Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2015, Blaðsíða 10

Ægir - 01.12.2015, Blaðsíða 10
baki ráðgjöfinni gekkst Haf- rannsóknastofnun fyrir miklum fundahöldum og fræðslu sem staðið hafa yfir með ýmsu móti fram á þennan dag, m.a. með opnun upplýsingaseturs og sér- stöku átaki í framhaldsskólum landsins síðustu misserin. Árið 1996 urðu tímamót þegar fyrsta aflaregla fyrir þorsk tók gildi, sem hvoru tveggja var fyrirboði þess sem eftir átti að koma og sennilega eitt mikil- vægasta tækið í góðum árangri við skynsamlega nýtingu fiski- stofnanna á síðustu árum. Afla- regla í fiskveiðum er aðferð til að reikna árlega út hæfilegan afla er tryggir til langs tíma arð- bærar og sjálfbærar fiskveiðar, sem einnig eru skaðlausar fyrir umhverfið. Slíkar reglur eru nú í gildi fyrir þorsk, ýsu, ufsa, gull- karfa, loðnu og fleiri stofna. Síðustu 15 árin hefur áhersl- an verið, auk fiskirannsókna, á eflingu ýmiss konar umhverfis- rannsókna, sem sett hafa í vax- andi mæli mark sitt á starfsem- ina. Þar má nefna rannsóknir í tengslum við hlýskeiðið frá aldamótum og áhrif þess á líf- ríkið, breyttar aðstæður norðan Íslands á uppeldisslóð loðnu, kortlagningu hafsbotnsins, flokkun búsvæða, rannsóknir og friðlýsing kóralsvæða og mat á umhverfisáhrifum ýmiss konar framkvæmda í sjó og á landi á lífríki strandsjávar. Á síðasta áratug er krafan um sjálfbærni líka orðin það sem alþjóðleg umræða snýst um og er grundvöllur vottunar og markaðssetningar matvæla úr sjó í vaxandi mæli. Haf- og fiskirannsóknir eru alþjóðleg starfsemi, óháð landamærum, sem yfirleitt er sinnt af einni sterkri stofnun í hverju landi, enda kostnaðarsamar. Saman- burður, samvinna og sam- keppni eiga sér því stað landa á milli. Íslenskur sjávarútvegur á alþjóðamarkaði er m.a. háður því að haf- og fiskirannsóknir okkar séu í fremstu röð. Stuðningur við vísindin Þegar litið er um farinn veg, er ljóst að Hafrannsóknastofnun og starfsemi hennar hefur í meginatriðum notið skilnings og stuðnings stjórnvalda. Varð- andi uppbyggingu aðbúnaðar og starfsaðstöðu var tekið á þeim málum af stórhug á fyrstu árum stofnunarinnar. Vitaskuld hefur hvesst á stundum og ráðamenn ekki alltaf verið sáttir við ráðgjöf stofnunarinnar. Og sannarlega hefur stofnunin oft setið undir gagnrýni sjómanna og útvegsmanna í gegnum tíð- ina. Gleðiefnið er að síðasta ára- tuginn hefur öldurnar lægt verulega, Hafrannsóknastofnun hefur væntanlega tekist betur að útskýra vísindin að baki ráð- gjöfinni og lagt áherslu á að vís- indunum fylgir óvissa, þau eru ekki óskeikul. En hættan af því að fylgja vísindalegri ráðgjöf er vitanlega mun minni en að láta stundarhagsmuni eða tilfinn- ingu eina ráða för. Satt að segja hefur almenn- ingur einnig sýnt að hann treystir stofnuninni fyrir leið- sögn í þessum efnum. Á þessu ári var Hafrannsóknastofnun í 5. sæti af 18 helstu stofnunum samfélagsins sem almenningur treystir best þar sem 84% að- spurðra kváðust treysta ráðgjöf stofnunarinnar. En markaður- inn gerir líka kröfur um ítarlega þekkingu á ástandi nytjastofna Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, rekur sögu hennar á afmælishátíðinni í Hörpu í nóv- ember. Fræðsla um haf- og fiskirannsóknir á Hátíð hafsins. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra flytur kveðju ríkis- stjórnar á 50 áraafmæli Hafrannsóknastofnunar. Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is www.isfell.is Óskum landsmönnum öllum gleðiríkrar hátíðar og farsældar á nýju ári Starfsfólk Ísfells 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.