hér í Eyj- um og ég hef alltaf sagt að það er hvergi betra að vera ef mað- ur ætlar að stunda sjóinn. Í gos- inu fórum við til Grindavíkur og ég kunni ágætlega við mig þar og hefði svo sem verið til í að búa þar áfram en María vildi koma aftur hingað, enda vorum við nýbúin að byggja hús hér og höfðum aðeins búið í því um eitt ár þegar fór að gjósa. Sem betur fer fór húsið ekki undir hraun. Það var því margt sem togaði í okkur að flytja aft- ur til Eyja og hingað komum við í september 1974, Lúðvík var þá átta ára, Magnea sjö og Harald- ur á fyrsta ári.“ Pólitíski áhuginn hefur dofnað Bergvin segist hafa fylgst vel með pólitík hér áður fyrr en áhuginn hafi smám saman dofnað. „Sjáðu til, þegar maður er fæddur á Norðfirði, þá getur maður ekki annað en farið inn í þessa pólitísku hringiðu. Ég hef sagt það hundrað sinnum að það hafi ekki verið nein breyt- ing hjá mér að fara frá komm- unum á Norðfirði í íhaldið hérna í Vestmannaeyjum. Það er enginn munur á þessu. Kommarnir á Norðfirði höfðu það þó framyfir íhaldið hér að þeir unnu markvisst að mikilli atvinnuuppbyggingu sbr. síld- arbáta- og skuttogaravæðing- una. Þessi uppbygging átti sér stað fyrir austan þegar komm- arnir héldu um stjórnartaum- ana þar. Pabbi var hins vegar alltaf í framboði fyrir kratana og var því ekki alltaf sammála kommunum en maður getur ekki annað en tekið ofan fyrir því hvað þeir gerðu mikið fyrir samfélagið á Norðfirði. En síðan kom maður hingað til Eyja þar sem íhaldið hefur öllu ráðið og það er sannast sagna ekki mikil breyting frá því á Norðfirði. Hér kallast þeir bara íhald í staðinn fyrir komma fyrir austan.“ Veiðigjöldin eru hreint brjálæði Bergvin er afar ósáttur við veiði- gjöldin sem lögð eru á útgerð- ina. „Þau eru bara hreint brjál- æði. Við borgum okkar skatta og skyldur eins og allir aðrir. Af hverju í ósköpunum eigum við sem rekum þessa litlu útgerð að borga 12 milljónir aukalega í veiðigjöld fyrir síðasta kvótaár? Af hverju er verið að leggja þennan viðbótarskatt á þennan atvinnuveg en ekki aðra? Það virðist fara alveg óstjórnlega í taugarnar á fólki ef útgerðarfyr- irtæki greiða arð út úr sínum rekstri. Ég var ánægður með það fyrir síðustu kosningar þeg- ar Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur höfðu það á sín- um stefnuskrám að lækka veiði- gjöldin og jafnvel taka þau af, þó svo að báðir þessir flokkar viðurkenni það ekki núna. Vinstri mennirnir í Vinstri-Græn- um og Samfylkingunni komu þessu á og mér heyrist að Pírat- ar séu sömu skoðunar. Ef Birg- itta Jónsdóttir verður næsti for- sætisráðherra, sem mér sýnist að gæti orðið ofan á, má ætla að það verði þeirra fyrsta verk að hækka veiðigjöldin á útgerð- ina upp úr öllu valdi. Ég man vel þá tíð þegar voru bæjarút- gerðir um allt land. Vilja menn fara aftur í þann farveg þegar búið verður að skattleggja sjáv- arútveginn svo að fyrirtækin standa ekki lengur undir þessari skattlagningu og hætta rekstri? Þegar við byrjuðum fyrir fjöru- tíu árum þurftum við að veð- setja allt okkar og leggja þann- ig allt undir. Og þetta var mjög erfitt til að byrja með, skal ég segja þér. En okkur tókst að komast í gegnum þetta og byggja fyrirtækið upp hægt og bítandi. Ég sætti mig ekki við að það sem hefur áunnist með þrotlausri vinnu og striti verði bara hirt af okkur í formi enda- lausra skatta og gjalda. Á sínum tíma lágu verðmætin í bátun- um en núna eru þeir lítils sem einskis virði, verðmætin liggja í kvótanum. Og hver á kvótann, eru það ekki bankarnir?“ Jón Bergvinsson, móðurbróðir Bergvins lést í maí sl. 89 ára að aldri. Hann starfaði lengi við Glófaxaútgerðina, bæði á sjó og í landi, en áður hafði hann verið á smábátum í Neskaupstað, Eyjafirði, Vestmannaeyjum og á Hornafirði. Síðar var hann á ný- sköpunartogaranum Ingólfi Arnarsyni frá Reykjavík í 20 ár og einnig var hann háseti á skuttogaranum Ingólfi Arnarsyni. „Þessi móðurbróðir minn var mikill öðlings kall og við áttum margar góðar stundir saman. Þetta er skemmtileg mynd af honum og sýnir Jón með sjóhattinn, ætli hann hafi ekki verið síðasti sjómaðurinn á Íslandi með ekta sjóhatt! Það sem fór mest í taugarnar á honum við þessa mynd var sígarettan, því hann hætti að reykja. Hann spurði mig hvort væri ekki með nú- tímatækni hægt að taka sígarettuna í burtu! Jónsi hefði orðið níræður 12. október sl. og þegar ég færði það í tal við hann að nú væri heldur betur farið að styttast í enn eitt stórafmælið svaraði hann: „Nei,“ svaraði hann, „nú er búið að halda upp á öll mín stórafmæli.“ Og hann stóð við það og dó 16. maí sl.,“ segir Bergvin. Jón var alla tíð ókvæntur og barnlaus, en hann var vina- margur og vinsæll, það má glögglega lesa út úr minningar- greinum sem um hann voru skrifaðar. Í minningargrein Guð- mundar Oddssonar í Kópavogi, bróður Bergvins, um frænda sinn segir m.a: „Eina nóttina var dyrabjöllunni hringt í Fögru- brekku og fór ég niður til að kanna hver væri á ferð á þessum tíma sólarhringsins. Úti stóð Jónsi og hafði greinilega fengið sér í annan fótinn og vildi bara spjalla. Ég hef augljóslega ekki verið neitt ánægður með þessa næturheimsókn og því breytti hann snarlega um ástæður heimsóknarinnar og spurði hvort ég væri ekki sæmilega fjáður þvi hann vantaði smá pening. Það var ekki vandamálið og bað ég hann að bíða niðri á meðan ég næði í pening því ég vildi ekki vekja hitt heimilisfólkið. Ég var varla kominn upp þegar ég heyrði Jónsa tauta: „Það er óþarfi að þvæla Guðmundi aftur niður, ég er ekkert of góður til að ná í peninginn.“ Þar með var hann kominn upp og búinn að ná sínu fram, sem var að setjast niður og spjalla. Það var ekki hægt að verða reiður við svona karl.“ Síðasti sjómaðurinn með ekta sjóhatt! 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.