Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2015, Blaðsíða 44

Ægir - 01.12.2015, Blaðsíða 44
Nýja 10, 13 og 15 kg línan er þannig hönnuð að hún viðheldur ferskleika matvöru lengur en sambærilegar umbúðir. Allt fyrir ferskleikann 60 x 40 kassalínan frá Tempru er hagkvæmari, sterkari og tryggir lengra geymsluþol Temprukassarnir sjá til þess að íslenskur fiskur kemst ferskari til neytenda um allan heim. Kostir nýju kassanna eru eftirtaldir: aukin lengd og rúmtak leiða til betri meðferðar á afurðum lengri fiskflök raðast betur innan kassa meira rými er fyrir ís eða kælimottur rúnnuð hornin auka einangrun og lengja geymsluþol breytt hönnun á hornum gerir kassana sterkari en áður stærð kassanna er 60 x 40 sm og staflast þeir betur á vörubrettin vegna aukins styrks er hægt að stafla í hærri stæður en áður betri einangrun næst með þéttari stöflun á bretti Hitastig (°C) 5 mm fyrir ofan botn nýja 60x40 cm 10 kg kassans eftir 6 klst. við 20 °C umhverfishita. Fiskur EPS 21 20 19 18 17 16 15 14 13 12 11 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 TEMPRA EHF – HLUTI AF RPC GROUP • Íshella 8 • 221 Hafnarfjörður • Sími: 520 5400 • tempra@promens.com • www.tempra.is einangrun – umbúðir „Koma Víkings AK 100 er mikill áfangi fyrir HB Granda. Með þessu ljúkum við uppstokkun á uppsjávarskipastól fyrirtækis- ins, erum með ný, vel búin og glæsileg skip og lækkum veru- lega meðalaldur skipa HB Granda. Við sjáum fram á bæði aukið hagræði í rekstri uppsjáv- arskipanna og síðast en ekki síst eru þessi skip mikið fram- faraspor fyrir áhafnirnar,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, for- stjóri HB Granda hf. í tilefni af komu nýs Víkings AK. Áður gerði HB Grandi út þrjú skip á uppsjávarveiðar; Faxa, Ingunni og Lundey, auk þess að hafa eldri Víking AK uppá að hlaupa er þörf væri á. Systur- skipin Víkingur og Venus munu nú alfarið standa undir uppsjáv- arveiðum fyrirtækisins. „Það að skipin tvö eru ná- kvæmlega eins skilar okkur ým- is konar hagræðingu en þetta eru líka mun stærri skip en við vorum með áður og geta þar af leiðandi tekið stærri farma, auk þess að ganga hraðar. Þetta skiptir okkur til dæmis tals- verðu máli á kolmunnaveiðun- um þegar lengra er að sækja á miðin. Skipin eru líka af nýjustu kynslóð uppsjávarskipa og veigamesta breytingin í fyrir- komulagi sú að afla er nú hægt að dæla frá skut í stað síðu á gömlu skipunum en aflameð- ferð er öll betri en áður og á þann hátt erum við að styrkja enn frekar gæði framleiðslu okkar með nýju skipunum. Skipin eru líka búin öflugum kælikerfum og stærð skipanna gerir líka að verkum að hreyfing er minni á aflanum í lestum og á þann hátt er aflameðferðin betri,“ segir Vilhjálmur og nefn- ir jafnframt þá stóru breytingu sem er á aðstöðu áhafna skip- anna, hvort heldur litið er til vinnuaðstöðunnar eða íbúða. „Margir kannast við þær myndir af uppsjávarskipunum þegar sjór gengur yfir þau full- lestuð en þessi skip eru há- byggð og því allt aðrir og ör- uggari vinnustaðir. Minni hreyf- ing á skipunum í sjó er líka at- riði sem skiptir áhöfnina veru- legu máli,“ segir Vilhjálmur. Í heild segir Vilhjálmur að 16 manna fastráðin áhöfn verði á Víkingi AK. Reiknað er með að á togveiðum verði 8 menn um borð en 12 á nótaveiðum. Heildarfjárfesting HB Granda í þessum tveimur skipum er um 7 milljarðar króna. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda Hagræðing og framfaraspor Fjölmenni tók þátt í formlegri móttökuathöfn á Akranesi skömmu fyrir jól, skoðaði síðan skipið og þáði mat og hressingu um borð. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.